Segir að Kompany sé ætlað að stýra Manchester City einn daginn Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé skrifað í skýin að fyrrverandi fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, muni taka við sem knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna einn daginn. Fótbolti 3. mars 2023 17:31
Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Lífið 3. mars 2023 14:37
Klopp virkilega ánægður fyrir hönd Marcus Rashford Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool viðurkennir að það gleðji hann að sjá Marcus Rashford koma svo sterkan til baka eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Enski boltinn 3. mars 2023 14:01
Umboðsmaður Haalands segir Real Madrid vera draum hvers leikmanns Rafaela Pimenta, umboðsmaður framherjans Erlings Braut Haaland, segir að það sé draumur hvers leikmanns að fara til spænska stórveldisins Real Madrid. Fótbolti 3. mars 2023 06:02
Sjáðu mörkin sem komu Man. United áfram og markið sem sló út Tottenham Deildabikarmeistarar Manchester United eiga enn möguleika á fernunni á þessu tímabili eftir endurkomu sigur á móti West Ham í enska bikarnum í gærkvöldi. Enski boltinn 2. mars 2023 14:01
Erfitt fyrir Katrínu forsætisráðherra að búa með Man. United aðdáendum Katrín Jakobsdóttir stendur með Jürgen Klopp og Liverpool liðinu sínu í mótlætinu þrátt fyrir að lífið heima hafi orðið erfiðara eftir uppkomu Manchester United og fall Liverpool. Enski boltinn 2. mars 2023 09:30
Búist við að Toney fái að minnsta kosti sex mánaða bann Ivan Toney, framherji enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, á yfir sér í það minnsta sex mánaða bann frá knattspyrnu fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 2. mars 2023 07:00
„Seiglan og trúin sem liðið hafði var mögnuð“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna gegn West Ham í enska bikarnum í kvöld. Liðið lenti undir í seinni hálfleik, en snéri taflinu við og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum. Fótbolti 1. mars 2023 23:30
Jói Berg og félagar heimsækja Englandsmeistarana Dregið var í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir leiki kvöldsins í kvöld og eins og svo oft áður eru áhugaverðar viðureignir framundan. Fótbolti 1. mars 2023 22:30
Liverpool að blanda sér í Meistaradeildarbaráttuna Liverpool stökk upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri gegn Wolves í kvöld. Liðið er nú aðeins sex stigum frá Meistaradeildarsæti og á leik til góða. Fótbolti 1. mars 2023 22:00
Tottenham féll úr leik gegn B-deildarliði og Southampton gegn D-deildarliði Á hverju ári býður enska bikarkeppnin, FA-bikarinn, upp á óvænt úrslit og í kvöld fengu áhorfendur að sjá tvö úrvalsdeildarlið falla úr leik gegn liðum í neðri deildum. Tottenham mátti þola 1-0 tap gegn B-deildarliði Sheffield United og D-deildarlið Grimsby Town gerði sér lítið fyrir og sló Southampton úr leik. Fótbolti 1. mars 2023 21:54
United í átta liða úrslit eftir endurkomusigur Nýkrýndir deildabikarmeistarar Manchester United eru komnir í átta liða úrslit hinnar bikarkeppninnar á Englandi, FA-bikarsins, eftir 3-1 sigur gegn West Ham í kvöld. Enski boltinn 1. mars 2023 21:42
Arsenal endurheimti fimm stiga forskot með öruggum sigri Arsenal styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Everton í kvöld. Fótbolti 1. mars 2023 21:39
Ten Hag: Fernu-tal er bara fyrir stuðningsmennina Manchester United hefur þegar unnið einn titil á tímabilinu og getur enn bætt við þremur til viðbótar. Enski boltinn 1. mars 2023 15:01
Brá þegar Roy Keane sagði mark De Bruynes kynþokkafullt Margir sperrtu eflaust eyrun þegar Roy Keane lýsti marki Kevins De Bruyne í sigri Manchester City á Bristol City sem kynþokkafullri. Þáttastjórnanda á iTV brá allavega í brún. Enski boltinn 1. mars 2023 13:01
Ivan Toney játar sök og gæti verið á leið í langt bann Enski knattspyrnumaðurinn Ivan Toney, framherji Brentford í ensku úrvalsdeildinni, hefur játað sök í flestum ákæruliðum eftir að hann var sakaður um rúmlega 260 brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 28. febrúar 2023 23:31
City ekki í vandræðum með B-deildarlið Bristol | Leicester óvænt úr leik Englandsmeistarara Manchester City eru komnir í átta liða úrslit FA-bikarsins í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 útisigur gegn B-deildarliðið Bristol City í kvöld. Nokkrum mínútum áður féll úrvalsdeildarlið Leicester úr leik eftir óvænt 2-1 tap gegn B-deildarliðið Blackburn Rovers. Fótbolti 28. febrúar 2023 22:01
Silva skaddaði liðbönd og gæti verið lengi frá Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea þarf að raiða sig af án hins reynslumikla varnamanns Thiago Silva í næstu eftir að miðvörðurinn skaddaði liðbönd í hné í 2-0 tapi liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. Fótbolti 28. febrúar 2023 18:30
Tottenham byggir kappakstursbraut undir vellinum í samstarfi við F1 Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham tilkynnti í vikunni samstarf við Formúlu 1 og mun félagið útbúa kappakstursbraut undir heimavelli liðsins, Tottenham Hotspur Stadium. Fótbolti 28. febrúar 2023 17:46
Ferguson segir að Rashford sé ekki nía og United þurfi framherja Þrátt fyrir að Marcus Rashford hafi skorað 25 mörk í vetur segir Sir Alex Ferguson að hann sé ekki hreinræktaður framherji og Manchester United þurfi einn slíkan. Enski boltinn 28. febrúar 2023 13:00
Hlutabréfin í Manchester United hríðféllu þrátt fyrir titilinn um helgina Fréttir í Financial Times höfðu miklu meiri áhrif á hlutabréfin í Manchester United heldur en sigur liðsins á Newcastle United í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina. Enski boltinn 28. febrúar 2023 10:31
Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup. Enski boltinn 28. febrúar 2023 09:31
„Hann sprautar einhverju í kálfann á mér og hann sprautar einhverju í bakið á mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska B-deildarliðsins Burnley og íslenska landsliðsins mætti í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark, og fór yfir víðan völl. Meiðslin sem Jóhann Berg varð fyrir á HM í Rússlandi árið 2018 var meðal þess sem var rætt í þættinum. Fótbolti 28. febrúar 2023 07:00
Yfirmaður myndbandsdómgæslunnar á Englandi hættir að tímabilinu loknu Neil Swarbrick, yfirmaður myndbandsdómgæslu [VAR] ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, mun ekki sinna sama starfi á næstu leiktíð. Fjölmiðlar í Bretlandi greindu frá þessu í dag. Enski boltinn 27. febrúar 2023 20:31
Gamla brýnið Warnock hrósaði Jóhanni Berg í hástert Hinn 74 ára gamli Neil Warnock kallar ekki allt ömmu sína. Hann er í dag þjálfari Huddersfield Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Um helgina tóku Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley liðið hans Warnock í kennslustund. Enski boltinn 27. febrúar 2023 20:00
Potter óttast um starfið: „Get ekki treyst á stuðning þeirra endalaust“ Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, virðist vera farinn að óttast um starf sitt, allavega ef marka má ummæli hans eftir tapið fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 27. febrúar 2023 11:30
Ten Hag gleymdi næstum því bikarnum Erik ten Hag vann sinn fyrsta titil sem knattspyrnustjóri Manchester United í gær sem jafnframt var fyrsti bikar félagsins í sex ár. Enski boltinn 27. febrúar 2023 11:02
Rashford fær markið skráð á sig eftir allt saman Marcus Rashford skoraði eftir allt saman í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær þegar Manchester United tryggði sér fyrsta titilinn í sex ár með 2-0 sigri á Newcastle á Wembley. Enski boltinn 27. febrúar 2023 09:05
De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. Enski boltinn 27. febrúar 2023 07:00
„Erum að hefja endurreisn Manchester United“ Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var í skýjunum með leik dagsins á Wembley þar sem lið hans tryggði sér enska deildabikarinn með 2-0 sigri á Newcastle. Enski boltinn 26. febrúar 2023 20:19