Íslendingar aftur til Englands: Hver er næstur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2024 08:01 Willum Þór er dýrasti leikmaður sem nokkurt lið í ensku C-deildinni hefur keypt. Birmingham City Undanfarin ár hafa ekki margir íslenskir leikmenn spilað í Englandi. Regluverk ensku deildanna eftir Brexit og fleira hefur haft áhrif en nú eru Íslendingar allt í einu farnir að fara í hrönnum til Englands til að spila fótbolta. Stóra spurningin er, hver er næstur? Undanfarna áratugi hefur Ísland haldið ágætis tengingu við enska knattspyrnu og margir af okkar bestu leikmönnum spilað þar. Nægir að nefna Eið Smára Guðjohnsen, Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Sá síðastnefndi verður einn af þremur Íslendingum í ensku B-deildinni á komandi leiktíð. Sem stendur er Hákon Rafn Valdimarsson eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeild karla en það verður að koma í ljós hversu mikið markvörðurinn spilar hjá Brentford. Mögulega verður hann lánaður frá félaginu. Kvennamegin má reikna með að Dagný Brynjarsdóttir verði í stóru hlutverki í liði West Ham United en hún er að snúa til baka eftir að hafa átt sinn annað barn. Í B-deild karla verða þrír leikmenn en ásamt Jóhanni Berg verða Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson í deildinni. Arnór er að fara inn í sitt annað tímabil með Blacburn Rovers á meðan Stefán Teitur gekk í raðir Preston North End á dögunum. Í C-deildinni er svo Willum Þór Willumsson en Birmingham City sótti hann á metfé en liðið ætlar sér beint aftur upp eftir fall úr B-deildinni síðasta vor. Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson er svo fulltrúi Íslands í D-deildinni en hann gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki á dögunum. Vísir veltir því fyrir sér hvaða Íslendingur verður næstur að færa sig um set og semja við lið á Englandi? Fer sá leikmaður í ensku úrvalsdeildina eða harkið í neðri deildum. Tekið skal fram listinn er eingöngu til gamans gerður og ekki byggður á neinu öðru en almennu skemmtanagildi. Ingibjörg Sigurðardóttir Er samningslaus og ætti að henta enska boltanum gríðarlega vel. Harðjaxl af gamla skólanum sem kallar ekki allt ömmu sína.Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson Var í akademíu Fulham á sínum tíma og skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley. Er eflaust á blaði hjá nokkum liðum sem vantar duglegan vængmann sem getur tekið menn á.Richard Pelham/Getty Images Hildur Antonsdóttir Er einnig samningslaus. Spilaði eins og engill á miðju Íslands í sigrunum á Þýskalandi og Póllandi. Gríðarlega sterkur miðjumaður sem getur hlaupið teig í teig allan liðlangan daginn.Christof Koepsel/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson Ótrúlegur fótboltamaður sem náði þó ekki að sýna sínar bestu hliðar á sínu fyrsta tímabili hjá Lille í Frakklandi. Takist honum það á komandi leiktíð gætu lið eins og Brighton & Hove Albion eða Crystal Palace komið með stóru seðlana.Mateusz Porzucek/Getty Images Sævar Atli Magnússon Ef flett er upp orðinn duglegur í orðabók þá kemur upp mynd af Sævari Atla Magnússyni. Hann er líka mjög tryggur og það þarf mikið til að losa hann frá Lyngby í Danmörku. Hann gæti þó verið til í ævintýri og ef rétt lið í B- eða jafnvel C-deildinni (Wrexham eða Peterborough United) myndi banka upp á væri erfitt að segja nei.@LyngbyBoldklub Elísabet Gunnarsdóttir (Þjálfari) Gerði frábæra hluti í Svíþjóð og var orðuð við kvennalið Aston Villa nýverið. Umboðsstofa hennar virðist hafa góð tengsl á Englandi og hver veit nema hún endi þar fyrr en seinna.@elisabetgunnarz Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur Ísland haldið ágætis tengingu við enska knattspyrnu og margir af okkar bestu leikmönnum spilað þar. Nægir að nefna Eið Smára Guðjohnsen, Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Sá síðastnefndi verður einn af þremur Íslendingum í ensku B-deildinni á komandi leiktíð. Sem stendur er Hákon Rafn Valdimarsson eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeild karla en það verður að koma í ljós hversu mikið markvörðurinn spilar hjá Brentford. Mögulega verður hann lánaður frá félaginu. Kvennamegin má reikna með að Dagný Brynjarsdóttir verði í stóru hlutverki í liði West Ham United en hún er að snúa til baka eftir að hafa átt sinn annað barn. Í B-deild karla verða þrír leikmenn en ásamt Jóhanni Berg verða Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson í deildinni. Arnór er að fara inn í sitt annað tímabil með Blacburn Rovers á meðan Stefán Teitur gekk í raðir Preston North End á dögunum. Í C-deildinni er svo Willum Þór Willumsson en Birmingham City sótti hann á metfé en liðið ætlar sér beint aftur upp eftir fall úr B-deildinni síðasta vor. Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson er svo fulltrúi Íslands í D-deildinni en hann gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki á dögunum. Vísir veltir því fyrir sér hvaða Íslendingur verður næstur að færa sig um set og semja við lið á Englandi? Fer sá leikmaður í ensku úrvalsdeildina eða harkið í neðri deildum. Tekið skal fram listinn er eingöngu til gamans gerður og ekki byggður á neinu öðru en almennu skemmtanagildi. Ingibjörg Sigurðardóttir Er samningslaus og ætti að henta enska boltanum gríðarlega vel. Harðjaxl af gamla skólanum sem kallar ekki allt ömmu sína.Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson Var í akademíu Fulham á sínum tíma og skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley. Er eflaust á blaði hjá nokkum liðum sem vantar duglegan vængmann sem getur tekið menn á.Richard Pelham/Getty Images Hildur Antonsdóttir Er einnig samningslaus. Spilaði eins og engill á miðju Íslands í sigrunum á Þýskalandi og Póllandi. Gríðarlega sterkur miðjumaður sem getur hlaupið teig í teig allan liðlangan daginn.Christof Koepsel/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson Ótrúlegur fótboltamaður sem náði þó ekki að sýna sínar bestu hliðar á sínu fyrsta tímabili hjá Lille í Frakklandi. Takist honum það á komandi leiktíð gætu lið eins og Brighton & Hove Albion eða Crystal Palace komið með stóru seðlana.Mateusz Porzucek/Getty Images Sævar Atli Magnússon Ef flett er upp orðinn duglegur í orðabók þá kemur upp mynd af Sævari Atla Magnússyni. Hann er líka mjög tryggur og það þarf mikið til að losa hann frá Lyngby í Danmörku. Hann gæti þó verið til í ævintýri og ef rétt lið í B- eða jafnvel C-deildinni (Wrexham eða Peterborough United) myndi banka upp á væri erfitt að segja nei.@LyngbyBoldklub Elísabet Gunnarsdóttir (Þjálfari) Gerði frábæra hluti í Svíþjóð og var orðuð við kvennalið Aston Villa nýverið. Umboðsstofa hennar virðist hafa góð tengsl á Englandi og hver veit nema hún endi þar fyrr en seinna.@elisabetgunnarz
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira