„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júlí 2024 09:01 Jökull Andrésson er mættur aftur í uppeldisfélag sitt Aftureldingu á láni frá enska félaginu Reading. Vísir/Sigurjón Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Afturelding greindi frá því að markvörðurinn Jökull Andrésson kæmi á láni til félagsins frá enska liðinu Reading. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengjudeildinni út tímabilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getustigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í uppeldisfélagið í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Jökull marga fjöruna sopið á Englandi þar sem að hann hefur yfir að skipa leikjum í ensku C- og D-deildinni. Það fylgir því pressa að snúa aftur heim á þessum tímapunkti og það í Lengjudeildina því óhætt er að segja að ensku deildirnar séu hærra skrifaðar. Finnurðu fyrir pressunni sem fylgir komu þinni hingað? Að það sé vænst mikils af þér? „Ég elska pressuna. Það er það sem að við viljum,“ svarar Jökull og bætir við. „Ég er hérna tilbúinn að standa mig fyrir framan alla. Fyrir framan bæinn minn. Það er mín áskorun að koma þessu liði upp í Bestu deildina. Ég ætla að gera það á minn besta hátt. Hvernig sem er, til að hjálpa þeim. Það er alltaf betra að hafa smá pressu. Ég er svo spenntur fyrir þessu.“ Telur þetta rétta skrefið Það voru fleiri kostir í stöðunni fyrir Jökul hér heima, meðal annars í bestu deildinni en umhverfið og heildarpakkinn hjá Aftureldingu sá til þess að Jökull telur þetta rétta skrefið á þessum tímapunkti. „Við töluðum við mörg lið í Bestu deildinni. En einhvern vegin komumst við bara að því samkomulagi, bara með það til hliðsjónar að hér í Mosfellsbæ er mín fjölskylda sem og bara hvað væri best fyrir mig í þessari stöðu eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í tvö ár, að það væri best að koma hingað í Aftureldingu. Auðvitað langaði mig alveg líka að reyna fyrir mér í Bestu deildinni en þessi lánssamningur til Aftureldingar var einhvern veginn fullkominn fyrir mig núna. Það hvernig Maggi þjálfari er búinn að setja upp planið. Ég ætla bara að prófa þetta. Mig langar að sjá hvernig þetta er. Þetta er í fyrsta skipti í lífi mínu, fyrir utan það þegar að ég var í fimmta flokki, sem ég er að fara spila á Íslandi. Mér fannst það bara rétt að gera það fyrir félagið sem þetta allt saman byrjaði á.“ Allir í skýjunum Jökull og kærasta hans Thelma Líf Theodórsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman í september næstkomandi.Mynd: Jökull @Instagram „Ég skal bara segja þér það að konan hefur aldrei verið eins jafn glöð í lífi sínu. Að við séum komin hingað. Við eigum von á okkar fyrsta barni núna 3.september. Dóttir á leiðinni. Við erum með alla hérna í Mosfellsbæ. Mamma gæti ekki verið glaðari með þetta. Þegar að mamma er glöð. Þá eru allir glaðir. Við erum mjög ánægð núna. Ég get ekki beðið eftir því að byrja. Það er fyrsti leikur núna á fimmtudaginn á móti Keflavík. Byrjum bara þessa veislu.“ Förum í Bestu deildina Jökull nefnir Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, sem hafði mikið að segja um þá ákvörðun Jökuls að snúa aftur heim. „Auðvitað ýtti Afturelding við þessu. Maggi þjálfari. Ég verð að segja það. Ég ber svo ótrúlega mikla virðingu fyrir honum. Hann er búinn að láta mér líða rosalega vel með það hvað hann getur hjálpað mér með.“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Sigurjón „Hvernig hann sér þennan tíma minn hjá félaginu fyrir sér. Hvað hann vill gera fyrir mig. Þá hugsaði ég með mér: „Það er gæi hérna sem er tilbúinn til að gera gjörsamlega allt fyrir mig. Af hverju ekki?“ Þetta er Afturelding. Klúbburinn sem ég ólst upp í. Förum í Bestu deildina.“ Verið á Englandi frá 13 ára aldri Jökull verður því hér heima á Íslandi út yfirstandandi tímabil. Hann á innan við ár eftir af samningi sínum hjá Reading en hvað tekur við í haust þegar að tímabilinu er lokið hér heima? Jökull í leik með Morecambe á sínum tíma í enska deildarbikarnum.Vísir/Getty „Þetta er sama spurningin og ég hef verið að spyrja sjálfan mig að. Ég hef verið á mála hjá Reading í rúm tíu ár núna. Flutti út til Englands þegar að ég var þrettán ára. Það hefur gengið ótrúlega val. Ég hef spilað mikið undir merkjum Reading en verið sendur á láni í ensku C og D deildina og hef leikið þar fullt af leikjum. Ég er bara ekki viss hvað framtíðin ber í skauti sér. Er bara að skoða valmöguleikana. Kannski er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Fara kannski til Skandinavíu eða eitthvað svipað. En á sama tíma, þegar að við verðum búnir að koma Aftureldingu upp í Bestu deildina, ætla ég að sýna þessum gæjum þarna hjá Reading hvað maður getur. Ég er aldrei hræddur við áskoranir. Hef aldrei verið það og ætla bara að sýna þessum gaurum hvað maður getur.“ En gæti það farið svo að Jökull verði lengur á Íslandi heldur en út yfirstandandi tímabil? „Það fer eftir ýmsu. Sjáum bara hvernig þetta tímabil fer. Sjáum hvernig manni líður. Ég hef verið á Englandi í rosalega langan tíma. Maður saknar fjölskyldu sinnar og vina. En á sama tíma ræður fótboltinn einhvern veginn alltaf. Maður er svo ástfanginn af fótboltanum. Það getur allt gerst. Eina sem kemst að í huga mínum núna er þessi leikur á fimmtudaginn ef ég á að vera hreinskilinn.“ Jökull dvaldi um tíma hjá enska félaginu Carlisle United á lániVísir/Getty Vill fara að festa rætur Eftir að hafa verið á láni hjá mismunandi félögum undanfarin ár er farið að bera á löngun hjá Jökli að festa rætur. „Það er hárrétt hjá þér. Ég farið á láni til fjögurra mismunandi liða síðustu tvö til þrjú ár. Núna er ég orðinn tuttugu og tveggja ára. Ekkert eldgamall. Þegar að maður er nítján til tuttugu ára er það alveg ótrúlega gaman að fara á láni eitthvert. En þegar að maður hefur farið á láni núna trekk í trekk kemur upp þörf til að festa rætur. Sérstaklega núna þegar að það er barn á leiðinni. Það væri best fyrir okkur fjölskylduna. Ég er svo sannarlega að leita að stað sem ég sé sem heimili mitt. Staðurinn minn.“ Viðtalið við Jökul í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Jökull óvænt kominn aftur heim: „Elska pressuna“ Lengjudeild karla Afturelding Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Jökull marga fjöruna sopið á Englandi þar sem að hann hefur yfir að skipa leikjum í ensku C- og D-deildinni. Það fylgir því pressa að snúa aftur heim á þessum tímapunkti og það í Lengjudeildina því óhætt er að segja að ensku deildirnar séu hærra skrifaðar. Finnurðu fyrir pressunni sem fylgir komu þinni hingað? Að það sé vænst mikils af þér? „Ég elska pressuna. Það er það sem að við viljum,“ svarar Jökull og bætir við. „Ég er hérna tilbúinn að standa mig fyrir framan alla. Fyrir framan bæinn minn. Það er mín áskorun að koma þessu liði upp í Bestu deildina. Ég ætla að gera það á minn besta hátt. Hvernig sem er, til að hjálpa þeim. Það er alltaf betra að hafa smá pressu. Ég er svo spenntur fyrir þessu.“ Telur þetta rétta skrefið Það voru fleiri kostir í stöðunni fyrir Jökul hér heima, meðal annars í bestu deildinni en umhverfið og heildarpakkinn hjá Aftureldingu sá til þess að Jökull telur þetta rétta skrefið á þessum tímapunkti. „Við töluðum við mörg lið í Bestu deildinni. En einhvern vegin komumst við bara að því samkomulagi, bara með það til hliðsjónar að hér í Mosfellsbæ er mín fjölskylda sem og bara hvað væri best fyrir mig í þessari stöðu eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í tvö ár, að það væri best að koma hingað í Aftureldingu. Auðvitað langaði mig alveg líka að reyna fyrir mér í Bestu deildinni en þessi lánssamningur til Aftureldingar var einhvern veginn fullkominn fyrir mig núna. Það hvernig Maggi þjálfari er búinn að setja upp planið. Ég ætla bara að prófa þetta. Mig langar að sjá hvernig þetta er. Þetta er í fyrsta skipti í lífi mínu, fyrir utan það þegar að ég var í fimmta flokki, sem ég er að fara spila á Íslandi. Mér fannst það bara rétt að gera það fyrir félagið sem þetta allt saman byrjaði á.“ Allir í skýjunum Jökull og kærasta hans Thelma Líf Theodórsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman í september næstkomandi.Mynd: Jökull @Instagram „Ég skal bara segja þér það að konan hefur aldrei verið eins jafn glöð í lífi sínu. Að við séum komin hingað. Við eigum von á okkar fyrsta barni núna 3.september. Dóttir á leiðinni. Við erum með alla hérna í Mosfellsbæ. Mamma gæti ekki verið glaðari með þetta. Þegar að mamma er glöð. Þá eru allir glaðir. Við erum mjög ánægð núna. Ég get ekki beðið eftir því að byrja. Það er fyrsti leikur núna á fimmtudaginn á móti Keflavík. Byrjum bara þessa veislu.“ Förum í Bestu deildina Jökull nefnir Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, sem hafði mikið að segja um þá ákvörðun Jökuls að snúa aftur heim. „Auðvitað ýtti Afturelding við þessu. Maggi þjálfari. Ég verð að segja það. Ég ber svo ótrúlega mikla virðingu fyrir honum. Hann er búinn að láta mér líða rosalega vel með það hvað hann getur hjálpað mér með.“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Sigurjón „Hvernig hann sér þennan tíma minn hjá félaginu fyrir sér. Hvað hann vill gera fyrir mig. Þá hugsaði ég með mér: „Það er gæi hérna sem er tilbúinn til að gera gjörsamlega allt fyrir mig. Af hverju ekki?“ Þetta er Afturelding. Klúbburinn sem ég ólst upp í. Förum í Bestu deildina.“ Verið á Englandi frá 13 ára aldri Jökull verður því hér heima á Íslandi út yfirstandandi tímabil. Hann á innan við ár eftir af samningi sínum hjá Reading en hvað tekur við í haust þegar að tímabilinu er lokið hér heima? Jökull í leik með Morecambe á sínum tíma í enska deildarbikarnum.Vísir/Getty „Þetta er sama spurningin og ég hef verið að spyrja sjálfan mig að. Ég hef verið á mála hjá Reading í rúm tíu ár núna. Flutti út til Englands þegar að ég var þrettán ára. Það hefur gengið ótrúlega val. Ég hef spilað mikið undir merkjum Reading en verið sendur á láni í ensku C og D deildina og hef leikið þar fullt af leikjum. Ég er bara ekki viss hvað framtíðin ber í skauti sér. Er bara að skoða valmöguleikana. Kannski er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Fara kannski til Skandinavíu eða eitthvað svipað. En á sama tíma, þegar að við verðum búnir að koma Aftureldingu upp í Bestu deildina, ætla ég að sýna þessum gæjum þarna hjá Reading hvað maður getur. Ég er aldrei hræddur við áskoranir. Hef aldrei verið það og ætla bara að sýna þessum gaurum hvað maður getur.“ En gæti það farið svo að Jökull verði lengur á Íslandi heldur en út yfirstandandi tímabil? „Það fer eftir ýmsu. Sjáum bara hvernig þetta tímabil fer. Sjáum hvernig manni líður. Ég hef verið á Englandi í rosalega langan tíma. Maður saknar fjölskyldu sinnar og vina. En á sama tíma ræður fótboltinn einhvern veginn alltaf. Maður er svo ástfanginn af fótboltanum. Það getur allt gerst. Eina sem kemst að í huga mínum núna er þessi leikur á fimmtudaginn ef ég á að vera hreinskilinn.“ Jökull dvaldi um tíma hjá enska félaginu Carlisle United á lániVísir/Getty Vill fara að festa rætur Eftir að hafa verið á láni hjá mismunandi félögum undanfarin ár er farið að bera á löngun hjá Jökli að festa rætur. „Það er hárrétt hjá þér. Ég farið á láni til fjögurra mismunandi liða síðustu tvö til þrjú ár. Núna er ég orðinn tuttugu og tveggja ára. Ekkert eldgamall. Þegar að maður er nítján til tuttugu ára er það alveg ótrúlega gaman að fara á láni eitthvert. En þegar að maður hefur farið á láni núna trekk í trekk kemur upp þörf til að festa rætur. Sérstaklega núna þegar að það er barn á leiðinni. Það væri best fyrir okkur fjölskylduna. Ég er svo sannarlega að leita að stað sem ég sé sem heimili mitt. Staðurinn minn.“ Viðtalið við Jökul í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Jökull óvænt kominn aftur heim: „Elska pressuna“
Lengjudeild karla Afturelding Besta deild karla Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira