Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Gala­tasaray sækir leik­menn sem Totten­ham hefur ekki not fyrir

    Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jadon Sancho settur út í kuldann og svarar fyrir sig

    Jadon Sancho var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Arsenal í gær. Erik ten Hag, þjálfari United, sagði í viðtali að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Fót­bolti snýst um að gera ekki mis­tök“

    „Við erum svekktir því gerðum allt til að ná í önnur úrslit en fótbolti snýst um að gera ekki mistök. Við gerðum ein og okkur var refsað,“ sagði Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Við verðum bara betri“

    Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að lið sitt verði bara betra þegar fram líði stundir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Egypski auð­kýfingurinn Al Fayed látinn

    Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni.

    Erlent