Man. United missir tvo af sínum betri leikmönnum frítt í sumar Greint hefur verið frá því að framherjinn Alessia Russo og hægri bakvörðurinn Ona Batlle verði ekki áfram í herbúðum kvennaliðs Manchester United. Þetta er mikið högg fyrir félagið en það tryggði sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á nýafstöðnu tímabili. Enski boltinn 16. júní 2023 17:30
Dreymir um að spila fyrir Real Madríd Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag. Enski boltinn 16. júní 2023 16:30
Aðstoðarmaður Guardiola tekur við Leicester Leicester City hefur fundið nýjan knattspyrnustjóra. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Enski boltinn 16. júní 2023 15:31
Gerði undantekningu og endaði með ælu í handtöskuna hjá móður Grealish Rúben Dias, miðvörður Manchester City, drekkur ekki áfengi en gerði undantekningu fyrst lið hans varð Englands-, Evrópu og bikarmeistari nýverið. Það endaði vægast sagt illa fyrir bæði hann sem og handtöskuna sem móðir Jack Grealish var með. Enski boltinn 16. júní 2023 15:00
Stjörnukylfingar að eignast hlut í Leeds Þrír af fremstu kylfingum heims vilja eignast hlut í enska B-deildarfélaginu Leeds United. Golf 16. júní 2023 11:30
Úkraínumaðurinn Zinchenko vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þá segist hann tilbúinn að berjast fyrir land sitt. Fótbolti 16. júní 2023 10:00
Harry Kane færði liðsfélögum sínum brotna plötu að gjöf Harry Kane varð í vor markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins. Harry veit vel að enginn maður er eyland og færði félögum sínum í landsliðinu því brotna plötu sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Fótbolti 15. júní 2023 23:31
Hamrarnir vilja meira fyrir Rice en Skytturnar eru að bjóða Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur neitað fyrsta tilboði Arsenal í enska miðjumanninn Declan Rice. Englandsmeistarar Manchester City fylgjast náið með gangi mála. Enski boltinn 15. júní 2023 13:31
Gordon McQueen látinn Fyrrverandi knattspyrnukappinn Gordon McQueen er látinn sjötugur að aldri. Hann var greindur með heilabilun snemma árs 2021. Enski boltinn 15. júní 2023 13:10
Guardiola gaf starfsfólki City rúmlega 130 milljóna bónus sinn Pep Guardiola gaf starfsfólki Manchester City veglegan bónus sem hann fékk fyrir að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 15. júní 2023 11:31
Manchester United gefst upp á að eltast við Kane Svo virðist sem forráðamenn Manchester United séu búnir að gefast upp á því að eltast við enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane, framherja Tottenham. Fótbolti 15. júní 2023 10:01
Meistararnir byrja titilvörnina gegn Jóa Berg og félögum Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins. Fótbolti 15. júní 2023 09:01
Chelsea hafnaði tilboði Man United í Mount Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri. Enski boltinn 15. júní 2023 08:32
Spilaði kviðslitinn nær allt tímabilið Son Heung-min, framherji Tottenham Hotspur og Suður-Kóreu, hefur greint frá því að hann hafi spilað stóran hluta síðasta tímabils kviðslitinn. Enski boltinn 15. júní 2023 08:00
Banna kaup eins og þau þegar Glazer keypti Man United Eigendur félaga í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa bannað kaup þar sem kaupandi hleður skuldum á félagið sem verið er að kaupa. Hefði slíkt bann verið í gildi árið 2005 hefði Glazer-fjölskyldan aldrei eignast Manchester United. Enski boltinn 15. júní 2023 07:31
James Milner frá Liverpool til Brighton James Milner, miðjumaður Liverpool, fer á frjálsri sölu til Brighton. Hann hefur verið hjá Liverpool í átta ár og er einungis 34 leikjum frá því að slá Gareth Barry við sem leikjahæsta leikmanni ensku Úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Fótbolti 14. júní 2023 17:32
Þriggja ára bann fyrir að gera grín að Hillborough-slysinu Kieron Darlow, 25 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki eftir að hann var fundinn sekur um að gera grín að Hillsborough-slysinu, mannskæðasta breska íþróttatengda slysi sögunnar. Fótbolti 14. júní 2023 16:31
Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð. Enski boltinn 14. júní 2023 16:00
Bjartsýnn Jón Daði framlengir við Bolton Jón Daði Böðvarsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers. Enski boltinn 14. júní 2023 15:31
Djammið tekið sinn toll af Grealish: „Ég er að drepast úr sársauka“ Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er farinn að finna fyrir eftirköstum stífrar drykkju eftir að City vann Evrópumeistaratitilinn um helgina. Enski boltinn 14. júní 2023 12:30
Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. Fótbolti 14. júní 2023 12:01
Heimildirnar frá Katar byggðar á sandi og enn óvíst hver eignast Man United Í gær, þriðjudag, bárust fréttir þess efnis að allt væri klappað og klárt er kæmi að nýjum eiganda enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þær fréttir reyndust þvættingur. Enski boltinn 14. júní 2023 06:00
Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Fótbolti 13. júní 2023 15:01
Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Enski boltinn 13. júní 2023 08:31
Fengu blessun fótboltadoktorsins og fá framhaldslíf í febrúar Leiksýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, sem vakti athygli á nýafstöðnu leikári í Tjarnarbíói, fær framhaldslíf í Borgarleikhúsinu. Ólafur Ásgeirsson, leikari og handritshöfundur, er þakklátur fyrir meðbyrinn og velþóknun helsta doktors Íslendinga í fótboltafræðum. Menning 13. júní 2023 08:28
Sjeikinn sagður eignast Man. Utd Samkvæmt fréttum frá Katar hafa núverandi eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United samþykkt tilboð sjeiksins Jassim bin Hamad al-Thani. Samkvæmt því verður enska félagið brátt alfarið í eigu katarska sjeiksins. Enski boltinn 13. júní 2023 07:59
Verra að missa af HM heldur en að vera dæmdur í átta mánaða bann Ivan Toney, framherji Brentford, var nýverið dæmdur í 8 mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir það verra að hafa ekki verið hluti af enska landsliðshópnum á HM í Katar undir lok síðasta árs en að mega ekki spila og æfa næstu mánuði. Enski boltinn 12. júní 2023 23:31
Ancelotti stefnir Everton fyrir vanefndir Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og núverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur stefnt enska úrvalsdeildarfélaginu vegna vanefnda á almennum viðskiptasamningum og fyrirkomulagi þeirra. Fótbolti 12. júní 2023 16:00
Guardiola kveður eftir tvö ár Pep Guardiola vildi lítið tjá sig um framtíð sína eftir að hafa klárað að vinna þrennuna með Manchester City um helgina, með sigri gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Enski boltinn 12. júní 2023 11:31
Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. Enski boltinn 12. júní 2023 09:01