Gary hefur skrifað undir tveggja ára samning við Bishop Auckland sem leikur í áttundu efstu deild á Englandi.
🚨New Signing! 🚨
— Bishop Auckland FC (@bishopafc) November 1, 2024
We’re thrilled to announce the signing of striker Gary Martin, pending league approval and international clearance. Gary has signed a 2-year deal with us!
He joins us from Icelandic club FC Selfoss, where he has been on loan at Vikingur since April. Gary… pic.twitter.com/I6LReMN8xs
Gary lék nær samfleytt á Íslandi frá 2010 til 2024. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari með liðinu 2012 og 2014. Þá vann Gary Gullskóinn í tvígang, einu sinni sem leikmaður KR og einu sinni sem leikmaður ÍBV.
Á dögunum settist Gary niður með Aroni Guðmundssyni og fór yfir feril sinn á Íslandi. Gary kveðst sáttur með tíma sinn hér á landi og finnst líklegt að hann komi hingað aftur.
„Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili,“ sagði framherjinn.
Víkingur Ó. var síðasta liðið sem Gary lék með hér á landi. Auk þess spilaði hann fyrir ÍA, KR, Víking, Val, ÍBV og Selfoss.