Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 17:19 Chris Wood hefur skorað átta mörk í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. Michael Regan/Getty Images Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig. Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig.
Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira