„Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins“ Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu. Erlent 21. ágúst 2020 06:45
Bannon neitaði sök Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hafa verið handtekinn um borð í snekkju í dag, grunaður um fjárdrátt. Erlent 20. ágúst 2020 23:10
Biður hæstarétt að leyfa sér að blokka að vild á Twitter Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter. Erlent 20. ágúst 2020 19:28
Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Erlent 20. ágúst 2020 15:20
Steve Bannon ákærður fyrir fjárdrátt Steve Bannon, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur ásamt fleirum verið ákærður fyrir fjárdrátt. Erlent 20. ágúst 2020 13:52
Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. Erlent 20. ágúst 2020 11:50
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Erlent 20. ágúst 2020 11:07
Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Erlent 20. ágúst 2020 07:58
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Erlent 19. ágúst 2020 12:26
Trump gagnrýndur fyrir að ætla að náða Susan B Anthony Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Erlent 18. ágúst 2020 21:27
Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Erlent 18. ágúst 2020 14:53
Segir Trump ekki valda starfinu Michelle Obama fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna sendi í gærkvöldi frá sér ávarp sem spilað var á flokksþingi Demókrata sem að mestu fer fram á netinu. Erlent 18. ágúst 2020 06:49
Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Erlent 17. ágúst 2020 06:50
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Erlent 16. ágúst 2020 23:07
Votta Trump samúð sína Joe Biden forsetaframbjóðandi og Kamala Harris, varaforsetaefni hans, hafa vottað Donald Trump Bandaríkjaforseta samúð sína. Erlent 16. ágúst 2020 14:05
Trump íhugar að náða Edward Snowden Donald Trump sagði í gær að hann væri að íhuga að náða uppljóstrarann Edward Snowden, sem nú er búsettur í Rússlandi. Erlent 16. ágúst 2020 09:37
Litli bróðir Donald Trump látinn Robert Trump, yngri bróðir Donald Trump Bandaríkjaforseta, er látinn 71 árs að aldri. Erlent 16. ágúst 2020 08:21
Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi. Erlent 15. ágúst 2020 07:57
Fordæma ummæli Trumps um Harris Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Erlent 14. ágúst 2020 22:54
Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. Erlent 14. ágúst 2020 06:48
Banna leiguflug milli Bandaríkjanna og Kúbu Bandaríkjastjórn hefur bannað öll leiguflug frá landinu til eyríkisins Kúbu í Karíbahafi og setur þar með enn meiri þrýsting á ríkisstjórn Raúl Castro. Erlent 13. ágúst 2020 23:54
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. Erlent 13. ágúst 2020 22:00
Ísrael og furstadæmin ná sögulegu samkomulagi Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Erlent 13. ágúst 2020 16:22
Vill meira vatnsflæði í sturturnar því hárið þarf að vera fullkomið Ríkisstjórn Bandaríkjanna íhugar nú að slaka á reglum sem segja til um hversu mikið vatnsmagn má flæða um sturtur, eftir kvörtun frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vill auka leyfilegt vatnsmagn í sturtunum þar sem hárið hans þurfi að vera fullkomið. Erlent 13. ágúst 2020 09:02
Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Erlent 12. ágúst 2020 20:04
Yfirgaf pontu vegna skotárásar en sneri fljótt aftur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf óvænt pontu í Hvíta húsinu skömmu eftir að hann hóf blaðamannafund vegna heimsfaraldurs Covid-19. Erlent 10. ágúst 2020 22:46
Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Erlent 8. ágúst 2020 08:03
Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Erlent 7. ágúst 2020 21:30
Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Erlent 7. ágúst 2020 07:39
Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Erlent 6. ágúst 2020 22:43