Ætlar að hitta kónginn í dag Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 09:39 Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Facebook Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. Upprunalega átti Egede að funda með Friðrik konungi klukkan tíu í dag, að dönskum tíma, en nú á nýr fundur að eiga sér stað klukkan tvö, samkvæmt frétt DR. Það er klukkan eitt að íslenskum tíma. Það að hætt var við fund Egeda og Friðriks á mánudaginn var af mörgum talið vandræðalegt fyrir kónginn. Sjá einnig: Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Fundurinn mun fara fram í skugga ummæla Trumps frá því í gær þegar hann hótaði því að beita Dani umfangsmiklum tollum til að þvinga þá til að láta Grænland af hendi og neitaði að útiloka að beita hervaldi til að öðlast eyjuna. Sjá einnig: Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Blaðamaður DR náði tali af Egede þegar hann lenti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann sagðist líta ummæli Trumps alvarlegum augum. Að öðru leyti tjáði hann sig lítið um ummælin. Áður en Trump neitaði að útiloka hernaðaríhlutun skrifaði Egeda á Facebook að Grænland tilheyrði Grænlendingum. Framtíð Grænlendinga og barátta þeirra um sjálfstæði væri þeirra mál en öðrum, eins og Dönum og Bandaríkjamönnum, væri frjálst að hafa skoðun á stöðu Grænlands. Hann sagði unnið að því á hverjum degi að gera Grænland sjálfstætt og Grænlendingar gætu og ættu að vinna með öðrum ríkjum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló á svipaða strengi í gær og sagði framtíð Grænlands vera í höndum Grænlendinga. Öll umræða um hana eigi að hefjast og enda í Nuuk. Fréttin hefur verið uppfærð vaðrandi tímamuninn á Íslandi og Danmörku. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Upprunalega átti Egede að funda með Friðrik konungi klukkan tíu í dag, að dönskum tíma, en nú á nýr fundur að eiga sér stað klukkan tvö, samkvæmt frétt DR. Það er klukkan eitt að íslenskum tíma. Það að hætt var við fund Egeda og Friðriks á mánudaginn var af mörgum talið vandræðalegt fyrir kónginn. Sjá einnig: Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Fundurinn mun fara fram í skugga ummæla Trumps frá því í gær þegar hann hótaði því að beita Dani umfangsmiklum tollum til að þvinga þá til að láta Grænland af hendi og neitaði að útiloka að beita hervaldi til að öðlast eyjuna. Sjá einnig: Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Blaðamaður DR náði tali af Egede þegar hann lenti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann sagðist líta ummæli Trumps alvarlegum augum. Að öðru leyti tjáði hann sig lítið um ummælin. Áður en Trump neitaði að útiloka hernaðaríhlutun skrifaði Egeda á Facebook að Grænland tilheyrði Grænlendingum. Framtíð Grænlendinga og barátta þeirra um sjálfstæði væri þeirra mál en öðrum, eins og Dönum og Bandaríkjamönnum, væri frjálst að hafa skoðun á stöðu Grænlands. Hann sagði unnið að því á hverjum degi að gera Grænland sjálfstætt og Grænlendingar gætu og ættu að vinna með öðrum ríkjum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló á svipaða strengi í gær og sagði framtíð Grænlands vera í höndum Grænlendinga. Öll umræða um hana eigi að hefjast og enda í Nuuk. Fréttin hefur verið uppfærð vaðrandi tímamuninn á Íslandi og Danmörku.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02