Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eigin­konu sinni

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni.

Innlent
Fréttamynd

Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. 

Innlent
Fréttamynd

Systurnar loks lausar allra mála í Sjólaskipamálinu

Systur sem kenndar hafa verið við útgerðina Sjólaskip voru á dögunum sýknaðar af ákæru um skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. maí en hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ríkissaksóknari ætlar ekki að áfrýja dómnum. Málaferlin hafa staðið yfir í áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu.

Innlent
Fréttamynd

Kona dæmd vegna bana­slyss á Þing­valla­vegi árið 2018

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í fimm mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir kynferðislegt áreiti

Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu fyrir utan skemmtistað. Þá er honum jafnframt gert að greiða þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng konunnar, en hann var sýknaður af þeirri ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Sak­felldir fyrir fjár­svik gagn­vart Bau­haus

Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta.

Innlent
Fréttamynd

Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á ís­lenska ferða­menn

Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu.

Erlent