Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2022 13:59 Tryggvi Rúnar er einn skipuleggjenda samstöðufundarins með Erlu Bolladóttur. Hér er hann að ávarpa viðstadda á Austurvelli. Stöð 2/Ívar Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. Endurupptökudómur synjaði í síðasta mánuði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á dómi frá árinu 1980 fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin og lauk þar með baráttu hennar fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ sagði Erla Bolladóttir við fréttastofu eftir niðurstöðuna en hún greindi einnig frá því að hún hafi greinst með ólæknandi krabbamein. „Ég á enga ósk heitari, hvað mig persónulega varðar, en að þetta mál fái sín endalok og fari bara fram formleg jarðarför á þessu öllu saman en það gerist ekki fyrr en að réttlæti kemur fram,“ sagði Erla í síðasta mánuði. Tryggvi Rúnar Brynjarsson, dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir þetta líklega eitt mesta hneykslið í málinu á þessari öld. „Nú eru margar fjölskyldur í þessu máli búin að fá einhvers konar réttlæti, einhvern hluta af réttlæti, en enn þá ætlar ríkisvaldið og allar valdastofnanir að halda ábyrgðinni og skömminni á henni. Þetta getum við hin inni í málinu bara ekki sætt okkur við, þá er ekki komið neitt réttlæti í þessu máli,“ segir Tryggvi. Stöð 2/Ívar Nauðsynlegt að gera málið upp Nokkur hundruð manns hafa á samfélagsmiðlum meldað sig á samstöðufund á Austurvelli klukkan tvö í dag. „Þetta snýst smá um söguna, hvaðan við erum komin, en líka viljum við gera kröfu til þess að valdhafar geri eitthvað, að þeir upplifi ekki að þetta geti verið einhver endalok á þessu máli, að hafa bara hent málinu hennar Erlu Bolladóttur út,“ segir Tryggvi. Þá vilja þau endurvekja tillögu um óháða rannsóknarnefnd Alþingis, sem fulltrúar fimm fjölskyldna dómþola studdu á sínum tíma, en auk Erlu voru Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Cieselski sakfelldir fyrir rangar sakargiftir á sínum tíma. „[Nefndin] átti að fara sérstaklega í þennan hluta, hinar röngu sakargiftir. Við viljum endurvekja þessa tillögu og þessa hugmynd um rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í þetta mál og til að geta gengið frá þessu í eitt skipti fyrir öll,“ segir Tryggvi. Hann bindur vonir við að stjórnvöld sjái að sér en eitthvað þurfi að gerast til að bæta úr langri sögu þöggunar. „Ég trúi því ekki að valdhafar, ég trúi því ekki að þingmenn, ég trúi því ekki að stjórnvöld eigi eftir að halda áfram að setja sig upp á móti raunverulegu uppgjöri. Ég held að þau muni sjá það og skilja það að það er nauðsynlegt að gera þetta mál alveg upp,“ segir Tryggvi Rúnar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Dómstólar Reykjavík Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 „Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Endurupptökudómur synjaði í síðasta mánuði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á dómi frá árinu 1980 fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin og lauk þar með baráttu hennar fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ sagði Erla Bolladóttir við fréttastofu eftir niðurstöðuna en hún greindi einnig frá því að hún hafi greinst með ólæknandi krabbamein. „Ég á enga ósk heitari, hvað mig persónulega varðar, en að þetta mál fái sín endalok og fari bara fram formleg jarðarför á þessu öllu saman en það gerist ekki fyrr en að réttlæti kemur fram,“ sagði Erla í síðasta mánuði. Tryggvi Rúnar Brynjarsson, dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir þetta líklega eitt mesta hneykslið í málinu á þessari öld. „Nú eru margar fjölskyldur í þessu máli búin að fá einhvers konar réttlæti, einhvern hluta af réttlæti, en enn þá ætlar ríkisvaldið og allar valdastofnanir að halda ábyrgðinni og skömminni á henni. Þetta getum við hin inni í málinu bara ekki sætt okkur við, þá er ekki komið neitt réttlæti í þessu máli,“ segir Tryggvi. Stöð 2/Ívar Nauðsynlegt að gera málið upp Nokkur hundruð manns hafa á samfélagsmiðlum meldað sig á samstöðufund á Austurvelli klukkan tvö í dag. „Þetta snýst smá um söguna, hvaðan við erum komin, en líka viljum við gera kröfu til þess að valdhafar geri eitthvað, að þeir upplifi ekki að þetta geti verið einhver endalok á þessu máli, að hafa bara hent málinu hennar Erlu Bolladóttur út,“ segir Tryggvi. Þá vilja þau endurvekja tillögu um óháða rannsóknarnefnd Alþingis, sem fulltrúar fimm fjölskyldna dómþola studdu á sínum tíma, en auk Erlu voru Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Cieselski sakfelldir fyrir rangar sakargiftir á sínum tíma. „[Nefndin] átti að fara sérstaklega í þennan hluta, hinar röngu sakargiftir. Við viljum endurvekja þessa tillögu og þessa hugmynd um rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í þetta mál og til að geta gengið frá þessu í eitt skipti fyrir öll,“ segir Tryggvi. Hann bindur vonir við að stjórnvöld sjái að sér en eitthvað þurfi að gerast til að bæta úr langri sögu þöggunar. „Ég trúi því ekki að valdhafar, ég trúi því ekki að þingmenn, ég trúi því ekki að stjórnvöld eigi eftir að halda áfram að setja sig upp á móti raunverulegu uppgjöri. Ég held að þau muni sjá það og skilja það að það er nauðsynlegt að gera þetta mál alveg upp,“ segir Tryggvi Rúnar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Dómstólar Reykjavík Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 „Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29
„Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25