Máttu nota uppfinningu nýsköpunarstjóra Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 13:24 ÍSOR kemur meðal annars að verkefni í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum. Málið var höfðað þann 18. mars síðastliðinn og dómtekið 21. september. Dómur var síðan uppkveðinn í dag. Forsagan er sú að maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) en starf hans var lagt niður í janúar á síðasta ári. Í samningi milli málsaðila sem ber yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“ var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi hjá ÍSOR. Tvö einkaleyfi Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Fyrir héraðsdómi Reykjaness var deilt um grein 3.8 í áðurnefndum eignarupplýsingasamningi. Þar er fjallað um endurgjald fyrir uppfinningar starfsmannsins. Upphaf ákvæðisins hljóðar svo: Komi í ljós við hagnýtingu uppfinningar af hálfu stefnda, hvort heldur er með framsali hennar til þriðja aðila, leyfisveitingu eða hvers kyns annarri nýtingu uppfinningarinnar að nettóhagnaður vegna hennar sé að mun meira en nemur kostnaði við gerð uppfinningarinnar og kostnaði við öflun einkaleyfa vegna hennar, skuli starfsmaður eða fyrrverandi starfsmaður eiga rétt til hæfilegs endurgjalds vegna þátttöku í gerð uppfinningarinnar samkvæmt því er greinir í þessari grein. Starfsmaðurinn taldi að viðbótarstyrkur sem ÍSOR fékk frá ESB fyrir svokallað DEEPEGS-verkefni teldist sem nettóhagnaður. Í verkefninu var notast við uppfinningar starfsmannsins. Viðbótarstyrkurinn hljóðar upp á 114.185 evrur og vildi starfsmaðurinn fá greiddan þriðjung af þeirri upphæð, 38.061 evru. Að mati Héraðsdóms tókst starfsmanninum ekki að sanna að viðbótarstyrkurinn teljist til nettóhagnaðar. Því var ÍSOR sýkn af kröfum hans. Manninum er gert að greiða ÍSOR tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Hér má lesa dóminn í heild sinni. Dómsmál Orkumál Jarðhiti Nýsköpun Höfundarréttur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Málið var höfðað þann 18. mars síðastliðinn og dómtekið 21. september. Dómur var síðan uppkveðinn í dag. Forsagan er sú að maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) en starf hans var lagt niður í janúar á síðasta ári. Í samningi milli málsaðila sem ber yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“ var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi hjá ÍSOR. Tvö einkaleyfi Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Fyrir héraðsdómi Reykjaness var deilt um grein 3.8 í áðurnefndum eignarupplýsingasamningi. Þar er fjallað um endurgjald fyrir uppfinningar starfsmannsins. Upphaf ákvæðisins hljóðar svo: Komi í ljós við hagnýtingu uppfinningar af hálfu stefnda, hvort heldur er með framsali hennar til þriðja aðila, leyfisveitingu eða hvers kyns annarri nýtingu uppfinningarinnar að nettóhagnaður vegna hennar sé að mun meira en nemur kostnaði við gerð uppfinningarinnar og kostnaði við öflun einkaleyfa vegna hennar, skuli starfsmaður eða fyrrverandi starfsmaður eiga rétt til hæfilegs endurgjalds vegna þátttöku í gerð uppfinningarinnar samkvæmt því er greinir í þessari grein. Starfsmaðurinn taldi að viðbótarstyrkur sem ÍSOR fékk frá ESB fyrir svokallað DEEPEGS-verkefni teldist sem nettóhagnaður. Í verkefninu var notast við uppfinningar starfsmannsins. Viðbótarstyrkurinn hljóðar upp á 114.185 evrur og vildi starfsmaðurinn fá greiddan þriðjung af þeirri upphæð, 38.061 evru. Að mati Héraðsdóms tókst starfsmanninum ekki að sanna að viðbótarstyrkurinn teljist til nettóhagnaðar. Því var ÍSOR sýkn af kröfum hans. Manninum er gert að greiða ÍSOR tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Dómsmál Orkumál Jarðhiti Nýsköpun Höfundarréttur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent