Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 11:38 Flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, á flugvellinum í Dyflinni á mánudagskvöld. Ekki munaði miklu að óþekktir drónar flygju í veg fyrir hana á leið hennar til lendingar á Írlandi. Vísir/Getty Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Írskir fjölmiðlar greina frá uppákomunni sem átti sér stað þegar Selenskí flaug til Dyflinnar seint á mánudagskvöld. Flugvélin hafi verið á undan áætlun. Drónarnir hafi skorið feril forsetaflugvélarinnar á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði átt að vera ef hún hefði verið á áætlun. Flygildin eru svo sögð hafa hringsólað yfir skipi írska sjóhersins sem hafði verið komið fyrir á Írlandshafi á laun vegna heimsóknar úkraínska forsetans. Atvikið hafi átt sér stað innan tólf mílna landhelgi Írlands. Heimildir The Journal á Írlandi herma að drónarnir hafi tekið á loft norðaustur af Dyflinni og að þeir hafi verið á flugi í um tvær klukkustundir. Til rannsóknar sé hvort þeim hafi verið flogið af landi eða af óþekktu skipi undan ströndum Írlands. Írska leyniþjónustan telur að drónarnir hafi verið afar stórir, fokdýrir og af hernaðargerð. Mögulegt sé að flokka uppákomuna sem óhefðbundna hernaðaraðgerð. Ákveðið var að skjóta drónana ekki niður en írska herskipið var vanbúið til þess að óvirkja þá á annan hátt. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð í Evrópu á undanförnum vikum og mánuðum. Kveikt var á ljósum drónanna sem þykir benda til þess að þeim hafi verið ætlað að trufla ferð Selenskí. Drónaflugið hefur verið tengt við svonefnda fjölþátta ógn eða óhefðbundinn hernað Rússa gegn Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum. Úkraína Hernaður Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Írland Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08 Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09 Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Írskir fjölmiðlar greina frá uppákomunni sem átti sér stað þegar Selenskí flaug til Dyflinnar seint á mánudagskvöld. Flugvélin hafi verið á undan áætlun. Drónarnir hafi skorið feril forsetaflugvélarinnar á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði átt að vera ef hún hefði verið á áætlun. Flygildin eru svo sögð hafa hringsólað yfir skipi írska sjóhersins sem hafði verið komið fyrir á Írlandshafi á laun vegna heimsóknar úkraínska forsetans. Atvikið hafi átt sér stað innan tólf mílna landhelgi Írlands. Heimildir The Journal á Írlandi herma að drónarnir hafi tekið á loft norðaustur af Dyflinni og að þeir hafi verið á flugi í um tvær klukkustundir. Til rannsóknar sé hvort þeim hafi verið flogið af landi eða af óþekktu skipi undan ströndum Írlands. Írska leyniþjónustan telur að drónarnir hafi verið afar stórir, fokdýrir og af hernaðargerð. Mögulegt sé að flokka uppákomuna sem óhefðbundna hernaðaraðgerð. Ákveðið var að skjóta drónana ekki niður en írska herskipið var vanbúið til þess að óvirkja þá á annan hátt. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð í Evrópu á undanförnum vikum og mánuðum. Kveikt var á ljósum drónanna sem þykir benda til þess að þeim hafi verið ætlað að trufla ferð Selenskí. Drónaflugið hefur verið tengt við svonefnda fjölþátta ógn eða óhefðbundinn hernað Rússa gegn Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum.
Úkraína Hernaður Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Írland Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08 Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09 Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08
Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09
Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03