Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Síbrotamaður sem rauf einangrun áfram í varðhaldi

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður rauf einangrun vegna Covid-19 og sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Alls er lögregla með sautján mál tengd manninum til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Reið­hjóla­slys varð til þess að SÍ endur­skoðar bætur aftur­virkt

Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir allar ákvarðanir sem teknar hafa verið síðustu fjögur árin sem tengjast bótagreiðslum úr sjúklinga- og slysatryggingum vegna miska eða læknisfræðilegrar örorku. Tilefnið er dómur Hæstaréttar frá því í sumar, þar sem tekist var á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss árið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Lögin loks farin að virka og fleiri mál komin í kæruferli

Tvö mál eru nú til rannsóknar og komin í kæruferli vegna óviðunandi brunavarna en í sumar féll dómur í sambærilegu máli. Þetta kom fram í erindi fagstjóra forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á námstefnunni Á vakt fyrir Ísland, en málin sem kærð hafa verið eru talin mjög alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir morðið á þingmanninum

Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Anton Kristinn og sakborningar féllust í faðma

Anton Kristinn Þórarinsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í Rauðagerðismálinu en var ekki ákærður, fagnaði með sakborningum sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Anton féllst í faðma með ákærðu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu hendur í hári stórtæks síbrotamanns eftir árekstur og afstungu

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að stórtækur þjófur með langan brotaferil að baki skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember næstkomandi. Samtals er 31 opið mál á borði lögreglu sem tengist manninum.  Lögregla handsamaði manninn á stolnum bíl eftir árekstur og afstungu.

Innlent
Fréttamynd

„Það verða eftirmálar af þessu“

 Oddgeir Einarsson, lögmaður Angjelin Sterkaj, segir fangelsisdóm í málinu gegn honum í takt við væntingar, þar sem hann hafði játað morðið á Armando Beqirai. Verjandi Murat Selivrada var afar harðorður í garð ákæruvaldsins og sagði málinu ekki lokið.

Innlent
Fréttamynd

Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi

Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Sorpa og Björn ná sáttum

Sorpa mun greiða Birni Halldórssoni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, laun í sex mánuði til viðbótar auk lögfræðikostnaðar sem hluti af sátt eftir að Björn höfðaði mál gegn Sorpu vegna uppsagnar sinnar á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp í dag

Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.

Innlent
Fréttamynd

Dómur kveðinn upp í Rauða­gerðis­málinu á morgun

Dómur verður kveðinn upp í Rauðagerðismálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 8:50 í fyrramálið. Fjórir eru ákærðir í málinu þeirra á meðal Angjelin Sterkaj sem er sakaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Um­talað of­beldis­mál fékk ekki leyfi frá Hæsta­rétti

Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar.

Innlent