Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 15:14 Landsréttur kvað upp dóm sinn í upphafi árs. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins. Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira