Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2023 07:02 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Íbúi í einbýlishúsi í Hjallahverfi Kópavogs hefur þrjá mánuði til þess að klippa trjágróður í trjálundi við húsið og á lóðamörkum við nærliggjandi parhús niður í ákveðna hæð, ella sæta dagsektum, eftir að nágrannaerjur um hæð gróðursins fóru fyrir dóm. Íbúinn þarf jafn framt að greiða nágrönnum sínum 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Tilraunir til sátta báru ekki árangur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í málinu, sem kveðinn var upp í fyrradag. Í honum má lesa að íbúar í parhúsunum, sem eiga lóðamörk að umræddu einbýlishúsi, í götunni fyrir neðan, hafi kvartað yfir hæð trjánna, sem mynda myndarlegan trjálund, og talið trén hindra útsýni og birtu. Tilraunir til viðræðna báru ekki árangur Tilraunir þeirra til viðræðna við eiganda einbýlishússins, þar sem meðal annars var boðist til að lækka trjágróðurinn á eigin kostnað, hafi ekki skilað árangri. Eigendum parhúsanna hafi því verið nauðugur einn kostur að höfða mál til að fá trén grisjuð eða felld. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að sáttaviðræður fyrir aðalmeðferð málsins hafi ekki skilað árangri. Eigendur parhúsanna byggðu mál sitt á því að á lóðamörkum lóðanna og inn á lóð einbýlishússins væri mikið af hávöxnum trjágróðri. Hæstu trén væru meðal annars hærri en parhúsin, jafn vel þótt að þau stæðu hærra í landinu. Flest með toppa í 60 metra hæð yfir sjávarmáli Dómkvaddur matsmaður mat það svo að trén væru með flest með toppa í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Töldu eigendur parhúsanna að hæð og umfang trjágróðursins á lóð einbýlishússins skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra. Þetta hefði í för með sér veruleg og viðvarandi óþægindi og kæmi í veg fyrir að þau gætu notið sólar, birtu og útsýnis án skerðingar. Eins og sjá má eru trén orðin bísna há. Íbúar fasteignarinnar sem sér hér á myndinni til vinstri tengdust málinu ekki.Vísir/Vilhelm Var einnig vísað í gildandi byggingarreglugerð sem kveður á um að tré við lóðamörk megi ekki vera hærri en 1,8 metri að hæð, auk þess að ekki megi planta hávöxnum trjám nær lóðamörkum en fjóra metra. Þá sé einnig skilt að staðsetja tré, sem ætlunin sé að láta vaxa frjáls, með tilliti til skuggavarps á nágrannalóðum. Fóru eigendur parhúsanna fram á það að eiganda einbýlishússins yrði gert skylt að fjarlægja eða klippa trjágróður sem gróðursettur hefur verið á lóðinni innan við fjóra metra frá mörkum lóðanna þannig að hann stæði ekki hærra en 1,8 metra frá jörðu. Þá kröfðust þau einnig að eigenda einbýlishússins yrði gert skylt að klippa og snyrta öll tré sem gróðursett hafi verið á lóðinni niður í hæð sem samsvaraði 54 metrum yfir sjávarmáli. Benti á að trjágróðurinn hafi verið til staðar þegar eigendur parhúsanna festu kaup á fasteignunum Eigandi einbýlishúsins krafðist hins vegar sýknu í málinu. Taldi viðkomandi að umræddur gróður veitti skjól og náttúruunað, auk þess sem að hann setti ræktarlegan svip á hverfið. Taldi viðkomandi að það gæti ekki staðiðst að nær algerlega skyggi á dagsbirtu, sól og útsýni nágrannanna. Var einnig bent á að umræddur trjágróður hafi verið til staðar þegar eigendur parhúsanna festu kaup á þeim. Þau hafi því hlotið að vita af umræddum trjágróðri. Þá hafi trén staðið á lóðinni áratugum saman. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi ReykjanessVísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að í síðastliðnum marsmánuði hafi eigandi einbýlishússins undirritað nýjan lóðarleigusamning við Kópavogsbæ og þar með skuldbundið sig til að hlíta deiliskipulagsskilmálum og samþykktum sem taki meðal annars á frágangi lóðar. Útsýni og skuggavarp metið í vettvangsskoðun Þar er einnig vikið að því að farið hafi verið í vettvangsskoðun við aðalmeðferð málsins. Þar hafi meðal annars sést að þegar staðið væri á svölum parhúsanna væri hæð trjánna komin langt upp fyrir húsin, líkt og það er orðað í dómi héraðdóms. Skerði þau algjörlega útsýni til suðurs og vesturs. Segir í dómi héraðsdóms að þar sem eigandi einbýlishússins hafi undirritað nýjan lóðaleigusamning hafi hann gengist undir sjónarmið í þeirri byggingarreglugerð sem eigendur parhúsanna vísuðu til um hæð trjágróðurs við lóðamörk. Þá taldi dómurinn að eigandinn hafi ekki sýnt fram á að hagsmunir hans af óbreyttu ástandi væru meiri en hagsmunir eigenda parhúsanna. Þó fellst dómurinn á það að hærri gróður veiti meira skjól og að tilfinningar tengdar gróðrinum kunni að vera miklar. Ljóst að gróðurinn vaxi frjáls Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki verði annað séð en að umræddur trjágróður vaxi frjáls á allri lóðinni. Vísar dómurinn í ákvæði í umræddri byggingarreglugerð um að staðsetja skuli slíkan gróður með tilliti til skuggavarps. Telur dómurinn að eigendur parhússins hafi sýnt fram á að skuggavarp frá trjánum á lóð einbýlishússins sé slíkt að eigendur parhússins njóti ekki sólar nema að takmörkuðu leyti. Dómurinn féllst þó ekki á þá kröfu eigenda parhúsanna að trjágróður sem gróðursettur hafi verið innan við fjórum metrum frá lóðamörkunum yrði fjarlægður. Taldi dómurinn að sú krafa gengi lengra en ráð var gert fyrir í umræddri byggingarreglugerð. Dómurinn taldi sig gæta meðalhófs Niðurstaða dómsins var því að taka varakröfu eiganda parhúsanna til greina, þó þannig að hæð trjá við lóðamörk skuli ekki vera meiri en 46,8 metra yfir sjávarmáli. Í því fellst að trjágróður geti verið í 1,8 metra hæð yfir gólfi neðri plötu parhúsanna og halli þaðan með 53 gráðu halla fjórum metrum frá lóðamörkum í 54 metra hæð yfir sjávarmáli. Þá er það niðurstaða dómsins að trá á lóðinni skuli að öðru leyti ekki vera hærri en 54 metra hæð yfir sjávarmáli. Telur dómurinn að með þessu sé gætt meðalhófs þannig að tré geti verið hærri en 1,8 metrar, þótt þau standi innan fjögurra metra frá lóðamörkum, vegna hæðarmismunar lóðanna. Hefur eigandi einbýlishússins þrjá mánuði til að klippa umræddan trjágróður með þessum hætti, ella sæta 35 þúsund króna dagsektum. Þá þarf hann að greiða eigendum parhúsanna 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Nágrannadeilur Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í málinu, sem kveðinn var upp í fyrradag. Í honum má lesa að íbúar í parhúsunum, sem eiga lóðamörk að umræddu einbýlishúsi, í götunni fyrir neðan, hafi kvartað yfir hæð trjánna, sem mynda myndarlegan trjálund, og talið trén hindra útsýni og birtu. Tilraunir til viðræðna báru ekki árangur Tilraunir þeirra til viðræðna við eiganda einbýlishússins, þar sem meðal annars var boðist til að lækka trjágróðurinn á eigin kostnað, hafi ekki skilað árangri. Eigendum parhúsanna hafi því verið nauðugur einn kostur að höfða mál til að fá trén grisjuð eða felld. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að sáttaviðræður fyrir aðalmeðferð málsins hafi ekki skilað árangri. Eigendur parhúsanna byggðu mál sitt á því að á lóðamörkum lóðanna og inn á lóð einbýlishússins væri mikið af hávöxnum trjágróðri. Hæstu trén væru meðal annars hærri en parhúsin, jafn vel þótt að þau stæðu hærra í landinu. Flest með toppa í 60 metra hæð yfir sjávarmáli Dómkvaddur matsmaður mat það svo að trén væru með flest með toppa í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Töldu eigendur parhúsanna að hæð og umfang trjágróðursins á lóð einbýlishússins skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra. Þetta hefði í för með sér veruleg og viðvarandi óþægindi og kæmi í veg fyrir að þau gætu notið sólar, birtu og útsýnis án skerðingar. Eins og sjá má eru trén orðin bísna há. Íbúar fasteignarinnar sem sér hér á myndinni til vinstri tengdust málinu ekki.Vísir/Vilhelm Var einnig vísað í gildandi byggingarreglugerð sem kveður á um að tré við lóðamörk megi ekki vera hærri en 1,8 metri að hæð, auk þess að ekki megi planta hávöxnum trjám nær lóðamörkum en fjóra metra. Þá sé einnig skilt að staðsetja tré, sem ætlunin sé að láta vaxa frjáls, með tilliti til skuggavarps á nágrannalóðum. Fóru eigendur parhúsanna fram á það að eiganda einbýlishússins yrði gert skylt að fjarlægja eða klippa trjágróður sem gróðursettur hefur verið á lóðinni innan við fjóra metra frá mörkum lóðanna þannig að hann stæði ekki hærra en 1,8 metra frá jörðu. Þá kröfðust þau einnig að eigenda einbýlishússins yrði gert skylt að klippa og snyrta öll tré sem gróðursett hafi verið á lóðinni niður í hæð sem samsvaraði 54 metrum yfir sjávarmáli. Benti á að trjágróðurinn hafi verið til staðar þegar eigendur parhúsanna festu kaup á fasteignunum Eigandi einbýlishúsins krafðist hins vegar sýknu í málinu. Taldi viðkomandi að umræddur gróður veitti skjól og náttúruunað, auk þess sem að hann setti ræktarlegan svip á hverfið. Taldi viðkomandi að það gæti ekki staðiðst að nær algerlega skyggi á dagsbirtu, sól og útsýni nágrannanna. Var einnig bent á að umræddur trjágróður hafi verið til staðar þegar eigendur parhúsanna festu kaup á þeim. Þau hafi því hlotið að vita af umræddum trjágróðri. Þá hafi trén staðið á lóðinni áratugum saman. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi ReykjanessVísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að í síðastliðnum marsmánuði hafi eigandi einbýlishússins undirritað nýjan lóðarleigusamning við Kópavogsbæ og þar með skuldbundið sig til að hlíta deiliskipulagsskilmálum og samþykktum sem taki meðal annars á frágangi lóðar. Útsýni og skuggavarp metið í vettvangsskoðun Þar er einnig vikið að því að farið hafi verið í vettvangsskoðun við aðalmeðferð málsins. Þar hafi meðal annars sést að þegar staðið væri á svölum parhúsanna væri hæð trjánna komin langt upp fyrir húsin, líkt og það er orðað í dómi héraðdóms. Skerði þau algjörlega útsýni til suðurs og vesturs. Segir í dómi héraðsdóms að þar sem eigandi einbýlishússins hafi undirritað nýjan lóðaleigusamning hafi hann gengist undir sjónarmið í þeirri byggingarreglugerð sem eigendur parhúsanna vísuðu til um hæð trjágróðurs við lóðamörk. Þá taldi dómurinn að eigandinn hafi ekki sýnt fram á að hagsmunir hans af óbreyttu ástandi væru meiri en hagsmunir eigenda parhúsanna. Þó fellst dómurinn á það að hærri gróður veiti meira skjól og að tilfinningar tengdar gróðrinum kunni að vera miklar. Ljóst að gróðurinn vaxi frjáls Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki verði annað séð en að umræddur trjágróður vaxi frjáls á allri lóðinni. Vísar dómurinn í ákvæði í umræddri byggingarreglugerð um að staðsetja skuli slíkan gróður með tilliti til skuggavarps. Telur dómurinn að eigendur parhússins hafi sýnt fram á að skuggavarp frá trjánum á lóð einbýlishússins sé slíkt að eigendur parhússins njóti ekki sólar nema að takmörkuðu leyti. Dómurinn féllst þó ekki á þá kröfu eigenda parhúsanna að trjágróður sem gróðursettur hafi verið innan við fjórum metrum frá lóðamörkunum yrði fjarlægður. Taldi dómurinn að sú krafa gengi lengra en ráð var gert fyrir í umræddri byggingarreglugerð. Dómurinn taldi sig gæta meðalhófs Niðurstaða dómsins var því að taka varakröfu eiganda parhúsanna til greina, þó þannig að hæð trjá við lóðamörk skuli ekki vera meiri en 46,8 metra yfir sjávarmáli. Í því fellst að trjágróður geti verið í 1,8 metra hæð yfir gólfi neðri plötu parhúsanna og halli þaðan með 53 gráðu halla fjórum metrum frá lóðamörkum í 54 metra hæð yfir sjávarmáli. Þá er það niðurstaða dómsins að trá á lóðinni skuli að öðru leyti ekki vera hærri en 54 metra hæð yfir sjávarmáli. Telur dómurinn að með þessu sé gætt meðalhófs þannig að tré geti verið hærri en 1,8 metrar, þótt þau standi innan fjögurra metra frá lóðamörkum, vegna hæðarmismunar lóðanna. Hefur eigandi einbýlishússins þrjá mánuði til að klippa umræddan trjágróður með þessum hætti, ella sæta 35 þúsund króna dagsektum. Þá þarf hann að greiða eigendum parhúsanna 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins.
Nágrannadeilur Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent