„Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2023 21:09 Hinir kærðu eru feðgar og samkvæmt frásögn brotaþolanum í málinu er áreitið og ofbeldið tilkomið vegna meintra ásakana um kynferðisbrot brotaþola í garð fjölskyldumeðlims. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann á hendur manni sem ítrekað hefur haft uppi grófar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, í garð annars manns og fjölskyldu hans. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði annan mann í nálgunarbann vegna málsins og er sá hinn sami grunaður um að hafa ráðist á brotaþolann í október síðastliðnum. Landsréttur felldi þann úrskurð hins vegar úr gildi. Hinir kærðu eru feðgar og samkvæmt frásögn brotaþolans í málinu er áreitið og ofbeldið tilkomið vegna meintra ásakana um kynferðisbrot brotaþola í garð fjölskyldumeðlims. „Mundu að ég á ekki erfitt með að sitja í fangelsi“ Í skilaboðum sem hinn ákærði sendi á brotaþolann þann 27. ágúst síðastliðinn segir meðal annars: „Ef ég næ þér einn daginn þá pynta ég þig þangað til þú ert dauður. Og það sama mun ganga yfir foreldra þína. Farðu með þetta í lögguna, mér er skítsama. Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að það sem eftir er. Mundu að ég á ekki erfitt með að sitja í fangelsi.“ Þá kemur meðal annars fram í lögregluskýrslu að þann 11. október síðastliðinn hafi maðurinn hótað því nokkrum sinnum að ef hann myndi rekast á brotaþolann þá myndi hann „drepa hann eða einhvern nákominn honum.“ Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 5. desember síðastliðinn sagði hinn ákærði að hann hefði engan áhuga á að pynta brotaþolann líkamlega heldur „eyðileggja hann andlega“ enda væri það miklu verra að eyðileggja hann andlega en líkamlega þar sem „allt líkamlegt grær og hann jafnar sig.“ Þá hefur faðir brotaþola gefið skýrslu og greint frá hótunum af hendi hins ákærða í sinn garð og sonar síns og lagt fram því til staðfestingar skilaboð sem innihalda hótanir. Skilaboðin eru send á tímabilinu frá 6. febrúar 2021 til 27. ágúst 2022 og hefur hinn ákærði viðurkennt við yfirheyrslur að hafa sent skilaboðin. Þann 11. október síðastliðinn var ráðist á brotaþolann í málinu og er hinn meðákærði í málinu grunaður um að hafa verið þar að verki ásamt öðrum manni. Vitni voru að árásinni, meðal annars lögreglumaður sem stöðvaði kærða og samverkamann hans umrætt sinn og voru þeir handteknir í kjölfarið. Grunur er um að gerendurnir hafi meðal annars sparkað endurtekið í höfuð brotaþolans. Fyrir liggur áverkavottorð sem staðfestir áverka á brotaþola eftir árásina. Báðir úrskurðaðir í nálgunarbann Þann 9. desember síðastliðinn tók lögreglustjóri þá ákvörðun að feðgarnir skyldu báðir sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Þann 20. desember síðastliðinn staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðun ríkislögreglustjóra hvað báða mennina varðar. Feðgarnir skutu báðir úrskurði héraðsdóms til Landsréttar og kröfðust þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að nálgunarbanni verði markaður skemmri tími. Landsréttur tók málið fyrir síðastliðinn föstudag. Í úrskurði Landsréttar í máli hins ákærða segir að með hliðsjón af gögnum málsins og með sérstakri hliðsjón af því sem að framan er rakið verði fallist á með héraðsdómi að fullnægt sé skilyrðum laga fyrir beitingu nálgunarbanns. Í máli hins meðákærða kemur hins vegar fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa 11. október 2022 framið refsivert brot gegn brotaþolanum en andstætt því sem ráða má af forsendum hins kærða úrskurðar liggi ekkert annað fyrir sem rennt getur stoðum undir það að manninum verði gert að sæta nálgunarbanni. Samkvæmt þessu telst ekki hafa verið sýnt fram á að fullnægt sé skilyrðum laga fyrir beitingu nálgunarbanns. Dómsmál Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði annan mann í nálgunarbann vegna málsins og er sá hinn sami grunaður um að hafa ráðist á brotaþolann í október síðastliðnum. Landsréttur felldi þann úrskurð hins vegar úr gildi. Hinir kærðu eru feðgar og samkvæmt frásögn brotaþolans í málinu er áreitið og ofbeldið tilkomið vegna meintra ásakana um kynferðisbrot brotaþola í garð fjölskyldumeðlims. „Mundu að ég á ekki erfitt með að sitja í fangelsi“ Í skilaboðum sem hinn ákærði sendi á brotaþolann þann 27. ágúst síðastliðinn segir meðal annars: „Ef ég næ þér einn daginn þá pynta ég þig þangað til þú ert dauður. Og það sama mun ganga yfir foreldra þína. Farðu með þetta í lögguna, mér er skítsama. Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að það sem eftir er. Mundu að ég á ekki erfitt með að sitja í fangelsi.“ Þá kemur meðal annars fram í lögregluskýrslu að þann 11. október síðastliðinn hafi maðurinn hótað því nokkrum sinnum að ef hann myndi rekast á brotaþolann þá myndi hann „drepa hann eða einhvern nákominn honum.“ Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 5. desember síðastliðinn sagði hinn ákærði að hann hefði engan áhuga á að pynta brotaþolann líkamlega heldur „eyðileggja hann andlega“ enda væri það miklu verra að eyðileggja hann andlega en líkamlega þar sem „allt líkamlegt grær og hann jafnar sig.“ Þá hefur faðir brotaþola gefið skýrslu og greint frá hótunum af hendi hins ákærða í sinn garð og sonar síns og lagt fram því til staðfestingar skilaboð sem innihalda hótanir. Skilaboðin eru send á tímabilinu frá 6. febrúar 2021 til 27. ágúst 2022 og hefur hinn ákærði viðurkennt við yfirheyrslur að hafa sent skilaboðin. Þann 11. október síðastliðinn var ráðist á brotaþolann í málinu og er hinn meðákærði í málinu grunaður um að hafa verið þar að verki ásamt öðrum manni. Vitni voru að árásinni, meðal annars lögreglumaður sem stöðvaði kærða og samverkamann hans umrætt sinn og voru þeir handteknir í kjölfarið. Grunur er um að gerendurnir hafi meðal annars sparkað endurtekið í höfuð brotaþolans. Fyrir liggur áverkavottorð sem staðfestir áverka á brotaþola eftir árásina. Báðir úrskurðaðir í nálgunarbann Þann 9. desember síðastliðinn tók lögreglustjóri þá ákvörðun að feðgarnir skyldu báðir sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Þann 20. desember síðastliðinn staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðun ríkislögreglustjóra hvað báða mennina varðar. Feðgarnir skutu báðir úrskurði héraðsdóms til Landsréttar og kröfðust þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að nálgunarbanni verði markaður skemmri tími. Landsréttur tók málið fyrir síðastliðinn föstudag. Í úrskurði Landsréttar í máli hins ákærða segir að með hliðsjón af gögnum málsins og með sérstakri hliðsjón af því sem að framan er rakið verði fallist á með héraðsdómi að fullnægt sé skilyrðum laga fyrir beitingu nálgunarbanns. Í máli hins meðákærða kemur hins vegar fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa 11. október 2022 framið refsivert brot gegn brotaþolanum en andstætt því sem ráða má af forsendum hins kærða úrskurðar liggi ekkert annað fyrir sem rennt getur stoðum undir það að manninum verði gert að sæta nálgunarbanni. Samkvæmt þessu telst ekki hafa verið sýnt fram á að fullnægt sé skilyrðum laga fyrir beitingu nálgunarbanns.
Dómsmál Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira