Vilhjálmur Freyr steig fram á Omega: „Ég var einmana þetta kvöld“ Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2023 10:38 Vilhjálmur Freyr hlaut fjögurra ára fangelsisdóm fyrir margvíslegt ofbeldi. Skjáskot/Omega Vilhjálmur Freyr Björnsson, maðurinn sem var í desember dæmdur fyrir margvísleg brot gegn konu sem hann hafði greitt fyrir vændi, var til viðtals á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í apríl síðastliðnum. Hann kveðst hafa verið einmana umrætt kvöld og búinn að drekka þrjá sprittbrúsa þegar hann braut á konunni. Í gær var greint frá því að Vilhjálmur Freyr væri maðurinn sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Upphaflega var nafn hans afmáð þegar dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna en sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni enda hlaut Vilhjálmur Freyr þungan dóm fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og hefur enga tengingu við fórnarlamb sitt. Í sama mánuði og hann framdi umrætt brot veitti hann viðtal í þættinum Dýrðar Frelsi Guðs: Hefur Guð bjargað þér? á sjónvarpsstöðinni Omega. „Við erum með góðan gest í kvöld, maður sem hefur svolítið farið út af brautinni en komið inn á hana aftur, en svo farið út af henni og inn á hana aftur. Þetta er búið að vera svolítið ströggl hjá honum. Maður hefur verið að fylgjast með honum og stundum hefut maður brosað yfir því hve vel gengur hjá honum, en svo er hann dottinn út af brautinni aftur,“ segir þáttastjórnandinn Magnús Sigurðsson í upphafi þáttar. Ræddi æskuna og neysluna Magnús byrjar þáttinn á því að spyrja Vilhjálm Frey út í uppvaxtarár hans. Vilhjálmur Freyr kveðst vera fæddur og uppalinn á Akranesi á ástríku heimili með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Hann segir það hafa verið gott að alast upp á Akranesi á tíunda áratugnum, þegar enginn læsti heimili sínu og engir glæpir voru framdir. Hann segir þó að fljótlega hafi farið að halla undan fæti hjá honum og hann farið að fremja smáglæpi þegar hann var unglingur. Snemma hafi hann svo leiðst í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Leigði kjallaraíbúðina af systur sinni Vilhjálmur Freyr segist hafa farið í sex mánaða meðferð í Svíþjóð eftir að hann hafði verið farinn að neyta harðra fíkniefna um æð. Þegar heim var komið úr meðferðinni hafi hann leigt herbergi af systur sinni í kjallaranum í Breiðholti, þar sem hann framdi brotin, á meðan verið væri að standsetja íbúð fjölskyldu hans. Vilhjálmur Freyr á eiginkonu og tvö börn. „Ég var einmana þetta kvöld, ég man eftir því, og Covid var þarna nýbyrjað. Ég fer út í Iceland þarna í Breiðholtinu og ég kaupi mér þrjá sprittbrúsa og ég drekk þá. Og það kvöld, þá framdi ég ljótasta hlut sem ég hef gert. Ég beitti ofbeldi sem varð til þess að ég varð síðan handtekinn,“ segir Vilhjálmur Freyr en ræðir ofbeldið ekkert frekar. Hann segist þá hafa ákveðið að hefja kannabisreykingar í stað þess að neyta annarra vímuefna. „Af því að ég vissi að þá væri ég ekki að gera þessa skandala,“ segir hann. Viðtalið við Vilhjálm Frey má sjá í heild sinni hér að neðan: Kynferðisofbeldi Dómsmál Vændi Dómstólar Tengdar fréttir Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Í gær var greint frá því að Vilhjálmur Freyr væri maðurinn sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Upphaflega var nafn hans afmáð þegar dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna en sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni enda hlaut Vilhjálmur Freyr þungan dóm fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og hefur enga tengingu við fórnarlamb sitt. Í sama mánuði og hann framdi umrætt brot veitti hann viðtal í þættinum Dýrðar Frelsi Guðs: Hefur Guð bjargað þér? á sjónvarpsstöðinni Omega. „Við erum með góðan gest í kvöld, maður sem hefur svolítið farið út af brautinni en komið inn á hana aftur, en svo farið út af henni og inn á hana aftur. Þetta er búið að vera svolítið ströggl hjá honum. Maður hefur verið að fylgjast með honum og stundum hefut maður brosað yfir því hve vel gengur hjá honum, en svo er hann dottinn út af brautinni aftur,“ segir þáttastjórnandinn Magnús Sigurðsson í upphafi þáttar. Ræddi æskuna og neysluna Magnús byrjar þáttinn á því að spyrja Vilhjálm Frey út í uppvaxtarár hans. Vilhjálmur Freyr kveðst vera fæddur og uppalinn á Akranesi á ástríku heimili með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Hann segir það hafa verið gott að alast upp á Akranesi á tíunda áratugnum, þegar enginn læsti heimili sínu og engir glæpir voru framdir. Hann segir þó að fljótlega hafi farið að halla undan fæti hjá honum og hann farið að fremja smáglæpi þegar hann var unglingur. Snemma hafi hann svo leiðst í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Leigði kjallaraíbúðina af systur sinni Vilhjálmur Freyr segist hafa farið í sex mánaða meðferð í Svíþjóð eftir að hann hafði verið farinn að neyta harðra fíkniefna um æð. Þegar heim var komið úr meðferðinni hafi hann leigt herbergi af systur sinni í kjallaranum í Breiðholti, þar sem hann framdi brotin, á meðan verið væri að standsetja íbúð fjölskyldu hans. Vilhjálmur Freyr á eiginkonu og tvö börn. „Ég var einmana þetta kvöld, ég man eftir því, og Covid var þarna nýbyrjað. Ég fer út í Iceland þarna í Breiðholtinu og ég kaupi mér þrjá sprittbrúsa og ég drekk þá. Og það kvöld, þá framdi ég ljótasta hlut sem ég hef gert. Ég beitti ofbeldi sem varð til þess að ég varð síðan handtekinn,“ segir Vilhjálmur Freyr en ræðir ofbeldið ekkert frekar. Hann segist þá hafa ákveðið að hefja kannabisreykingar í stað þess að neyta annarra vímuefna. „Af því að ég vissi að þá væri ég ekki að gera þessa skandala,“ segir hann. Viðtalið við Vilhjálm Frey má sjá í heild sinni hér að neðan:
Kynferðisofbeldi Dómsmál Vændi Dómstólar Tengdar fréttir Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent