Vinalegi risinn í CrossFit heiminum er frá Íslandi Íslendingar munu aðeins eiga einn keppanda í meistaraflokki á heimsleikunum í CrossFit í ár sem er Björgvin Karl Guðmundsson en það verður samt annar Íslendingur með mikið undir á leikunum. Sport 29. maí 2024 08:40
Katrín Tanja á skurðarborðið: Ég er svo stressuð Katrín Tanja Davíðsdóttir varð að hætta keppni á miðju CrossFit tímabili vegna meiðsla og nú er ljóst að hvíldin er ekki nóg. Sport 27. maí 2024 09:31
Gat ekki gengið fyrir nokkrum dögum en vann síðan sögulegt silfur á HM Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir varð um helgina fyrst Íslendinga til að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum og það þrátt fyrir að vera á hækjum aðeins nokkrum dögum fyrr. Sport 27. maí 2024 07:31
Tileinkar látnum vini sínum sögulegan árangur: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson varð á dögunum fyrsti maðurinn í sögu CrossFit íþróttarinnar sem nær að tryggja sig inn á ellefu heimsleika í röð. Sport 24. maí 2024 07:00
Anníe Mist: Hver veit hvar ég verð eftir eitt ár Anníe Mist Þórisdóttur verður sárt saknað á heimsleikunum í ár enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Fáum við aðra endurkomu hjá goðsögninni eftir barneignarfrí? Sport 21. maí 2024 08:31
Endurkoma í lagi hjá BKG og elleftu heimsleikarnir í röð Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í CrossFit en hann var að ná þessum frábæra árangri ellefta árið í röð. Hann verður eini Íslendingurinn þetta árið sem keppir um heimsmeistaratitil karla eða kvenna. Sport 20. maí 2024 09:31
Snorri Barón um Söru: „Ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum“ Sara Sigmundsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili og missir því af fjórðu heimsleikunum í röð. Umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson sendir sinni konu stuðning og segir nánar frá því sem ein besta CrossFit kona Íslands hefur þurft að ganga í gegnum síðustu árin. Sport 17. maí 2024 08:31
Slys á æfingu fyrir fjórum árum er enn að eyðileggja fyrir Söru Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttirer hætt keppni á þessu CrossFit tímabili. Sara verður því ekki með á undanúrslitamóti heimsleikanna í Frakklandi um komandi helgi en hún tilkynnti þetta á miðlum sínum. Sport 16. maí 2024 09:00
Sara upp um tíu sæti á heimslistanum en tvær íslenskar fyrir ofan hana Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað bestu í heimi á nýjum heimslista CrossFit samtakanna en hann var gefinn út áður en undanúrslitamótin fara fram. Sport 13. maí 2024 09:31
Sá besti í heimi á þessu CrossFit tímabili kom til Íslands til að æfa með BKG Finninn Jonne Koski hefur verið að gera frábæra hluti á þessu CrossFit tímabili og í raun hefur enginn staðist honum snúninginn hingað til nú þegar tveir fyrstu hlutar undankeppni heimsleikanna eru að baki. Sport 10. maí 2024 14:30
Anníe Mist fór í keisaraskurð Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist dreng í síðustu viku en hún tók þá ákvörðun að fara frekar í keisaraskurð en að fara í gegnum náttúrulega fæðingu. Lífið 8. maí 2024 09:30
Annie Mist og Frederik eignuðust dreng Crossfit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aegidius eignuðust dreng í gær. Annie Mist greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum. Lífið 2. maí 2024 09:32
Síðasta æfingin hjá Anníe Mist með bumbubúann Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur æft af miklum krafti alla meðgönguna en núna eru liðnir næstum því níu mánuðir og því að koma að stóru stundinni. Sport 30. apríl 2024 08:31
Sara hrundi niður listann eftir leiðréttingar Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur sú íslenska kona sem náði bestum árangri í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Sport 26. apríl 2024 08:00
Bergrós aftur best í heimi og fjögur frá Íslandi í undanúrslitum Fjórðungsúrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki og Ísland mun eiga fjóra keppendur á undanúrslitamótinu, einn karl og þrjá konur. Sport 24. apríl 2024 08:30
Katrín Tanja missir af heimsleikunum Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf það út í nótt að hún muni ekki taka frekar þátt í undankeppni heimsleikana. Hún missir því af heimsleikunum í ár. Sport 21. apríl 2024 08:58
Anníe Mist kallar eftir tillögum á nafni á soninn Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir á von á sínu öðru barni eftir aðeins tvær vikur. Sport 17. apríl 2024 09:31
Kærastinn hefur séð meira af Íslandi en Katrín Tanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur gert mikið fyrir Ísland með því að auglýsa land og þjóð með frábærum árangri sínum í CrossFit íþróttinni. Kærasti hennar er líka mikill Íslandsvinur. Sport 11. apríl 2024 09:01
Kóngur og drottning komu bæði frá Íslandi: Framtíð CrossFit á Íslandi björt Ísland vann tvöfaldan sigur í krúnukeppni krakkanna á Mallorca á Spáni þar sem komu saman efnilegustu CrossFit krakkar Evrópu. Sport 4. apríl 2024 08:30
Morning Chalk Up: Margir vonast eftir endurkomu hjá Söru Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan fyrir kórónuveirufaraldur en frammistaða hennar í CrossFit Open gefur ástæðu til bjartsýni. Sport 27. mars 2024 12:01
Handahlaup og handstaða ekkert mál fyrir kasólétta konu Anníe Mist Þórisdóttir á að eignast sitt annað barn í byrjun maí en það stoppar ekki okkar konu við að stunda CrossFit íþróttina af krafti. Sport 25. mars 2024 08:30
Björgvin og Sara með yfirburði en þetta eru þau efstu á Íslandi í CrossFit Open Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru langefst Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en niðurstöður úr þriðju og síðustu viku CrossFit Open hafa nú verið staðfestar. Sport 22. mars 2024 09:00
Næstbestur í heimi í CrossFit Open en ætlar að fella risann af stallinum í haust Íslenski CrossFit kappinn Breki Þórðarson fagnar góðum árangri sínum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Sport 21. mars 2024 10:30
Best í heimi í sínum aldursflokki í CrossFit Open Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir frá Selfossi er að byrja CrossFit tímabilið vel. Sport 20. mars 2024 09:00
Sara áfram efst í The Open en Katrín Tanja á hraðri uppleið Sara Sigmundsdóttir er áfram efst meðal íslenskra kvenna í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en nú er búið að fara yfir árangur keppenda í 24.2 á CrossFit Open. Sport 15. mars 2024 06:30
BKG aftur efstur í CrossFit Open en handboltadómari í öðru sæti Björgvin Karl Guðmundsson er langefstur meðal íslensku CrossFit karlanna eftir fyrstu tvær vikurnar af opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Sport 14. mars 2024 07:00
Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. Sport 7. mars 2024 08:31
Sara efst en meira en níu hundruð konur á undan Katrínu Tönju Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna í fyrsta hluta The Open en CrossFit samtökin eru búin að fara yfir árangur keppenda í 24.1. Sport 6. mars 2024 09:30
„Ólafur Ragnar úr Næturvaktinni“ vann BKG og er efstur Íslendinga í 24.1 Keppendur í The Open hafa nú skilað inn árangri sínum í fyrsta hlutanum af þremur og það er óhætt að segja að þar séu óvæntir hlutir að gerast karlamegin. Sport 6. mars 2024 08:31
Keppti óvænt í fyrsta sinn í marga mánuði Ein af stærstu CrossFit stjörnum Íslendinga sagði ekki frá því að hún væri að keppa um helgina en hún var óvænt meðal keppenda í einvíginu í sandinum. Sport 4. mars 2024 08:31