„Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 13:02 Luciana Dal Agnol og Gui Malheiros áður en heimsleikarnir hófust. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum hvað fór fram á bak við tjöldin hjá CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði. @ludalagnol Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira