Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir minntist Lazar Dukic sem drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. „Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira
„Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira