„Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 08:31 Brent Fikowski er einn sá allra besti í CrossFit íþróttinni og hefur verið það lengi. Hann er líka einn þeirra sem hefur reynt að berjast fyrir meira öryggi keppenda. @fikowski) Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Utanaðkomandi rannsókn er farin í gang og CrossFit samtökin gáfu það formlega út að þau ætli að virða niðurstöður hennar og gera í kjölfarið þær breytingar sem þarf að gera. Það er þó eins og CrossFit fjölskyldan sé búin að ákveða það hvar sökin liggur. Öryggisleysi og keppni í að gera greinarnar sem erfiðastar hafi fyrir löngu farið yfir öll velsæmismörk. Fjöldi toppfólks í CrossFit íþróttinni hafa sameinast í því að gagnrýna það hvernig CrossFit samtökin hafa hunsað áhyggjuraddir íþróttafólksins. Fyrir vikið hafa skipuleggjendur hugsað lítið sem ekkert um öryggi keppenda á heimsleikunum. Okkar bestu konur tjá sig Katrín Tanja Davíðsdóttir skrifaði pistil um að það hafi ekki verið hlustað á íþróttafólkið og Anníe Mist Þórisdóttir segir íþróttina sem hún elskar hafi brugðist Lazar. Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim sem skilur ekki hvernig Lazar fékk enga aðstoð þegar hann var í vandræðum. Einn af reynslumestu körlunum er Kanadamaðurinn Pat Vellner en hann hefur unnið þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt. Mér líður eins og við höfum verið að reyna, af einhverri ástæðu, að finna þolmörk íþróttafólksins í allt of langan tíma. Nú höfum við fundið þau,“ sagði Pat Vellner í samtali við Buttery Bros. Brent Fikowski, sem varð þriðji á heimsleikunum í ár og er einnig mjög reynslumikill, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með CrossFit samtökin. Fikowski skrifaði langan pistil á samfélagsmiðla þar sem hann fór yfir sitt mat á stöðunni. Engin þeirra hefur þjálfað eða keppt „Þegar við höfum bent á þörf á breytingum þá er svarið alltaf: Hafið engar áhyggjur, við erum með þetta á hreinu. Við skiljum þetta betur en þið,“ skrifaði Fikowski. „Vandamálið er að enginn í þeirra liði hefur keppt eða þjálfað á hæsta stigi í þessari íþrótt. Þeir leyfa heldur ekki íþróttafólkinu að vera með í ráðum því allt á að vera svo leyndardómsfullt,“ skrifaði Fikowski. Hann segir að hann ásamt fleiri reynsluboltum hafi boðið fram aðstoð sína en öll hafi misst áhugann því það skili engu. Hef ekki trúað því í langan tíma „Ég veit að CrossFit samtökin ætla sér ekki að meiða neinn en þegar þau segja að öryggi sé í forgangi þá ég hef ég ekki trúað því í langan tíma. Ég tel að í forgangi hafi alltaf verið að búa til sem erfiðasta prófið og hafa frelsi til að prófa allt sem þeim dettur í hug. Öryggi íþróttafólksins er alltaf sett í annað sætið,“ skrifaði Fikowski eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski) CrossFit Tengdar fréttir Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30 Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31 Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31 Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30 „Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. 12. ágúst 2024 13:02 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Utanaðkomandi rannsókn er farin í gang og CrossFit samtökin gáfu það formlega út að þau ætli að virða niðurstöður hennar og gera í kjölfarið þær breytingar sem þarf að gera. Það er þó eins og CrossFit fjölskyldan sé búin að ákveða það hvar sökin liggur. Öryggisleysi og keppni í að gera greinarnar sem erfiðastar hafi fyrir löngu farið yfir öll velsæmismörk. Fjöldi toppfólks í CrossFit íþróttinni hafa sameinast í því að gagnrýna það hvernig CrossFit samtökin hafa hunsað áhyggjuraddir íþróttafólksins. Fyrir vikið hafa skipuleggjendur hugsað lítið sem ekkert um öryggi keppenda á heimsleikunum. Okkar bestu konur tjá sig Katrín Tanja Davíðsdóttir skrifaði pistil um að það hafi ekki verið hlustað á íþróttafólkið og Anníe Mist Þórisdóttir segir íþróttina sem hún elskar hafi brugðist Lazar. Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim sem skilur ekki hvernig Lazar fékk enga aðstoð þegar hann var í vandræðum. Einn af reynslumestu körlunum er Kanadamaðurinn Pat Vellner en hann hefur unnið þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt. Mér líður eins og við höfum verið að reyna, af einhverri ástæðu, að finna þolmörk íþróttafólksins í allt of langan tíma. Nú höfum við fundið þau,“ sagði Pat Vellner í samtali við Buttery Bros. Brent Fikowski, sem varð þriðji á heimsleikunum í ár og er einnig mjög reynslumikill, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með CrossFit samtökin. Fikowski skrifaði langan pistil á samfélagsmiðla þar sem hann fór yfir sitt mat á stöðunni. Engin þeirra hefur þjálfað eða keppt „Þegar við höfum bent á þörf á breytingum þá er svarið alltaf: Hafið engar áhyggjur, við erum með þetta á hreinu. Við skiljum þetta betur en þið,“ skrifaði Fikowski. „Vandamálið er að enginn í þeirra liði hefur keppt eða þjálfað á hæsta stigi í þessari íþrótt. Þeir leyfa heldur ekki íþróttafólkinu að vera með í ráðum því allt á að vera svo leyndardómsfullt,“ skrifaði Fikowski. Hann segir að hann ásamt fleiri reynsluboltum hafi boðið fram aðstoð sína en öll hafi misst áhugann því það skili engu. Hef ekki trúað því í langan tíma „Ég veit að CrossFit samtökin ætla sér ekki að meiða neinn en þegar þau segja að öryggi sé í forgangi þá ég hef ég ekki trúað því í langan tíma. Ég tel að í forgangi hafi alltaf verið að búa til sem erfiðasta prófið og hafa frelsi til að prófa allt sem þeim dettur í hug. Öryggi íþróttafólksins er alltaf sett í annað sætið,“ skrifaði Fikowski eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski)
CrossFit Tengdar fréttir Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30 Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31 Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31 Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30 „Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. 12. ágúst 2024 13:02 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30
Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31
Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31
Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30
„Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. 12. ágúst 2024 13:02