BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson hefur lengi keppt við Kanadamanninn Brent Fikowski sem er núna að kveðja keppnisferil sinn i CrossFit. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er einn af þeim sem sendu CrossFit goðsögninni Brent Fikowski kveðju eftir að Kanadamaðurinn tilkynnti á dögunum að þetta yrði síðasta keppnisár hans. Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski) CrossFit Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski)
CrossFit Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira