BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson hefur lengi keppt við Kanadamanninn Brent Fikowski sem er núna að kveðja keppnisferil sinn i CrossFit. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er einn af þeim sem sendu CrossFit goðsögninni Brent Fikowski kveðju eftir að Kanadamaðurinn tilkynnti á dögunum að þetta yrði síðasta keppnisár hans. Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski) CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski)
CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira