„Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. Erlent 6.1.2026 17:01
Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og varaforsetaefni Kamölu Harris, tilkynnti í gær að hann væri hættur við að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem ríkisstjóri. Walz sagði að árásir Donalds Trump, forseta, og Repúblikana á hann og ríkið hefðu valdið miklum vandræðum og hann gæti ekki bæði sinnt starfi sínu sem ríkisstjóri og unnið að framboði sínu á sama tíma vegna þeirra. Erlent 6.1.2026 13:30
Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið. Erlent 21.10.2025 14:59
Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. Erlent 8. júní 2025 10:38
Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. Erlent 5. júní 2025 11:35
„Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. Erlent 31. mars 2025 14:42
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. Erlent 28. janúar 2025 20:30
Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. Erlent 21. janúar 2025 07:07
Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. Erlent 20. janúar 2025 19:21
Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gripið til fordæmalausra aðgerða til að náða fyrirfram einstaklinga sem Donald Trump, verðandi forseti, hefur beint reiði sinni gegn. Erlent 20. janúar 2025 13:04
Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Washington, verður viðstödd innsetningarathöfn Donald Trump í dag, sem hefst klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Innlent 20. janúar 2025 12:41
Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur sent Donald Trump heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni. Trump sver embættiseið í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Innlent 20. janúar 2025 11:05
Bein útsending: Trump sver embættiseið Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Erlent 20. janúar 2025 08:48
Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag verður haldin innandyra í hringhvelfingu þinghússins í Washington vegna slæmrar veðurspár. Fjörutíu ár eru síðan athöfnin var síðast haldin innandyra þegar Ronald Reagan var svarinn í embættið 1985, þá einnig vegna veðurs. Erlent 17. janúar 2025 18:24
Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. Erlent 17. janúar 2025 07:08
Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. Erlent 16. janúar 2025 06:47
Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. Erlent 14. janúar 2025 09:57
Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. Erlent 14. janúar 2025 07:10
Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. Erlent 8. janúar 2025 07:33
Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Lögmenn Donalds Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hafa farið fram á að Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði meinað að birta skýrslu um rannsókn hans á Trump. Krefjast þeir þess að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, reki Smith og birti ekki skýrslu um skjalamálið svokallaða opinberlega. Erlent 7. janúar 2025 09:47
Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Bandarískir þingmenn munu í dag staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna í nóvember, sem Donald Trump vann. Það gera þeir í skugga atburða þegar þetta stóð síðast til þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir staðfestinguna. Erlent 6. janúar 2025 13:29
Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. Erlent 4. janúar 2025 22:16
Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. Erlent 30. desember 2024 22:30
Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. Erlent 21. desember 2024 08:13