Tobey Maguire er á landinu Bandaríski stórleikarinn Toby Maguire er á landinu. Samkvæmt heimildum Vísis spókaði hann sig í sólinni í miðborginni síðdegis í dag og tók myndir með aðdáendum. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2024 18:13
„Maður er að rifna af monti“ Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. Lífið 12. júlí 2024 11:41
Fyrsta stiklan úr Gladiator II Fyrsta stikla stórmyndarinnar Gladiator II undir leikstjórn sjálfs Ridley Scott hefur litið dagsins ljós. Myndin er sjálfstætt framhald af Skylmingaþrælnum sem kom út árið 2000 og tekinn er upp þráðurinn einhverjum 25 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar. Bíó og sjónvarp 9. júlí 2024 21:36
Jon Landau er látinn Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Bíó og sjónvarp 7. júlí 2024 10:46
Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2024 23:25
Ben McKenzie á Kaffi Vest Bandaríski leikarinn Ben McKenzie sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C. upp úr aldamótum er staddur hér á landi. Hann skellti sér á Kaffihús Vesturbæjar í samnefndum hluta Reykjavíkur í dag á meðan eiginkona, móðir og börn busluðu í Vesturbæjarlauginni. Lífið 22. júní 2024 23:05
Donald Sutherland er látinn Kanadíski leikarinn Donald Sutherland, frægur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen og MASH, er látinn eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 88 ára gamall. Bíó og sjónvarp 20. júní 2024 17:33
Heimaleikurinn vann til verðlauna í Ástralíu Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn vann í nótt áhorfendaverðlaun Sydney Film Festival í Ástralíu. Bíó og sjónvarp 20. júní 2024 09:38
„Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. Bíó og sjónvarp 17. júní 2024 13:49
Tengdasonur Íslands trúðaði Simon Cowell upp úr skónum Tengdasonur Íslands, trúðurinn Jelly Boy the Clown, heillaði Simon Cowell og félaga í dómnefndinni í raunveruleikaþættinum America's Got Talent upp úr skónum með ótrúlegu áhættuatriði. Sjá má atriðið í myndbandi neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 12. júní 2024 15:07
Gerard Butler á klakanum í enn eitt skiptið Skoski leikarinn Gerard Butler er staddur á landinu. Tilefnið eru tökur á spennumyndinni Greenland: Migration en tökurnar hófust í gær. Bíó og sjónvarp 12. júní 2024 09:21
Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Bíó og sjónvarp 7. júní 2024 14:00
Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna. Bíó og sjónvarp 7. júní 2024 09:12
Þýskur risi í samstarf við ACT4 um gerð Stóra Bróður Íslenska kvikmyndafyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við þýska dreifingaraðilann ZDF Studios um þróun á sjónvarsþáttaröðinni Stóra Bróður. Þetta kemur fram í tilkynningu en Variety greindi fyrst frá. Bíó og sjónvarp 4. júní 2024 10:00
Dauðþreyttur Jón eyddi átta milljónum króna Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki. Innlent 2. júní 2024 13:12
Balti var í hesthúsinu þegar Jason Statham hringdi „Góðu tíðindin eru að Statham myndin rokseldist í Cannes og er bara klár í slaginn,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur um spennumynd sem hann og harðhausinn Jason Statham ætla að gera saman. Bíó og sjónvarp 28. maí 2024 07:00
Gleði og tilhlökkun fyrir fyrstu Filmu hátíðinni Kvikmyndahátíðin Filma verður haldin 29. og 30. maí í Bíó Paradís, þar sem nemendur Kvikmyndalistadeildar Listaháskóla Íslands sýna verk sín almennum áhorfendum í fyrsta skiptið. Bíó og sjónvarp 27. maí 2024 15:02
Anora hlaut Gullpálmann í ár Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs. Bíó og sjónvarp 26. maí 2024 12:06
Syngja með Grease á fyrstu skynsegin sýningu Íslandssögunnar Blásið verður til sérstakrar sing-along sýningar á Grease í Bíó Paradís fyrir skynsegin fólk í kvöld. Skipuleggjandi segir um að ræða fyrstu sýninguna sinnar tegundar hér á landi en gripið verður til ýmissa ráðstafana til að tryggja viðeigandi skynsegin skilyrði í kvikmyndahúsinu. Bíó og sjónvarp 24. maí 2024 10:01
Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga. Bíó og sjónvarp 24. maí 2024 07:00
Snerting Egils Ólafssonar við lífið og tilveruna Egill Ólafsson segir mikilvægt að hreyfa sig til að vinna gegn framþróun Parkinson sjúkdómsins. Heimir Már slóst í gönguferð með Agli þar sem þeir ræddu um hlutverk hans í kvikmyndinni Snertingu og allt milli himins og jarðar. Lífið 23. maí 2024 20:01
Opinbera Hemsworth í hlutverki Geralt Aðdáendur þáttanna The Witcher á Netflix fengu loks í gær að sjá Liam Hemsworth í hlutverki skrímslabanans Geralt frá Rivíu. Henry Cavill, sem lék Geralt í fyrstu þremur þáttaröðunum, hætti í október 2022. Bíó og sjónvarp 23. maí 2024 11:42
Egill mætti með barnabörnin á forsýningu Snertingar Hátiðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Snertingu í leikstjórn Baltasar Kormáks fór fram með pompi og prakt í Smárabíó í gærkvöldi. Sýningin var gríðarlega vel sótt og voru þar meðal annars alþjóðlegar stórstjörnur sem vinna nú með Baltasar að þáttagerð hér á landi. Bíó og sjónvarp 21. maí 2024 15:15
Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins. Viðskipti innlent 21. maí 2024 13:38
Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. Lífið 20. maí 2024 09:44
Stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur fyrir Ljósbroti Kvikmyndahúsagestir stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur í gærkvöldi þegar Ljósbrot, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd á verðlaunahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 16:13
Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 10:53
Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 15. maí 2024 10:00
Vill sjá Latabæ birtast aftur í sjónvarpsstöðvum heims Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, hefur eignast sjónvarpsþættina heimsfrægu á ný ásamt vörumerki og hugverkaréttindum. Magnús segir þættina tímalausa og enn eiga erindi. Innlent 14. maí 2024 20:04
Fyrsta kitlan úr annarri seríu Rings of Power Fyrsta kitlan úr annarri seríu úr smiðju Amazon úr Lord of the Rings heiminum, Rings of Power, er kominn á netið. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga. Bíó og sjónvarp 14. maí 2024 16:03