Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. september 2025 14:09 Robert Redford lék í tugum kvikmynda á sínum sextíu ára leiklistarferli og er ein skærasta stjarna Hollywood. Getty Risi er fallinn, Robert Redford er allur. Hann var ein skærasta stjarna Hollywood á sjöunda og áttunda áratugnum, farsæll leikstjóri og stofnandi Sundance-kvikmyndahátíðina. Vísir tók saman ellefu bestu hlutverk Redford. Redford lést í svefni á heimili sínu í Provo í Utah í fyrradag, 89 ára að aldri. Fjöldi fólks hefur minnst leikarans og ýmsir miðlar rifjað upp ævi hans, störf og helstu verk. Sjá einnig: Robert Redford er látinn Redford fæddist 18. ágúst 1936 í Santa Monica í Kaliforníu og ólst þar upp. Hann fór í háskóla í Boulder í Colorado en var rekinn þaðan vegna ótæpilegrar drykkju. Eftir að hafa ferðast um Evrópu og dundað sér við myndlist flutti hann til New York og helgaði sig leiklistinni. Kemistrían milli Fonda og Redford er rosalega í Barefoot in the Park. Frumraun Redford á Broadway var smáhlutverk í leikritinu Tall Story árið 1959 og lék hann í s. Eftir það fékk hann fjölda gestahlutverka í sjónvarpi í þáttum á borð við The Untouchables, Alfred Hitchcock Presents og The Twilight Zone. Fyrsta skráða kvikmyndahlutverk Redford var í stríðsmyndinni War Hunt (1962) og fyrir aðra mynd sína, Inside Daisy Clover (1965), hlaut hann Golden Globe-verðlaun sem besta nýja stjarnan. Hann sló síðan almennilega í gegn með rómantísku gamanmyndinni Barefoot in the Park (1967) gegnt Jane Fonda og hlutu þau mikið lof gagnrýnenda og flykktust áhorfendur í bíó að sjá hana. Redford átti síðan eftir að verða eitt stærsta kyntákn Hollywood og lék í hverri stórmyndinni á fætur annarri á áttunda áratugnum. Hann færði sig bak við myndavélina og hlaut Óskarsverðlaun fyrir fyrstu mynd sína, Ordinary People (1980). Alls leikstýrði hann tíu myndum en þar má nefna A River Runs Through It (1992), Quiz Show (1994) og Lions for Lambs (2007). En hér fyrir neðan má sjá tíu af hans stærstu hlutverkum: Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969) Útlagamyndin sem gerði Redford að stjörnu. En hann var langt frá því að vera fyrsta nafn á blað. Sagan segir að 20th Century Fox hafa keypt handrit myndarinnar með það í huga að Paul Newman, sem þá var búinn að gera það gott í Hud (1963) og Cool Hand Luke (1967), myndi leika Butch Cassidy. Redford og Newman sem útlagarnir Butch Cassidy og Sundance Kid.Getty En það gekk illa að finna einhvern til að leika Sundance-strákinn. Jack Lemmon vildi ekki fara á hestbak, Steve McQueen vildi vera efstur á kreditlistanum (e. top billing) og Warren Beatty var efins um að leika annan útlaga. Eiginkona Newman, leikkonan Joanne Woodward, hafði séð Redford á sviði og lagði hann til. Þannig varð til eitt besta dúó og mesti brómans kvikmyndasögunnar. Newman og Redford pössuðu fullkomlega saman og minntu á gömul hjón sem tveir útlagar sem flýja undan yfirvöldum til Bólivíu eftir mislukkað bankarán. Hlutverkið Redford varð honum innblástur þegar hann keypti fimm þúsund ekru landsvæðið Timp Haven í Provo í Utah og breytti nafni þess í Sundance Resort. Árið 1991 tók ein stærsta kvikmyndahátíð Bandaríkjanna upp Sundance-nafnið og hefur heitið það síðan. Hér fyrir neðan má sjá eitt þekktasta atriði myndarinnar þar sem félagarnir tveir eru króaðir af: Jeremiah Johnson (1972) Clint Eastwood átti upphaflega að leika í fjallabúavestranum Jeremiah Johnson en hætti við þannig að Warner Bros. leituðu til Redford sem fékk leikstjórann Sydney Pollack, sem hafði leikstýrt honum í This Property Is Damaged (1966), með sér í lið. Redford leikur hér uppgjafahermanninn Jeremiah Johnson, sem byggir á hinum fræga John Jeremiah Johnson, sem fær nóg af amstri samfélagsins og gerist einbúi í Klettafjöllum en lendir í deilum við indjána á svæðinu. Myndin er ólík fyrri hlutverkum Redford, hann er íhugull, innrænn og skeggjaður og segir ekki mikið í myndinni en heldur samt áhorfendum í greipum sér. Hann átti eftir að leika annan þögulan karakter síðar á ævinni eins og kemur fram neðar á listanum. Þó myndin sé sennilega ekki með hans þekktustu þá hefur hún getið af sér eitt frægast GIF sögunnar þar sem má sjá myndavélina súmma inn á skeggjaðan Johnson sem horfir í myndavélina, brosir og kinkar kolli. via GIPHY The Candidate (1972) Redford leikur í pólitísku háðsádeilunni The Candidate eins konar JFK-fígúru áttunda áratugarins: ungan og myndarlegan hugsjónamann fullan af draumum. Plakatið fyrir The Candidate. Myndin fjallar um sakleysislega lögfræðinginn Bill McKay, sem Redford leikur, sem er fenginn til að bjóða sig fram á móti vinsælum þingmanni Repúblikana í baráttunni um að verða næsti ríkisstjóri Kaliforníu. Spunameistarinn Marvin Lucas (Marvin Boyle) kennir McKay leikreglur hrins grimma leðjuslags og spillir honum um leið. Myndin kom út í miðri kosningabaráttu fyrir bandarísku forsetakosningarnar 1972 sem endaði með því að Richard Nixon gjörsamlega malaði demókratann George McGovern með meira en 60 prósent atkvæða. Myndin hafði hins vegar fangað klækjabrögð bandarískra stjórnmála einum of vel sem kom í ljós þegar Watergate-skandallinn leiddi til afsagnar Nixon eftir rúmlega eitt og hálft ár í starfi. The Sting (1973) Fjórum árum eftir að Butch Cassidy and the Sundance Kid sló í gegn hóaði leikstjórinn George Roy Hill þá Redford og Newman aftur saman til að leika í ránsmyndinni The Sting. Redford beislaði stjörnustatus sinn vel í hlutverki Johnny Hooker. Myndin gerist í Chicago í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um tvo bragðarefi, Johnny Hooker og Hendry Gondorff, sem klekkja á voldugum mafíósa með blekkingaleik. Newman leikur eitursvalan reynslubolta meðan Redford er sjarmerandi og hvatvís lærlingur. The Sting markar hápunkt Redford sem Hollywood-stjörnu og gulltryggingu fyrir velgengni. En myndin mældist ekki bara vel hjá áhorfendum heldur hlaut hún líka tíu tilnefningar til Óskarsverðlaun og vann þar af sjö styttur, meðal annars sem besta mynd og fyrir bestu leikstjórn. Redford var tilnefndur í fyrsta og eina skiptið sem besti leikari en naut þess heiðurs ekki aftur. The Way We Were (1973) Milli þess sem hann lék í pólitískum spennutryllum, vestrum og Hollywood-stórmynd lék hann gegnt Barböru Streisand í þessari rómantísku dramamynd sem ratar gjarnan á lista yfir bestur rómantísku myndir sögunnar. Redford og Streisand á ströndinni. Tveir háskólanemar kynnast rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld, Katie (Streisand) er róttækur marxisti andvígur hernaðarbrölti Bandaríkjanna en Hubbell (Redford) er afslappaður og pælir ekki mikið í heimsmálunum. Katie heillast af hinum myndarlega Hubbell vegna skrifa hans meðan hann hrífst af eldmóði hennar. Leiðir þeirra skilja en þau hittast svo aftur eftir stríðið og fella þá hugi saman. En getur ástin þrifist þegar fólk hefur gjörólíka sýn á heiminn. Streisand og Redford voru bæði orðin stórstjörnur en neistarnir milli þeirra hér eru gríðarlegir og naut myndin mikilla vinsælda. Gagnrýnandinn Pauline Kael lýsti kemistríunni svo: „Það er gott að sjá Redford aftur með konu eftir allt þetta daður við Paul Newman.“ Three Days of the Condor (1975) Redford og Sydney Pollack sameinuðu krafta sína í fjórða sinn (og áttu eftir að vinna saman þrisvar til viðbótar) í spennutryllinum Three Days of the Condor sem fangaði vel þá pólitísku paranoju sem ríkti á áttunda áratug Bandaríkjanna í kjölfar Watergate-skandalsins og Víetnam-stríðsins. Dunaway og Redford voru ekki amaleg saman. Myndin fjallar um greiningaraðila hjá CIA sem snýr aftur úr hádegispásu og uppgötvar að búið er að myrða alla kollega hans á skrifstofunni. Hann verður að flýja og er hundeltur um Manhattan af launmorðingjum. Inn í málið blandast saklausi borgarinn Kathy, leikin af Faye Dunaway, sem bætir rómantískum þræði við spennuna. All the President’s Men (1976) Úr einum pólitískum spennitrylli í annan en All The President's Men fjallar um það hvernig blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein hjá Washington Post afhjúpuðu stærsta pólitíska skandal áttunda áratugarins, Watergate-skandalinn. Hoffman og Redford í hlutverkum sínum sem blaðamennirnir. Redford var aðalsprautan í gerð myndarinnar, hafði fengið áhuga á Watergate-málinu við gerð The Candidate, las umfjöllun Washington Post og keypti síðan réttinn að bókinni All the President's Men eftir Bernstein og Woodward. Hann fékk síðan handritshöfundinn William Goldman og leikstjórann Alan Pakula til liðs við sig. Redford lék síðan sjálfur Woodward sem var ólíkur hinum hefðbundna Redford-karakter, vandræðalegur og hikandi en líka mjög einbeittur og fagmannlegur. Hinn æsti og hraðmælski Bernstein var síðan leikinn af Dustin Hoffman. Þrátt fyrir að skipta út sjarmanum fyrir jarðtengdari og óheflaðri nálgun þá tapaði Redford ekki vigt sinni eða persónutöfrum. Myndin vakti mikla athygli og er gjarnan flokkuð sem einn besti pólitíski spennutryllir allra tíma. The Natural (1984) Redford var kominn á miðjan aldur og farinn að leikstýra eigin myndum þegar hann lék hafnaboltaleikmanninn Roy Hobbs í The Natural í leikstjórn Barry Levinson. Redford eltist eins og gott rauðvín.Tristar Hobbs er ungur og efnilegur hafnaboltaleikmaður sem býr yfir miklum náttúrulegum hæfileikum en neyðist til að leggja skóna á hilluna eftir slys. Hann fær síðan annan séns, kominn á fertugsaldur og slær þá óvænt í gegn. Myndin flokkast kannski ekki beint sem besta mynd Redford en hefur fest sig í sessi sem falleg og hugljúf Hollywood-íþróttamynd og algjör pabbamynd. Þá skartar myndin íkonískum endi þar sem Hobbs stígur blóðugur út á völl til að slá. Out of Africa (1985) Sydney Pollack bjó til frábært par úr Redford og Streisand og nú gerði hann það sama með Redford og Meryl Streep í rómantísku períódunni Out of Africa sem byggði á samnefndri ævisögu Karen Blixen, sem skrifaði hana reyndar undir dulnefninu Isak Dinesen. Streep og Redford í hlutverkum sínum í Out of Africa. Myndin gerist í bresku nýlendinu í fyrri heimsstyrjöld og fjallar um dönsku aðalskonuna og plantekrueigandann Karen Dinesen (Streep) sem verður ástfangin af breska veiðimanninum Denys Finch Hatton (Redford). Myndin naut mikilla vinsælda og fékk sæmilega dóma hjá gagnrýnendum en endaði hins vegar á að fá sjö Óskarsverðlaun, þar á meðal fyrir bestu mynd. All Is Lost (2013) Upp úr aldamótum einblíndi Redford meira á leikstjórn en lék þó gjarnan í eigin myndum og tók að sér stöku hlutverk utan þeirra. Eitt þeirra var aðalhlutverk í sjóslysamyndinni All Is Lost í leikstjórn J.C. Chandor. Það er ekki gaman að lenda í sjóslysi einn á báti úti á ballarhafi. Myndin fjallar um aldraðan ónefndan mann sem er á siglingu um Indlandshaf þegar gámur rekst utan í skútuna og skaddar hana allsvakalaega. Redford sem var þarna kominn á áttræðisaldur lék eina karakter myndarinnar og segir ekki mikið í henni, alls 51 orð. Þrátt fyrir það nær hann að halda myndinni á floti með frábærum líkamlegum leik sem er af mörgum talin hans besta frammistaða. The Old Man & the Gun (2018) Síðasta myndin sem Redford lék í áður en hann tilkynnti 82 ára gamall að hann væri hættur að leika - smáhlutverk Redford í Avengers: Endgame (2019) var tekið upp á undan. The Old Man & The Gun er ævisöguleg glæpamynd sem byggir lauslega á blaðagreininni „The Old Man and the Gun“ sem fjallaði um atvinnukrimmann Forrest Tucker sem starfaði sem bankaræningi og náði að flýja átján sinnum úr fangelsi. Redford lék enn á ný svalan útlaga líkt og hann gerði á hátindi ferils sín og sýndi að hann hafði engu gleymt þrátt fyrir að vera orðinn nokkuð aldraður. Myndin batt sömuleiðis góðan lokahnút á gríðargóðan Hollywood-feril leikarans. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Redford lést í svefni á heimili sínu í Provo í Utah í fyrradag, 89 ára að aldri. Fjöldi fólks hefur minnst leikarans og ýmsir miðlar rifjað upp ævi hans, störf og helstu verk. Sjá einnig: Robert Redford er látinn Redford fæddist 18. ágúst 1936 í Santa Monica í Kaliforníu og ólst þar upp. Hann fór í háskóla í Boulder í Colorado en var rekinn þaðan vegna ótæpilegrar drykkju. Eftir að hafa ferðast um Evrópu og dundað sér við myndlist flutti hann til New York og helgaði sig leiklistinni. Kemistrían milli Fonda og Redford er rosalega í Barefoot in the Park. Frumraun Redford á Broadway var smáhlutverk í leikritinu Tall Story árið 1959 og lék hann í s. Eftir það fékk hann fjölda gestahlutverka í sjónvarpi í þáttum á borð við The Untouchables, Alfred Hitchcock Presents og The Twilight Zone. Fyrsta skráða kvikmyndahlutverk Redford var í stríðsmyndinni War Hunt (1962) og fyrir aðra mynd sína, Inside Daisy Clover (1965), hlaut hann Golden Globe-verðlaun sem besta nýja stjarnan. Hann sló síðan almennilega í gegn með rómantísku gamanmyndinni Barefoot in the Park (1967) gegnt Jane Fonda og hlutu þau mikið lof gagnrýnenda og flykktust áhorfendur í bíó að sjá hana. Redford átti síðan eftir að verða eitt stærsta kyntákn Hollywood og lék í hverri stórmyndinni á fætur annarri á áttunda áratugnum. Hann færði sig bak við myndavélina og hlaut Óskarsverðlaun fyrir fyrstu mynd sína, Ordinary People (1980). Alls leikstýrði hann tíu myndum en þar má nefna A River Runs Through It (1992), Quiz Show (1994) og Lions for Lambs (2007). En hér fyrir neðan má sjá tíu af hans stærstu hlutverkum: Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969) Útlagamyndin sem gerði Redford að stjörnu. En hann var langt frá því að vera fyrsta nafn á blað. Sagan segir að 20th Century Fox hafa keypt handrit myndarinnar með það í huga að Paul Newman, sem þá var búinn að gera það gott í Hud (1963) og Cool Hand Luke (1967), myndi leika Butch Cassidy. Redford og Newman sem útlagarnir Butch Cassidy og Sundance Kid.Getty En það gekk illa að finna einhvern til að leika Sundance-strákinn. Jack Lemmon vildi ekki fara á hestbak, Steve McQueen vildi vera efstur á kreditlistanum (e. top billing) og Warren Beatty var efins um að leika annan útlaga. Eiginkona Newman, leikkonan Joanne Woodward, hafði séð Redford á sviði og lagði hann til. Þannig varð til eitt besta dúó og mesti brómans kvikmyndasögunnar. Newman og Redford pössuðu fullkomlega saman og minntu á gömul hjón sem tveir útlagar sem flýja undan yfirvöldum til Bólivíu eftir mislukkað bankarán. Hlutverkið Redford varð honum innblástur þegar hann keypti fimm þúsund ekru landsvæðið Timp Haven í Provo í Utah og breytti nafni þess í Sundance Resort. Árið 1991 tók ein stærsta kvikmyndahátíð Bandaríkjanna upp Sundance-nafnið og hefur heitið það síðan. Hér fyrir neðan má sjá eitt þekktasta atriði myndarinnar þar sem félagarnir tveir eru króaðir af: Jeremiah Johnson (1972) Clint Eastwood átti upphaflega að leika í fjallabúavestranum Jeremiah Johnson en hætti við þannig að Warner Bros. leituðu til Redford sem fékk leikstjórann Sydney Pollack, sem hafði leikstýrt honum í This Property Is Damaged (1966), með sér í lið. Redford leikur hér uppgjafahermanninn Jeremiah Johnson, sem byggir á hinum fræga John Jeremiah Johnson, sem fær nóg af amstri samfélagsins og gerist einbúi í Klettafjöllum en lendir í deilum við indjána á svæðinu. Myndin er ólík fyrri hlutverkum Redford, hann er íhugull, innrænn og skeggjaður og segir ekki mikið í myndinni en heldur samt áhorfendum í greipum sér. Hann átti eftir að leika annan þögulan karakter síðar á ævinni eins og kemur fram neðar á listanum. Þó myndin sé sennilega ekki með hans þekktustu þá hefur hún getið af sér eitt frægast GIF sögunnar þar sem má sjá myndavélina súmma inn á skeggjaðan Johnson sem horfir í myndavélina, brosir og kinkar kolli. via GIPHY The Candidate (1972) Redford leikur í pólitísku háðsádeilunni The Candidate eins konar JFK-fígúru áttunda áratugarins: ungan og myndarlegan hugsjónamann fullan af draumum. Plakatið fyrir The Candidate. Myndin fjallar um sakleysislega lögfræðinginn Bill McKay, sem Redford leikur, sem er fenginn til að bjóða sig fram á móti vinsælum þingmanni Repúblikana í baráttunni um að verða næsti ríkisstjóri Kaliforníu. Spunameistarinn Marvin Lucas (Marvin Boyle) kennir McKay leikreglur hrins grimma leðjuslags og spillir honum um leið. Myndin kom út í miðri kosningabaráttu fyrir bandarísku forsetakosningarnar 1972 sem endaði með því að Richard Nixon gjörsamlega malaði demókratann George McGovern með meira en 60 prósent atkvæða. Myndin hafði hins vegar fangað klækjabrögð bandarískra stjórnmála einum of vel sem kom í ljós þegar Watergate-skandallinn leiddi til afsagnar Nixon eftir rúmlega eitt og hálft ár í starfi. The Sting (1973) Fjórum árum eftir að Butch Cassidy and the Sundance Kid sló í gegn hóaði leikstjórinn George Roy Hill þá Redford og Newman aftur saman til að leika í ránsmyndinni The Sting. Redford beislaði stjörnustatus sinn vel í hlutverki Johnny Hooker. Myndin gerist í Chicago í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um tvo bragðarefi, Johnny Hooker og Hendry Gondorff, sem klekkja á voldugum mafíósa með blekkingaleik. Newman leikur eitursvalan reynslubolta meðan Redford er sjarmerandi og hvatvís lærlingur. The Sting markar hápunkt Redford sem Hollywood-stjörnu og gulltryggingu fyrir velgengni. En myndin mældist ekki bara vel hjá áhorfendum heldur hlaut hún líka tíu tilnefningar til Óskarsverðlaun og vann þar af sjö styttur, meðal annars sem besta mynd og fyrir bestu leikstjórn. Redford var tilnefndur í fyrsta og eina skiptið sem besti leikari en naut þess heiðurs ekki aftur. The Way We Were (1973) Milli þess sem hann lék í pólitískum spennutryllum, vestrum og Hollywood-stórmynd lék hann gegnt Barböru Streisand í þessari rómantísku dramamynd sem ratar gjarnan á lista yfir bestur rómantísku myndir sögunnar. Redford og Streisand á ströndinni. Tveir háskólanemar kynnast rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld, Katie (Streisand) er róttækur marxisti andvígur hernaðarbrölti Bandaríkjanna en Hubbell (Redford) er afslappaður og pælir ekki mikið í heimsmálunum. Katie heillast af hinum myndarlega Hubbell vegna skrifa hans meðan hann hrífst af eldmóði hennar. Leiðir þeirra skilja en þau hittast svo aftur eftir stríðið og fella þá hugi saman. En getur ástin þrifist þegar fólk hefur gjörólíka sýn á heiminn. Streisand og Redford voru bæði orðin stórstjörnur en neistarnir milli þeirra hér eru gríðarlegir og naut myndin mikilla vinsælda. Gagnrýnandinn Pauline Kael lýsti kemistríunni svo: „Það er gott að sjá Redford aftur með konu eftir allt þetta daður við Paul Newman.“ Three Days of the Condor (1975) Redford og Sydney Pollack sameinuðu krafta sína í fjórða sinn (og áttu eftir að vinna saman þrisvar til viðbótar) í spennutryllinum Three Days of the Condor sem fangaði vel þá pólitísku paranoju sem ríkti á áttunda áratug Bandaríkjanna í kjölfar Watergate-skandalsins og Víetnam-stríðsins. Dunaway og Redford voru ekki amaleg saman. Myndin fjallar um greiningaraðila hjá CIA sem snýr aftur úr hádegispásu og uppgötvar að búið er að myrða alla kollega hans á skrifstofunni. Hann verður að flýja og er hundeltur um Manhattan af launmorðingjum. Inn í málið blandast saklausi borgarinn Kathy, leikin af Faye Dunaway, sem bætir rómantískum þræði við spennuna. All the President’s Men (1976) Úr einum pólitískum spennitrylli í annan en All The President's Men fjallar um það hvernig blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein hjá Washington Post afhjúpuðu stærsta pólitíska skandal áttunda áratugarins, Watergate-skandalinn. Hoffman og Redford í hlutverkum sínum sem blaðamennirnir. Redford var aðalsprautan í gerð myndarinnar, hafði fengið áhuga á Watergate-málinu við gerð The Candidate, las umfjöllun Washington Post og keypti síðan réttinn að bókinni All the President's Men eftir Bernstein og Woodward. Hann fékk síðan handritshöfundinn William Goldman og leikstjórann Alan Pakula til liðs við sig. Redford lék síðan sjálfur Woodward sem var ólíkur hinum hefðbundna Redford-karakter, vandræðalegur og hikandi en líka mjög einbeittur og fagmannlegur. Hinn æsti og hraðmælski Bernstein var síðan leikinn af Dustin Hoffman. Þrátt fyrir að skipta út sjarmanum fyrir jarðtengdari og óheflaðri nálgun þá tapaði Redford ekki vigt sinni eða persónutöfrum. Myndin vakti mikla athygli og er gjarnan flokkuð sem einn besti pólitíski spennutryllir allra tíma. The Natural (1984) Redford var kominn á miðjan aldur og farinn að leikstýra eigin myndum þegar hann lék hafnaboltaleikmanninn Roy Hobbs í The Natural í leikstjórn Barry Levinson. Redford eltist eins og gott rauðvín.Tristar Hobbs er ungur og efnilegur hafnaboltaleikmaður sem býr yfir miklum náttúrulegum hæfileikum en neyðist til að leggja skóna á hilluna eftir slys. Hann fær síðan annan séns, kominn á fertugsaldur og slær þá óvænt í gegn. Myndin flokkast kannski ekki beint sem besta mynd Redford en hefur fest sig í sessi sem falleg og hugljúf Hollywood-íþróttamynd og algjör pabbamynd. Þá skartar myndin íkonískum endi þar sem Hobbs stígur blóðugur út á völl til að slá. Out of Africa (1985) Sydney Pollack bjó til frábært par úr Redford og Streisand og nú gerði hann það sama með Redford og Meryl Streep í rómantísku períódunni Out of Africa sem byggði á samnefndri ævisögu Karen Blixen, sem skrifaði hana reyndar undir dulnefninu Isak Dinesen. Streep og Redford í hlutverkum sínum í Out of Africa. Myndin gerist í bresku nýlendinu í fyrri heimsstyrjöld og fjallar um dönsku aðalskonuna og plantekrueigandann Karen Dinesen (Streep) sem verður ástfangin af breska veiðimanninum Denys Finch Hatton (Redford). Myndin naut mikilla vinsælda og fékk sæmilega dóma hjá gagnrýnendum en endaði hins vegar á að fá sjö Óskarsverðlaun, þar á meðal fyrir bestu mynd. All Is Lost (2013) Upp úr aldamótum einblíndi Redford meira á leikstjórn en lék þó gjarnan í eigin myndum og tók að sér stöku hlutverk utan þeirra. Eitt þeirra var aðalhlutverk í sjóslysamyndinni All Is Lost í leikstjórn J.C. Chandor. Það er ekki gaman að lenda í sjóslysi einn á báti úti á ballarhafi. Myndin fjallar um aldraðan ónefndan mann sem er á siglingu um Indlandshaf þegar gámur rekst utan í skútuna og skaddar hana allsvakalaega. Redford sem var þarna kominn á áttræðisaldur lék eina karakter myndarinnar og segir ekki mikið í henni, alls 51 orð. Þrátt fyrir það nær hann að halda myndinni á floti með frábærum líkamlegum leik sem er af mörgum talin hans besta frammistaða. The Old Man & the Gun (2018) Síðasta myndin sem Redford lék í áður en hann tilkynnti 82 ára gamall að hann væri hættur að leika - smáhlutverk Redford í Avengers: Endgame (2019) var tekið upp á undan. The Old Man & The Gun er ævisöguleg glæpamynd sem byggir lauslega á blaðagreininni „The Old Man and the Gun“ sem fjallaði um atvinnukrimmann Forrest Tucker sem starfaði sem bankaræningi og náði að flýja átján sinnum úr fangelsi. Redford lék enn á ný svalan útlaga líkt og hann gerði á hátindi ferils sín og sýndi að hann hafði engu gleymt þrátt fyrir að vera orðinn nokkuð aldraður. Myndin batt sömuleiðis góðan lokahnút á gríðargóðan Hollywood-feril leikarans.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira