Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent

Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að.

Innlent
Fréttamynd

Er metanvæðingin óttalegt prump?

Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Tesla á Ís­landi slær met

Rúm­lega 1300 bílar af gerðinni Tesla Model Y hafa verið ný­skráðir hér­lendis það sem af er ári. Um er að ræða mesta fjölda af einni bíla­tegund á einu ári frá upp­hafi. Tölurnar vekja at­hygli al­þjóð­legra stjórn­enda Tesla fyrir­tækisins en alls hafa 4000 bílar af Tesla gerð verið ný­skráðar á Ís­landi.

Bílar
Fréttamynd

Lengri gjald­skylda og sunnu­dagar ekki lengur ó­keypis

Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gleyma að bóna bílinn í sumar

Sumarið er loksins komið og sólin farin að dreifa geislum sínum yfir landsmenn. Í upphafi sumars er nauðsynlegt að huga vel að lakki bifreiða og passa upp á að bóna þær reglulega.

Samstarf
Fréttamynd

„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“

Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akur­eyri

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi.

Innlent
Fréttamynd

Öllum rútum hjá GTS á Selfossi verður skipt yfir í rafmagnsrútur

Grænu rúturnar hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi eru nú að verða enn grænni því fyrirtækið ætlar að vera búið að skipta út öllum rútunum fjörutíu fyrir rafmagnsrútur á næstu fimm árum. Í vikunni var lúxus rafmagnsrúta tekin í notkun en innviðaráðherra var fyrstur til að keyra hana formlega.

Innlent
Fréttamynd

Glæsi­drossíur til sýnis við Hörpu

Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur.

Bílar
Fréttamynd

Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi

Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi.

Bílar