Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2024 07:31 Það er illgreinanlegt hvor helmingur myndarinnar er í svarthvítu. Bílaröðin er enda öll grá og endurspeglar litasamsetningu íslenska bílaflotans ágætlega. Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“ Bílar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Bílar eins og sá sem fréttamaður situr í, í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan, skærappelsínugulur SAAB árgerð 74, eru orðnir táknmynd liðinna tíma. Bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, enda í hróplegu ósamræmi við gráskalann sem nú ríkir úti á götum. Þessi gráskali er sýndur greinilega í fréttinni, þar sem fréttamaður stillir sér upp á bílastæði fyrir utan bílaumboð. Myndin byrjar í svarthvítu en fer svo yfir í lit. Eins og sést breyttist ekki ýkja mikið við þá breytingu. Þetta er staðan á næstum hverju einasta bílastæði landsins. Seldir bílar í fyrra voru 17550 og af þeim voru næstum áttatíu prósent gráir, hvítir eða svartir. Rauður er fyrsti alvöru liturinn á skrá, níu prósent nýskráðra bíla í fyrra voru rauðir. 6,6 prósent voru bláir, brúnir þrjú prósent og tvö prósent grænir. Gylltir og gulir bílar komast vart á blað og bleikir bílar virðast í bráðri útrýmingarhættu. Aðeins þrír bleikir hafa verið nýskráðir á landinu síðustu fimm ár. Litasamsetning nýskráðra bíla í fyrra, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.Vísir/Sara Djarfari litir geti hlaupið á milljónum Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju og þaulreyndur bílasali, telur ýmsar ástæður fyrir þessari gríðaröflugu hlutdeild litleysingja í bílaflotanum; það getur til að mynda verið ansi dýrt að stíga út fyrir hinn gráleita ramma. „Þú getur fengið liti sem eru aukalega kannski frá milljón og upp í þrjár milljónir, auðveldlega. Og jafnvel rúmlega það, í sumum bílamerkjum eru litir sem fara aukalega upp í 5 eða 6 milljónir,“ segir Ágúst. „Þetta er svolítið hjarðhegðun líka, fólk hugsar þetta lengra, fólk hugsar í endursöluna líka, það er öruggara að vera á hvítum - ég get alltaf selt hann eða silfur eða gráan.“ Ágúst Hallvarðsson, Gústi Benz, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju.Vísir/bjarni Saknar þeirra rauðu Innreið hvíta litarins sé raunar sérstaklega efttirtektarverð. „Allt í einu gerist það upp úr aldamótum, kannski upp úr 2005, þá gefur silfurgrái eftir og hvítur kemur inn alveg rosalega vinsæll, hann var í útlegð fram að því,“ segir Ágúst. Þeir sem eru í allra dýrustu bílunum eru reyndar líklegri til að vera djarfari í litavali. „Þeir vilja búa til einkenni, taka þá soldið glannalega liti. Við sjáum skærbláa liti, skærrauða liti og jafnvel gula liti. Þetta tilheyrir oft svona dýrari, sportlegum bílum.“ Ekkert bendir þó til aukinnar litagleði almennt. Því miður, að mati Ágústs. „Rauður er minn uppáhalds litur, ég hef átt, ég veit ekki hvað marga rauða bíla, og ég sakna þess að sjá ekki fleiri svoleiðis.“
Bílar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira