Ívar Páll Bjartmarsson slökkviliðsstjóri í Mýrdalshreppi staðfestir í samtali við fréttastofu að ökumaður hafi einn verið í bílnum og að hann sé kominn úr bílnum. Bíllinn varð þó fyrir umtalsverðu tjóni.

Verið er að hlúa að ökumanninum í sjúkrabíl en fulltrúar frá slökkviliðinu og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi. Ívar segir manninn ekki vera alvarlega slasaðan við fyrstu sýn en getur ekki veitt frekari upplýsingar um líðan hans.
Lokað hefur verið fyrir umferð á þjóðveginum á þessum kafla en Ívar segir að fljótlega verði hleypt aftur á aðra akreinina. Hann viti þó ekki nákvæmlega hvenær.