Erlent

Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Útsýnið er enn sem áður fallegt frá Nuuk.
Útsýnið er enn sem áður fallegt frá Nuuk. AP

Lífið í Nuuk höfuðborg Grænlands hefur vægast sagt breyst undanfarna daga. Eftir enn ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta um að innlima landið með valdi hrundu Danir af stað skyndilegu heræfingunni Arctic Endurance og þessi minnsta höfuðborg heims varð að virki á örskotsstundu.

Fallbyssur og hríðskotabyssur herskipa vaka yfir borginni allan sólarhringinn, hermenn ýmissa þjóða sjást einkennisklæddir á rölti um bæinn, flestar byggingar bæjarins eru þaktar þjóðfána Grænlands, Erfalasorput, og sjómenn bæjarins fá ekki frið frá ágengri heimspressunni.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem lýsa vel gjörbreyttu götulífi Nuuk.

Danskir hermenn ganga út af stjórnstöð danska hersins á norðurslóðum.AP
KDM Knud Rasmussen, nefnt eftir frægum grænlenskum landkönnuði, vakir yfir borgarbúum.AP
Flutningavélar danska hersins eru nú tíðir gestir á flugvellinum.AP
Fjölmiðlamenn verða líklega brátt orðnir uppiskroppa með viðmælendur.AP
Nuuk-búar, Nuummiut á þeirra máli, eru hvergi óhultir.AP
Generalmajór Søren Andersen prýddur þjóðfánum samveldisins.AP
Íbúar í fjölbýlishúsi taka sér þjóðlega reykingapásu.AP
Erfalasorput, grænlenski fáninn, verður bráðum uppseldur í bænum. Pólíesterskorts gæti kannski gætt.AP
Grunnskólabörn komast ekki hjá því að verða spennunnar vör.AP
Þessi gatnamót eru vinsæl meðal fjölmiðlamanna. Í rauða húsinu er ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna.AP
Grýlukerti gerir það að verkum að maður þarf að hafa varann á þegar maður gengur þangað inn.AP
Skyndiæfingin Arctic Endurance hefur staðið yfir undanfarna daga.AP
KDM Knud Rasmussen vaktar Nuuk-fjörð, Nuup Kangerlua, í rökkrinu.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×