Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Smári Jökull Jónsson skrifar 8. janúar 2026 22:40 Gunnar Þór Geirsson er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Bjarni Atvinnulífið misnotar opinbera kerfið með því að nota heilbrigðiskerfið til þess að halda utan um fjarvistir starfsmanna, að mati formanns Félags heimilislækna. Tíðar læknaheimsóknir fólks af erlendum uppruna í þeim tilgangi veki hann til umhugsunar hvort um mismunun sé að ræða. Síðustu daga hefur fréttastofa fjallað um veikindahlutfall starfsfólks á vinnumarkaði og að veikindahlutfall sé umtalsvert hærra hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum en á almennum markaði. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs fullyrti að dæmi væru um starfsmenn hjá hinu opinbera sem færu í veikindaleyfi, jafnvel í ár, án þess að veikindi séu til staðar. „Ég myndi nú telja að ef fólk er búið að vera veikt í þetta langan tíma þá er oftast um raunveruleg veikindi að ræða. Auðvitað er hægt að misnota öll kerfi en það er ekki hlutverk læknis að vera að véfengja skjólstæðinga sína,“ sagði Gunnar Þór Geirsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, um orð Björns Brynjólfs Björnssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í kvöldfréttum í gær. „Læknar eru málsvarar sinna skjólstæðinga. Auðvitað getur verið erfitt að meta en þegar maður hittir viðkomandi oftar en einu sinni þá fær maður góða mynd af því hvað er að hrjá fólk. Sérstaklega getur þetta verið flókið ef viðkomandi er að hitta fleiri en einn lækni.“ Hann segir það sameiginlegt markmið að viðkomandi sjúklingur nái heilsu. „Heimilislæknir reynir með tímanum að ná góðum tengslum við viðkomandi. Flest fólk vill snúa aftur til vinnu eftir veikindi. Það að vinna eru réttindi sem flestir vilja hafa aðgang að.“ Vill styttri vottorðin út Fólk geti glímt við veikindi með ósýnileg einkenni. Vottorðakerfið sé ekki gott og nefnir Gunnar nágrannalönd þar sem ekki þarf vottorð fyrir fyrstu viku veikinda. „Ég tel að við ættum að fara í vinnu, þá stjórnvöld í samvinnu við Félag heimilislækna og mögulega atvinnulífið, að reyna að koma þessum styttri vottorðum út,“ segir Gunnar, sem vill þó ítreka að aðkoma læknis sé nauðsynleg í lengri veikindum. Fólk komi endurtekið til læknis vegna skemmri veikinda, jafnvel 1-2 daga, eingöngu til að fá vottorð að kröfu atvinnurekenda en ekki til að fá mat á veikindum eða ráðleggingar í tengslum við þau. Það sé sóun á tíma lækna og sjúklinga, tíminn sé auðlind sem mikilvægt er að sé sem best nýtt. „Það er í raun og veru misnotkun á opinberu heilbrigðiskerfi að atvinnulífið sé að nota opinbera heilbrigðiskerfið til að halda utan um fjarvistir hjá fyrirtæki sem er í einkaeigu.“ Meiri krafa á fólk af erlendum uppruna Þá sé það hans tilfinning að fólk af erlendum uppruna sem vinni láglaunastörf þurfi oftar vottorð vegna skemmri veikinda. „Það vekur mann til umhugsunar hvort það sé einhver mismunun hér í gangi.“ Mismunun að hvaða leyti? „Að fólk sem er að vinna þessi störf, að það sé einhvern veginn gerð meiri krafa á að þau sanni að hér sé um raunveruleg veikindi að ræða,“ sagði Gunnar að lokum. Vinnumarkaður Heilbrigðismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Síðustu daga hefur fréttastofa fjallað um veikindahlutfall starfsfólks á vinnumarkaði og að veikindahlutfall sé umtalsvert hærra hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum en á almennum markaði. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs fullyrti að dæmi væru um starfsmenn hjá hinu opinbera sem færu í veikindaleyfi, jafnvel í ár, án þess að veikindi séu til staðar. „Ég myndi nú telja að ef fólk er búið að vera veikt í þetta langan tíma þá er oftast um raunveruleg veikindi að ræða. Auðvitað er hægt að misnota öll kerfi en það er ekki hlutverk læknis að vera að véfengja skjólstæðinga sína,“ sagði Gunnar Þór Geirsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, um orð Björns Brynjólfs Björnssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í kvöldfréttum í gær. „Læknar eru málsvarar sinna skjólstæðinga. Auðvitað getur verið erfitt að meta en þegar maður hittir viðkomandi oftar en einu sinni þá fær maður góða mynd af því hvað er að hrjá fólk. Sérstaklega getur þetta verið flókið ef viðkomandi er að hitta fleiri en einn lækni.“ Hann segir það sameiginlegt markmið að viðkomandi sjúklingur nái heilsu. „Heimilislæknir reynir með tímanum að ná góðum tengslum við viðkomandi. Flest fólk vill snúa aftur til vinnu eftir veikindi. Það að vinna eru réttindi sem flestir vilja hafa aðgang að.“ Vill styttri vottorðin út Fólk geti glímt við veikindi með ósýnileg einkenni. Vottorðakerfið sé ekki gott og nefnir Gunnar nágrannalönd þar sem ekki þarf vottorð fyrir fyrstu viku veikinda. „Ég tel að við ættum að fara í vinnu, þá stjórnvöld í samvinnu við Félag heimilislækna og mögulega atvinnulífið, að reyna að koma þessum styttri vottorðum út,“ segir Gunnar, sem vill þó ítreka að aðkoma læknis sé nauðsynleg í lengri veikindum. Fólk komi endurtekið til læknis vegna skemmri veikinda, jafnvel 1-2 daga, eingöngu til að fá vottorð að kröfu atvinnurekenda en ekki til að fá mat á veikindum eða ráðleggingar í tengslum við þau. Það sé sóun á tíma lækna og sjúklinga, tíminn sé auðlind sem mikilvægt er að sé sem best nýtt. „Það er í raun og veru misnotkun á opinberu heilbrigðiskerfi að atvinnulífið sé að nota opinbera heilbrigðiskerfið til að halda utan um fjarvistir hjá fyrirtæki sem er í einkaeigu.“ Meiri krafa á fólk af erlendum uppruna Þá sé það hans tilfinning að fólk af erlendum uppruna sem vinni láglaunastörf þurfi oftar vottorð vegna skemmri veikinda. „Það vekur mann til umhugsunar hvort það sé einhver mismunun hér í gangi.“ Mismunun að hvaða leyti? „Að fólk sem er að vinna þessi störf, að það sé einhvern veginn gerð meiri krafa á að þau sanni að hér sé um raunveruleg veikindi að ræða,“ sagði Gunnar að lokum.
Vinnumarkaður Heilbrigðismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira