Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2025 15:34 Rússneskir hermenn á ferðinni í Sapórisjíahéraði í Úkraínu. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024. Blaðamenn BBC og rússneska útlagamiðilsins Mediazona hafa frá upphafi stríðsins haldið utan um tölfræði varðandi fallna rússneska hermenn. Þeir hafa staðfest, með opinberum gögnum, minningargreinum og öðrum leiðum, að Rússar hafi að minnsta kosti misst rétt tæplega 160 þúsund hermenn. Þær tölur eiga ekki við um menn frá yfirráðasvæðum Rússa í Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein BBC telja greinendur að raunverulegur fjöldi fallinna hermanna sé mun hærri. Aðrir greinendur áætla að tölur BBC og Mediazone samsvari um 45 til 65 prósentum af heildarfjölda fallinna rússneskra hermanna. Miðað við það sé fjöldi fallinna hermanna frá 243 til 352 þúsund. Forsvarsmenn NATO áætluðu í október að Rússar hefðu misst um 250 þúsund hermenn í Úkraínu. Að særðum meðtöldum væri fjöldinn 1,1 milljón manna. Blaðamenn BBC áætla að allt að 140 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið í átökunum. Ræddu ýmsa tölfræði en ekki mannfall Undanfarin ár hefur tölfrið BBC og Mediazona gefið til kynna að ár eftir ár hafi fleiri hermenn fallið. Það getur tekið blaðamenn langan tíma að staðfesta dauðsfalla hermanns. Í nýlegri frétt Mediazona um tölfræði miðlanna var vísað til fundar Pútins með herforingjum sínum, þar sem þeir ræddu innrásina í Úkraínu, og árlegs fundar Pútíns þar sem hann svarar spurningum almennings og blaðamanna. Blaðamennirnir rússnesku segja að ummæli Pútíns á þessum viðburðum tveimur og ummæli herforingja hans, bendi til þess að þeir sjái ekki fram á að stríðinu ljúki í bráð. Þess í stað sé verið að undirbúa herinn fyrir langvarandi átök. Á fundinum með herforingjunum hafi verið vísað í allskonar tölfræði um „frelsaða“ bæi og hernumda ferkílómetra í Úkraínu en aldrei hafi verið talað um mannfall. Hart barist í austri Undanfarna mánuði hafa hörðustu átökin í Úkraínu átt sér stað í og við Pokrovsk og í Kúpíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa gert harða atlögu að Pokrovsk í marga mánuði og hafa þeir náð stórum hlutum borgarinnar á sitt vald, ef ekki allri borginni. Það er þó talið hafa kostað Rússa verulega. Talið er að telja megi fallna og særða rússneska hermenn í Pokrovsk í tugum þúsunda. Eftir að Rússar náðu stjórn á mestallri Kúpíansk fyrr í haust hófu Úkraínumenn gagnsókn þar og hefur þeim tekist að reka flesta Rússa þaðan, þó ráðamenn í Rússlandi haldi því enn fram að þeir stjórni borginni. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Blaðamenn BBC og rússneska útlagamiðilsins Mediazona hafa frá upphafi stríðsins haldið utan um tölfræði varðandi fallna rússneska hermenn. Þeir hafa staðfest, með opinberum gögnum, minningargreinum og öðrum leiðum, að Rússar hafi að minnsta kosti misst rétt tæplega 160 þúsund hermenn. Þær tölur eiga ekki við um menn frá yfirráðasvæðum Rússa í Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein BBC telja greinendur að raunverulegur fjöldi fallinna hermanna sé mun hærri. Aðrir greinendur áætla að tölur BBC og Mediazone samsvari um 45 til 65 prósentum af heildarfjölda fallinna rússneskra hermanna. Miðað við það sé fjöldi fallinna hermanna frá 243 til 352 þúsund. Forsvarsmenn NATO áætluðu í október að Rússar hefðu misst um 250 þúsund hermenn í Úkraínu. Að særðum meðtöldum væri fjöldinn 1,1 milljón manna. Blaðamenn BBC áætla að allt að 140 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið í átökunum. Ræddu ýmsa tölfræði en ekki mannfall Undanfarin ár hefur tölfrið BBC og Mediazona gefið til kynna að ár eftir ár hafi fleiri hermenn fallið. Það getur tekið blaðamenn langan tíma að staðfesta dauðsfalla hermanns. Í nýlegri frétt Mediazona um tölfræði miðlanna var vísað til fundar Pútins með herforingjum sínum, þar sem þeir ræddu innrásina í Úkraínu, og árlegs fundar Pútíns þar sem hann svarar spurningum almennings og blaðamanna. Blaðamennirnir rússnesku segja að ummæli Pútíns á þessum viðburðum tveimur og ummæli herforingja hans, bendi til þess að þeir sjái ekki fram á að stríðinu ljúki í bráð. Þess í stað sé verið að undirbúa herinn fyrir langvarandi átök. Á fundinum með herforingjunum hafi verið vísað í allskonar tölfræði um „frelsaða“ bæi og hernumda ferkílómetra í Úkraínu en aldrei hafi verið talað um mannfall. Hart barist í austri Undanfarna mánuði hafa hörðustu átökin í Úkraínu átt sér stað í og við Pokrovsk og í Kúpíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa gert harða atlögu að Pokrovsk í marga mánuði og hafa þeir náð stórum hlutum borgarinnar á sitt vald, ef ekki allri borginni. Það er þó talið hafa kostað Rússa verulega. Talið er að telja megi fallna og særða rússneska hermenn í Pokrovsk í tugum þúsunda. Eftir að Rússar náðu stjórn á mestallri Kúpíansk fyrr í haust hófu Úkraínumenn gagnsókn þar og hefur þeim tekist að reka flesta Rússa þaðan, þó ráðamenn í Rússlandi haldi því enn fram að þeir stjórni borginni.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira