Pútín sagður hafa valið Witkoff Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2025 12:47 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump. Myndin var tekin á fundið þeirra í Moskvu í ágúst en þeir hafa fundað sex sinnum á árinu. EPA/Gavriil Grigorov, Sputnik Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann. Heimboð þetta barst Mohammed bin Salman, áðurnefndum krónprinsi, frá Kirill Dmitríev, rússneskum auðjöfri, sem unnið hefur fyrir Pútín, og fylgdu því ákveðin skilyrði. Witkoff þurfti, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að mæta einn á fund Pútíns. Hann mátti ekki taka með fylgdarmann frá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), erindreka eða túlk. Í staðinn gæti Pútín sleppt Marc Fogel, bandarískum kennara, úr fangelsi í Rússlandi. Það gerði Pútín í febrúar. Sjá einnig: Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Tíu mánuðum síðar voru þeir Witkoff og Dmitríev að teikna upp ný efnahags- og öryggiskerfi fyrir Evrópu, með aðstoð Jareds Kushner, tengdasonar Trumps. Witkoff hefur verið sakaður um að ganga erinda Rússa í viðleitni Trump-liða til að koma á friði í Úkraínu en Bandaríkjamenn virðast ólmir vilja fella úr gildi refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þeir hafa einnig lagt til að losa um frysta sjóði Rússa í Evrópu og lagt til að Bandaríkjamenn og Rússar gætu notað þá sjóði. Leist ekki á Kellogg og valdi Witkoff Í frétt Wall Street Journal, þar sem farið er ítarlega yfir feril Witkoffs og störf hans sem erindreki Trumps, segir að Witkoff eigi Pútín mikið að þakka þegar kemur að auknum áhrifum hans. Þá segir einnig að upprunalega hafi Pútín verið að skoða upplýsingar sem leyniþjónustur Rússlands höfðu aflað um embættismenn í kringum Trump og þar á meðal upplýsingar um Keith Kellogg. Það er fyrrverandi herforingi sem Trump gerði snemma að erindreka sínum gagnvart Rússlandi og Úkraínu. Pútín sá meðal annars að dóttir Kellogs rak góðgerðarfélag í Úkraínu og fannst forsetanum það benda til þess að hann væri ekki líklegur til að vera hlynntur kröfum Rússa. Kellogg er einnig sagður hafa hunsað skilaboð frá Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmanni á Fox og núverandi áhrifavaldi, um að Rússar væru tilbúnir til viðræðna. Því hafi Pútín reynt að finna annan Trump-liða til að tala við og varð Witkoff fyrir valinu. Kellogg kemur ekki lengur að viðræðum um frið í Úkraínu og áhrif Witkoffs virðast hafa aukist til muna. Ráðamenn í Evrópu virðast hafa sérstakar áhyggjur af áhrifum Witkoffs og Kushners. Á nýlegum fundi margra af leiðtogum Evrópu eru þeir sagðir hafa talað um það sín á milli að þeir óttuðust að Bandaríkjamenn myndu svíkja Evrópu. Sjá einnig: Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu WSJ segir Witkoff hafa neitað ítrekuðum boðum frá forsvarsmönnum CIA um kynningar um stöðuna í Rússlandi og ráðamenn þar. Utanríkisráðuneytið hefur veitt honum nokkra aðstoðarmenn en þeir eru sagðir eiga erfitt með að fá upplýsingar um fundi hans með erlendum erindrekum og leiðtogum. Í síðasta mánuði var upptöku af símtali milli Witkoffs og Júrís Úsjakóv, aðstoðarmanns Pútíns, lekið til fjölmiðla en þar mátti heyra Witkoff ráðleggja Úsjakóv hvernig Pútín gæti haft hvað mest áhrif á Trump í væntanlegu samtali þeirra. Witkoff sagði Úsjakóv í október að Pútín ætti að hringja í Trump skömmu fyrir fund bandaríska forsetans með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í þeim mánuði. Sá fundur snerist meðal annars um það hvort Bandaríkjamenn væru tilbúnir að selja Úkraínumönnum stýriflaugar, sem Rússar vildu koma í veg fyrir. Þá sagði Witkoff hvernig Pútín gæti talað Trump til en Trump ákvað á endanum að selja Úkraínumönnum ekki stýriflaugar. Í heildina hefur Witkoff farið sex sinnum til Moskvu, þar sem hann hefur fundað persónulega með Pútín. Hann hefur aldrei farið til Kænugarðs. Þá stendur til að hann og Dmitríev muni funda í Flórída um helgina. Telur Rússa haffa komið sér frá Í samtali við blaðamenn WSJ segist Kellogg sannfærður um að Rússar hafi unnið bakvið tjöldin til að koma honum frá. Trump tók þá ákvörðun að skorða starfssvið Kellogg eingöngu við Úkraínu og ætlar hann að hætta störfum um áramótin. Witkoff situr nú einn við borðið með Rússum, ef svo má segja. Kellogg sagðist kunna vel við Witkoff og að þeir hefðu unnið vel saman. „Ég þekki Úkraínumenn og hann þekkir Rússa,“ sagði herforinginn. Trump sagði þó fyrr í vikunni að Witkoff „vissi ekkert“ um Rússland þegar hann byrjaði sem sérstakur erindreki. Hann stæði sig samt vel í starfi því fólk kunni svo vel við hann. Trump admits that his envoy for Russia-Ukraine, Steve Witkoff, "knew nothing about" Russia pic.twitter.com/aD0vzW0c9d— Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2025 Sjálfur sagðist Witkoff meðvitaður um gagnrýnina í sinn garð. Hann væri þó góður í því að gera samninga, setja sig í spor annarra og reyna að ná fram málamiðlunum. Þá sagði hann einnig að eftir tæplega fjögurra ára átök væri kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Á fyrsta fundi þeirra Witkoffs og Pútíns, þann 11. febrúar, sama dag og Rússar slepptu Fogel úr fangelsi, hlustaði Witkoff á Pútín tala um þúsund ára sögu Rússlands og tók glósur á meðan. Fogel flaug heim með Witkoff. Fundurinn stóð yfir í þrjár klukkustundir en samkvæmt heimildarmönnum WSJ var Pútín að nota fundinn til að sjá hvort Witkoff gæti verið opinn fyrir sjónarmiði Rússa þegar kemur að innrás þeirra í Úkraínu. Rússland Bandaríkin Vladimír Pútín Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sádi-Arabía Tengdar fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. 19. desember 2025 12:00 Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Evrópuleiðtogar hafa samþykkt að veita Úkraínu 90 milljarða evra lán til að mæta fjárhagslegum þörfum landsins næstu tvö árin en ekki náðist samkomulag um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna lánið. 19. desember 2025 07:05 Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét í september setja upp sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu. Þar voru settar upp myndir af forsetum Bandaríkjanna en nú hefur bæst við texti um störf þeirra og afrek, í flestum tilfellum. Í tilfellum forseta sem Trump virðist illa við var textinn níð um þá og grín á þeirra kostnað 18. desember 2025 11:14 Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla. 17. desember 2025 14:56 Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands. 16. desember 2025 11:11 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Heimboð þetta barst Mohammed bin Salman, áðurnefndum krónprinsi, frá Kirill Dmitríev, rússneskum auðjöfri, sem unnið hefur fyrir Pútín, og fylgdu því ákveðin skilyrði. Witkoff þurfti, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að mæta einn á fund Pútíns. Hann mátti ekki taka með fylgdarmann frá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), erindreka eða túlk. Í staðinn gæti Pútín sleppt Marc Fogel, bandarískum kennara, úr fangelsi í Rússlandi. Það gerði Pútín í febrúar. Sjá einnig: Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Tíu mánuðum síðar voru þeir Witkoff og Dmitríev að teikna upp ný efnahags- og öryggiskerfi fyrir Evrópu, með aðstoð Jareds Kushner, tengdasonar Trumps. Witkoff hefur verið sakaður um að ganga erinda Rússa í viðleitni Trump-liða til að koma á friði í Úkraínu en Bandaríkjamenn virðast ólmir vilja fella úr gildi refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þeir hafa einnig lagt til að losa um frysta sjóði Rússa í Evrópu og lagt til að Bandaríkjamenn og Rússar gætu notað þá sjóði. Leist ekki á Kellogg og valdi Witkoff Í frétt Wall Street Journal, þar sem farið er ítarlega yfir feril Witkoffs og störf hans sem erindreki Trumps, segir að Witkoff eigi Pútín mikið að þakka þegar kemur að auknum áhrifum hans. Þá segir einnig að upprunalega hafi Pútín verið að skoða upplýsingar sem leyniþjónustur Rússlands höfðu aflað um embættismenn í kringum Trump og þar á meðal upplýsingar um Keith Kellogg. Það er fyrrverandi herforingi sem Trump gerði snemma að erindreka sínum gagnvart Rússlandi og Úkraínu. Pútín sá meðal annars að dóttir Kellogs rak góðgerðarfélag í Úkraínu og fannst forsetanum það benda til þess að hann væri ekki líklegur til að vera hlynntur kröfum Rússa. Kellogg er einnig sagður hafa hunsað skilaboð frá Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmanni á Fox og núverandi áhrifavaldi, um að Rússar væru tilbúnir til viðræðna. Því hafi Pútín reynt að finna annan Trump-liða til að tala við og varð Witkoff fyrir valinu. Kellogg kemur ekki lengur að viðræðum um frið í Úkraínu og áhrif Witkoffs virðast hafa aukist til muna. Ráðamenn í Evrópu virðast hafa sérstakar áhyggjur af áhrifum Witkoffs og Kushners. Á nýlegum fundi margra af leiðtogum Evrópu eru þeir sagðir hafa talað um það sín á milli að þeir óttuðust að Bandaríkjamenn myndu svíkja Evrópu. Sjá einnig: Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu WSJ segir Witkoff hafa neitað ítrekuðum boðum frá forsvarsmönnum CIA um kynningar um stöðuna í Rússlandi og ráðamenn þar. Utanríkisráðuneytið hefur veitt honum nokkra aðstoðarmenn en þeir eru sagðir eiga erfitt með að fá upplýsingar um fundi hans með erlendum erindrekum og leiðtogum. Í síðasta mánuði var upptöku af símtali milli Witkoffs og Júrís Úsjakóv, aðstoðarmanns Pútíns, lekið til fjölmiðla en þar mátti heyra Witkoff ráðleggja Úsjakóv hvernig Pútín gæti haft hvað mest áhrif á Trump í væntanlegu samtali þeirra. Witkoff sagði Úsjakóv í október að Pútín ætti að hringja í Trump skömmu fyrir fund bandaríska forsetans með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í þeim mánuði. Sá fundur snerist meðal annars um það hvort Bandaríkjamenn væru tilbúnir að selja Úkraínumönnum stýriflaugar, sem Rússar vildu koma í veg fyrir. Þá sagði Witkoff hvernig Pútín gæti talað Trump til en Trump ákvað á endanum að selja Úkraínumönnum ekki stýriflaugar. Í heildina hefur Witkoff farið sex sinnum til Moskvu, þar sem hann hefur fundað persónulega með Pútín. Hann hefur aldrei farið til Kænugarðs. Þá stendur til að hann og Dmitríev muni funda í Flórída um helgina. Telur Rússa haffa komið sér frá Í samtali við blaðamenn WSJ segist Kellogg sannfærður um að Rússar hafi unnið bakvið tjöldin til að koma honum frá. Trump tók þá ákvörðun að skorða starfssvið Kellogg eingöngu við Úkraínu og ætlar hann að hætta störfum um áramótin. Witkoff situr nú einn við borðið með Rússum, ef svo má segja. Kellogg sagðist kunna vel við Witkoff og að þeir hefðu unnið vel saman. „Ég þekki Úkraínumenn og hann þekkir Rússa,“ sagði herforinginn. Trump sagði þó fyrr í vikunni að Witkoff „vissi ekkert“ um Rússland þegar hann byrjaði sem sérstakur erindreki. Hann stæði sig samt vel í starfi því fólk kunni svo vel við hann. Trump admits that his envoy for Russia-Ukraine, Steve Witkoff, "knew nothing about" Russia pic.twitter.com/aD0vzW0c9d— Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2025 Sjálfur sagðist Witkoff meðvitaður um gagnrýnina í sinn garð. Hann væri þó góður í því að gera samninga, setja sig í spor annarra og reyna að ná fram málamiðlunum. Þá sagði hann einnig að eftir tæplega fjögurra ára átök væri kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Á fyrsta fundi þeirra Witkoffs og Pútíns, þann 11. febrúar, sama dag og Rússar slepptu Fogel úr fangelsi, hlustaði Witkoff á Pútín tala um þúsund ára sögu Rússlands og tók glósur á meðan. Fogel flaug heim með Witkoff. Fundurinn stóð yfir í þrjár klukkustundir en samkvæmt heimildarmönnum WSJ var Pútín að nota fundinn til að sjá hvort Witkoff gæti verið opinn fyrir sjónarmiði Rússa þegar kemur að innrás þeirra í Úkraínu.
Rússland Bandaríkin Vladimír Pútín Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sádi-Arabía Tengdar fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. 19. desember 2025 12:00 Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Evrópuleiðtogar hafa samþykkt að veita Úkraínu 90 milljarða evra lán til að mæta fjárhagslegum þörfum landsins næstu tvö árin en ekki náðist samkomulag um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna lánið. 19. desember 2025 07:05 Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét í september setja upp sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu. Þar voru settar upp myndir af forsetum Bandaríkjanna en nú hefur bæst við texti um störf þeirra og afrek, í flestum tilfellum. Í tilfellum forseta sem Trump virðist illa við var textinn níð um þá og grín á þeirra kostnað 18. desember 2025 11:14 Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla. 17. desember 2025 14:56 Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands. 16. desember 2025 11:11 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. 19. desember 2025 12:00
Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Evrópuleiðtogar hafa samþykkt að veita Úkraínu 90 milljarða evra lán til að mæta fjárhagslegum þörfum landsins næstu tvö árin en ekki náðist samkomulag um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna lánið. 19. desember 2025 07:05
Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét í september setja upp sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu. Þar voru settar upp myndir af forsetum Bandaríkjanna en nú hefur bæst við texti um störf þeirra og afrek, í flestum tilfellum. Í tilfellum forseta sem Trump virðist illa við var textinn níð um þá og grín á þeirra kostnað 18. desember 2025 11:14
Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla. 17. desember 2025 14:56
Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands. 16. desember 2025 11:11