„Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. desember 2025 22:21 Andri Snær Stefánsson fékk ekki að fagna sigri í kvöld og raunar vantaði talsvert upp á það. VÍSIR/VILHELM Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var eðlilega ekki sáttur með leik síns liðs sem tapaði 22-28 gegn Aftureldingu á heimavelli í kvöld. KA skoraði ekki fyrr en eftir 13 mínútur í síðari hálfleik sem hleypti gestunum átta mörkum yfir og leikurinn í raun langt kominn þar með. Andri fór yfir þennan kafla í upphafi viðtalsins. „Við lentum bara á vegg sóknarlega, það var erfitt að finna réttu stöðurnar og við vorum alltof hægir og hikandi í okkar aðgerðum og leikurinn fer illa á þeim kafla, það er bara þannig, en að sama skapi þá vorum við líka í fyrri hálfleik í basli með sóknina og þar að auki að klúðra færum þannig við vorum bara í basli með að skora í dag.“ KA skoraði 38 mörk í síðasta leik, í 42-38 tapi gegn Haukum og því mikil sveifla á sóknarleiknum á einni viku. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag á vörn en það var hins vegar þannig að við erum of hikandi eins og ég sagði og það er bara eitthvað sem við verðum að taka og vinna í, því sem betur fer er stutt í næsta leik, svona er þetta stundum. Handbolti er stemningsíþrótt en við fundum ekki taktinn sem við vildum og þeir efldust og unnu sanngjarnan sigur.“ KA minnkaði muninn í fjögur mörk eftir að hafa ekki skorað í þrettán mínútur og virtist sóknarleikurinn lagast eftir að Bjarni Ófeigur fór af velli en hann aðeins með eitt mark úr níu skotum. En er Andri sammála því að hann hafi þurft að fara af velli svo aðrir leikmenn myndu sýna frumkvæði? „Já já, það var alveg rétt, við reyndum að finna lausnir allan leikinn. Sóknarlega að skipta mönnum og líka að fara í sjö á sex og það var allskonar sem við vorum að prófa og það er bara þannig að í handbolta þarf maður að þora og sækja á markið og þora að prófa en það bara gekk ekki hjá okkur sem lið í dag og það er bara staðan.“ KA fær aftur heimaleik í næstu umferð, þegar HK kemur í heimsókn á mánudaginn kemur. „Bara sem betur fer er stutt aftur í að við getum gert eitthvað gott fyrir fólkið okkar því að þetta var afleitt, ég segi bara afsakið við okkar flotta fólk sem fjölmennti í dag. Við bætum fyrir þetta á mánudaginn, það er klárt mál“, sagði Andri að lokum. Olís-deild karla KA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
KA skoraði ekki fyrr en eftir 13 mínútur í síðari hálfleik sem hleypti gestunum átta mörkum yfir og leikurinn í raun langt kominn þar með. Andri fór yfir þennan kafla í upphafi viðtalsins. „Við lentum bara á vegg sóknarlega, það var erfitt að finna réttu stöðurnar og við vorum alltof hægir og hikandi í okkar aðgerðum og leikurinn fer illa á þeim kafla, það er bara þannig, en að sama skapi þá vorum við líka í fyrri hálfleik í basli með sóknina og þar að auki að klúðra færum þannig við vorum bara í basli með að skora í dag.“ KA skoraði 38 mörk í síðasta leik, í 42-38 tapi gegn Haukum og því mikil sveifla á sóknarleiknum á einni viku. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag á vörn en það var hins vegar þannig að við erum of hikandi eins og ég sagði og það er bara eitthvað sem við verðum að taka og vinna í, því sem betur fer er stutt í næsta leik, svona er þetta stundum. Handbolti er stemningsíþrótt en við fundum ekki taktinn sem við vildum og þeir efldust og unnu sanngjarnan sigur.“ KA minnkaði muninn í fjögur mörk eftir að hafa ekki skorað í þrettán mínútur og virtist sóknarleikurinn lagast eftir að Bjarni Ófeigur fór af velli en hann aðeins með eitt mark úr níu skotum. En er Andri sammála því að hann hafi þurft að fara af velli svo aðrir leikmenn myndu sýna frumkvæði? „Já já, það var alveg rétt, við reyndum að finna lausnir allan leikinn. Sóknarlega að skipta mönnum og líka að fara í sjö á sex og það var allskonar sem við vorum að prófa og það er bara þannig að í handbolta þarf maður að þora og sækja á markið og þora að prófa en það bara gekk ekki hjá okkur sem lið í dag og það er bara staðan.“ KA fær aftur heimaleik í næstu umferð, þegar HK kemur í heimsókn á mánudaginn kemur. „Bara sem betur fer er stutt aftur í að við getum gert eitthvað gott fyrir fólkið okkar því að þetta var afleitt, ég segi bara afsakið við okkar flotta fólk sem fjölmennti í dag. Við bætum fyrir þetta á mánudaginn, það er klárt mál“, sagði Andri að lokum.
Olís-deild karla KA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira