Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 8. desember 2025 13:31 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að svíkja öryrkja sem búa erlendis um eingreiðslu, sem þeir hafa þó fengið síðustu ár óháð búsetu sinni utan Íslands. Fólk býr erlendis af ýmsum ástæðum. Öryrkjar sem búa erlendis fá ekki auka greiðslur eins og heimilisuppbót eða framfærsluppbót greidd á grundvelli lögheimilis. Þannig að heildargreiðsla til þeirra er um 60.000 kr lægri en öryrkja sem er búsettur er á Íslandi (þetta er eftir aðstæðum, þar sem heimilisuppbót og framfærsluppbót er bundin við hjúskaparstöðu viðkomandi). Ríkisstjórn Íslands er að svíkja öryrkja sem eru búsettir erlendis og það harkalega. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar ef þetta verður að lögum. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkana sem standa að ríkisstjórninni sem verður aldrei þvegin í burtu. Þetta er skömm sem verður ekki þvegin í burtu, þó svo að ríkisstjórnin breyti þessum lögum á síðustu stundu. Hérna er einfaldlega verið að ráðast á fátækasta fólk á Íslandi, vegna þess að það býr innan Evrópu og nýtir þann rétt til þess að búa utan Íslands í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra samnninga. Umræddur málaflokkur er undir stjórn Flokk Fólksins sem hefur, þegar hann var í stjórnarandstöðu farið mikið um þessa eingreiðslu á hverju ári í Desember. Með fullt af látum og upphrópunum. Þannig að greiðslan hefur fengist í gegn síðan henni var komið á árið 2021 vegna verðbólgu og verðhækkana. Þegar hinsvegar flokkur fólksins komst í ríkisstjórn og í ráðherraembætti. Þá fór að heyrast annað hljóð. Þá skiptu öryrkjar sem búa erlendis ekki neinu máli, það örlar einnig á því að öryrkjar sem búa á Íslandi skipti ekki neinu máli heldur. Stjórnmálaflokkar tala mikið og segja margt. Það sem skiptir máli er hvað þeir gera þegar þeir hafa völdin. Núna hefur það komið í ljós með ríkisstjórnina á Íslandi og þá sérstaklega flokk fólksins hvað þeim finnst og hvað þeir eru tilbúnir að gera þegar þeir eru með völdin. Það er ekki góð ásýnd, þar sem í tilraun til þess að spara er öryrkjum sem búa erlendis refsað fyrir það að búa erlendis með því að svipta þá þessari eingreiðslu. Ríkisstjórn á að hækka skatta á ríkasta fólk Íslands, ekki leita sparnaðar hjá fátækasta fólki Íslands. Í nefndaráliti sem var gefið út í dag (8. Desember 2025). Þá leggur nefndin til þess að frumvarpið fari óbreytt í gegn og verði að lögum. Þannig verði mismunun eftir búsetu lögfest á Íslandi varðandi þessa eingreiðslu, þvert á lög, stjórnarskrá Íslands og EES samninginn. Svona er ekki í lagi verður aldrei í lagi. Sama hvernig stjórnmálamenn reyna að réttlæta svona mismunun gegn fátækasta fólki á Íslandi. Þessi eingreiðsla var greidd til öryrkja sem voru búsettir erlendis árið 2024, árið 2023, árið 2022 og árið 2021. Þarna eru fjögur ár af lagafordæmi sem núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar að fara gegn. Nefndarálit Velferðarnefndar Núverandi stjórnarandstaða á Íslandi er ekkert betri. Þau nenntu ekki einu sinni að mæta í vinnuna eða umræddan fund þar sem fjallað var um þetta lagafrumvarp, eða senda inn varamann ef slíkt væri í boði. Höfundur er rithöfundur, borgaralegur vísindamaður og öryrki búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Félagsmál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að svíkja öryrkja sem búa erlendis um eingreiðslu, sem þeir hafa þó fengið síðustu ár óháð búsetu sinni utan Íslands. Fólk býr erlendis af ýmsum ástæðum. Öryrkjar sem búa erlendis fá ekki auka greiðslur eins og heimilisuppbót eða framfærsluppbót greidd á grundvelli lögheimilis. Þannig að heildargreiðsla til þeirra er um 60.000 kr lægri en öryrkja sem er búsettur er á Íslandi (þetta er eftir aðstæðum, þar sem heimilisuppbót og framfærsluppbót er bundin við hjúskaparstöðu viðkomandi). Ríkisstjórn Íslands er að svíkja öryrkja sem eru búsettir erlendis og það harkalega. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar ef þetta verður að lögum. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkana sem standa að ríkisstjórninni sem verður aldrei þvegin í burtu. Þetta er skömm sem verður ekki þvegin í burtu, þó svo að ríkisstjórnin breyti þessum lögum á síðustu stundu. Hérna er einfaldlega verið að ráðast á fátækasta fólk á Íslandi, vegna þess að það býr innan Evrópu og nýtir þann rétt til þess að búa utan Íslands í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra samnninga. Umræddur málaflokkur er undir stjórn Flokk Fólksins sem hefur, þegar hann var í stjórnarandstöðu farið mikið um þessa eingreiðslu á hverju ári í Desember. Með fullt af látum og upphrópunum. Þannig að greiðslan hefur fengist í gegn síðan henni var komið á árið 2021 vegna verðbólgu og verðhækkana. Þegar hinsvegar flokkur fólksins komst í ríkisstjórn og í ráðherraembætti. Þá fór að heyrast annað hljóð. Þá skiptu öryrkjar sem búa erlendis ekki neinu máli, það örlar einnig á því að öryrkjar sem búa á Íslandi skipti ekki neinu máli heldur. Stjórnmálaflokkar tala mikið og segja margt. Það sem skiptir máli er hvað þeir gera þegar þeir hafa völdin. Núna hefur það komið í ljós með ríkisstjórnina á Íslandi og þá sérstaklega flokk fólksins hvað þeim finnst og hvað þeir eru tilbúnir að gera þegar þeir eru með völdin. Það er ekki góð ásýnd, þar sem í tilraun til þess að spara er öryrkjum sem búa erlendis refsað fyrir það að búa erlendis með því að svipta þá þessari eingreiðslu. Ríkisstjórn á að hækka skatta á ríkasta fólk Íslands, ekki leita sparnaðar hjá fátækasta fólki Íslands. Í nefndaráliti sem var gefið út í dag (8. Desember 2025). Þá leggur nefndin til þess að frumvarpið fari óbreytt í gegn og verði að lögum. Þannig verði mismunun eftir búsetu lögfest á Íslandi varðandi þessa eingreiðslu, þvert á lög, stjórnarskrá Íslands og EES samninginn. Svona er ekki í lagi verður aldrei í lagi. Sama hvernig stjórnmálamenn reyna að réttlæta svona mismunun gegn fátækasta fólki á Íslandi. Þessi eingreiðsla var greidd til öryrkja sem voru búsettir erlendis árið 2024, árið 2023, árið 2022 og árið 2021. Þarna eru fjögur ár af lagafordæmi sem núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar að fara gegn. Nefndarálit Velferðarnefndar Núverandi stjórnarandstaða á Íslandi er ekkert betri. Þau nenntu ekki einu sinni að mæta í vinnuna eða umræddan fund þar sem fjallað var um þetta lagafrumvarp, eða senda inn varamann ef slíkt væri í boði. Höfundur er rithöfundur, borgaralegur vísindamaður og öryrki búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun