Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar 1. desember 2025 07:00 Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun