Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 11:42 Bart De Wever, forsætisráðherra Belgíu, og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fundi í síðasta mánuði. EPA/OLIVIER MATTHYS Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þetta er meðal þess sem De Wever er sagður hafa sagt í harðorðu bréfi til Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, samkvæmt frétt Politico. Henni barst bréfið eingöngu nokkrum klukkustundum áður en hún átti að leggja fram tillögu um hvernig leggja ætti hald á umrædda peninga. Embættismenn Evrópusambandsins hafa í nokkra mánuði reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi eignaupptökuna mögulegu á blaðamannafundi í gær. Þar hét hann hörðum viðbrögðum við því ef peningarnir yrðu haldlagðir af Evrópusambandinu og sagði að það yrði ekkert annað en þjófnaður. Óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Belgar hafa verið mótfallnir þessum áætlunum en De Wever hefur verið undir miklum þrýstingi um að breyta afstöðu sinni. Vonir stóðu til að framkvæmdastjórn ESB gæti veitt honum tryggingar um að Belgar myndu ekki þurfa að endurgreiða Rússum seinna meir eða að þetta kæmi niður á þeim með öðrum hætti. Í bréfi sínu til von der Leyen segir De Wever að eignarupptakan sé í grunninn röng. Þá segir hann einnig að mögulega myndi slíkt koma niður á friðarviðræðum. Í stað þess að gefa Úkraínumönnum peningana væri hægt að nota þá sem pólitíska skiptimynt við samningaborðið með Rússum. Hann segir einnig að fari svo, eins og honum þykir líklegt, að Rússar muni ekki tapa þessu stríði muni ráðamenn í Rússlandi fara fram á að fá eignir sínar aftur. Slíkt gæti, samkvæmt forsætisráðherranum, leitt til óreiðu og á endanum gæti það leitt til þess að skattgreiðendur í Evrópusambandinu þurfi að sitja uppi með kostnaðinn. Í staðinn lagði De Wever til að Evrópusambandið fjármagnaði sameiginlega lán til Úkraínumanna. Samkvæmt Politico nýtur sú hugmynd ekki mikilla vinsælda í framkvæmdastjórninni. Umdeildar ætlanir Bandaríkjamanna og Rússa Í nýopinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir Rússa í Belgíu nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Þar kom fram að hundrað milljarðar dala af þeim yrðu settir í fjárfestingasjóð sem ætlaður væri til uppbyggingar í Úkraínu og að ríki Evrópu myndu einnig setja hundrað milljarða dala í hann. Bandaríkjamenn ættu hins vegar að hirða helming hagnaðarins. Þá stóð til að restin af peningum Rússa færi í sameiginlegar fjárfestingar Bandaríkjamanna og Rússa. Þessir liðir friðaráætlunarinnar féllu ekki í kramið í Evrópu. Belgía Evrópusambandið Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem De Wever er sagður hafa sagt í harðorðu bréfi til Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, samkvæmt frétt Politico. Henni barst bréfið eingöngu nokkrum klukkustundum áður en hún átti að leggja fram tillögu um hvernig leggja ætti hald á umrædda peninga. Embættismenn Evrópusambandsins hafa í nokkra mánuði reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi eignaupptökuna mögulegu á blaðamannafundi í gær. Þar hét hann hörðum viðbrögðum við því ef peningarnir yrðu haldlagðir af Evrópusambandinu og sagði að það yrði ekkert annað en þjófnaður. Óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Belgar hafa verið mótfallnir þessum áætlunum en De Wever hefur verið undir miklum þrýstingi um að breyta afstöðu sinni. Vonir stóðu til að framkvæmdastjórn ESB gæti veitt honum tryggingar um að Belgar myndu ekki þurfa að endurgreiða Rússum seinna meir eða að þetta kæmi niður á þeim með öðrum hætti. Í bréfi sínu til von der Leyen segir De Wever að eignarupptakan sé í grunninn röng. Þá segir hann einnig að mögulega myndi slíkt koma niður á friðarviðræðum. Í stað þess að gefa Úkraínumönnum peningana væri hægt að nota þá sem pólitíska skiptimynt við samningaborðið með Rússum. Hann segir einnig að fari svo, eins og honum þykir líklegt, að Rússar muni ekki tapa þessu stríði muni ráðamenn í Rússlandi fara fram á að fá eignir sínar aftur. Slíkt gæti, samkvæmt forsætisráðherranum, leitt til óreiðu og á endanum gæti það leitt til þess að skattgreiðendur í Evrópusambandinu þurfi að sitja uppi með kostnaðinn. Í staðinn lagði De Wever til að Evrópusambandið fjármagnaði sameiginlega lán til Úkraínumanna. Samkvæmt Politico nýtur sú hugmynd ekki mikilla vinsælda í framkvæmdastjórninni. Umdeildar ætlanir Bandaríkjamanna og Rússa Í nýopinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir Rússa í Belgíu nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Þar kom fram að hundrað milljarðar dala af þeim yrðu settir í fjárfestingasjóð sem ætlaður væri til uppbyggingar í Úkraínu og að ríki Evrópu myndu einnig setja hundrað milljarða dala í hann. Bandaríkjamenn ættu hins vegar að hirða helming hagnaðarins. Þá stóð til að restin af peningum Rússa færi í sameiginlegar fjárfestingar Bandaríkjamanna og Rússa. Þessir liðir friðaráætlunarinnar féllu ekki í kramið í Evrópu.
Belgía Evrópusambandið Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira