Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2025 07:06 Forsetinn fór mikinn á Truth Social í gær. Getty/John McDonnell Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær, þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðardaginn, og sagðist hafa í hyggju að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“. Það var fátt um þakkir í löngum póstum Trump, þar sem hann hélt því meðal annars fram að af 53 milljón útlendingum í Bandaríkjunum væru flestir frá „misheppnuðum ríkjum“ eða hefðu komið til landsins úr fangelsum, geðheilbrigðisstofnunum eða gengjum. Þeim og börnum þeirra væri haldið uppi af góðhjörtuðum Bandaríkjamönnum, sem kynnu ekki við að kvarta. Þessi „flóttamannabyrði“ væri helsta ástæða alls ills í Bandaríkjunum og sem dæmi, hefðu Sómalir tekið yfir Minnesota. „Sómölsk gengi fara um göturnar og leita að „bráð“, á meðan dásamlega fólkið okkar læsir sig inni í íbúðum sínum og húsum og vonast til að vera látið í friði,“ sagði Trump. Þá sakaði hann „alvarlega þroskaheftan“ ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, um að gera ekki neitt. Forsetinn skaut einnig á þingkonuna Ilhan Omar, sem hann sagði alltaf „vafða í hijab“ og gera ekkert nema að kvarta. Trump sagði ennfremur að Omar hefði líklega komið ólöglega inn í landið, frá ríki sem væri varla hægt að kalla ríki. Omar fæddist í Sómalíu. Eins og fyrr segir, sagðist Trump myndu stöðva allan aðflutning fólks frá þriðja heims ríkjum, þar til búið væri að ná tökum á ástandinu í landinu. Allir þeir sem legðu ekki sitt af mörkum yrðu sendir úr landi. Þá hótaði hann því að stöðva alla aðstoð og greiðslur til þeirra sem ekki væru ríkisborgarar. „Að þessu sögðu; gleðilega þakkargjörðarhátíð til allra, nema til þeirra sem hata, stela, myrða og eyðileggja allt sem Bandaríkin standa fyrir. Þú verður ekki hérna lengi!“ sagði forsetinn að lokum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Það var fátt um þakkir í löngum póstum Trump, þar sem hann hélt því meðal annars fram að af 53 milljón útlendingum í Bandaríkjunum væru flestir frá „misheppnuðum ríkjum“ eða hefðu komið til landsins úr fangelsum, geðheilbrigðisstofnunum eða gengjum. Þeim og börnum þeirra væri haldið uppi af góðhjörtuðum Bandaríkjamönnum, sem kynnu ekki við að kvarta. Þessi „flóttamannabyrði“ væri helsta ástæða alls ills í Bandaríkjunum og sem dæmi, hefðu Sómalir tekið yfir Minnesota. „Sómölsk gengi fara um göturnar og leita að „bráð“, á meðan dásamlega fólkið okkar læsir sig inni í íbúðum sínum og húsum og vonast til að vera látið í friði,“ sagði Trump. Þá sakaði hann „alvarlega þroskaheftan“ ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, um að gera ekki neitt. Forsetinn skaut einnig á þingkonuna Ilhan Omar, sem hann sagði alltaf „vafða í hijab“ og gera ekkert nema að kvarta. Trump sagði ennfremur að Omar hefði líklega komið ólöglega inn í landið, frá ríki sem væri varla hægt að kalla ríki. Omar fæddist í Sómalíu. Eins og fyrr segir, sagðist Trump myndu stöðva allan aðflutning fólks frá þriðja heims ríkjum, þar til búið væri að ná tökum á ástandinu í landinu. Allir þeir sem legðu ekki sitt af mörkum yrðu sendir úr landi. Þá hótaði hann því að stöðva alla aðstoð og greiðslur til þeirra sem ekki væru ríkisborgarar. „Að þessu sögðu; gleðilega þakkargjörðarhátíð til allra, nema til þeirra sem hata, stela, myrða og eyðileggja allt sem Bandaríkin standa fyrir. Þú verður ekki hérna lengi!“ sagði forsetinn að lokum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira