Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 11:16 Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á leikskólum. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru leitast við að mæta áskorunum leikskólastigsins, einkum vegna styttingar vinnuvikunnar, með því að fækka stundum sem börn dvelja í leikskóla. Til framtíðar er æskilegt að börn verji styttri tíma í leikskóla og meiri með foreldrum sínum. Slíkar breytingar verða þó að aldrei að veruleika nema stytting vinnuvikunnar nái fyllilega til almenna vinnumarkaðarins en stærstur hluti vinnandi fólks er með mun lengri viðveru í vinnu en á við um opinbera starfsmenn. Tæplega geta börn varið tíma með foreldrum sínum meðan þau síðarnefndu eru í vinnu. Flóknar gjaldskrár sem kalla á reiknivélar Sveitarfélögin fara mismunandi leiðir til að ná markmiðinu um styttri vistunartíma barna en þó virðist tilhneigingin allra helst sú að nota verðstýringar. Smám saman eru gjaldskrár leikskóla orðnar svo flóknar að þær eru illa samanburðarhæfar á milli sveitarfélaga og foreldrar eiga í stökustu vandræðum með að átta sig á gjöldum sem þeim ber að greiða. Svo miklar eru flækjurnar að útbúnar hafa verið sérstakar reiknivélar þar sem foreldrar geta fært inn ætlaðan vistunartíma og heildarlaun sín til að átta sig á upphæð leikskólagjalda. Sú hugmynd virðist hafa orðið ofan á að æskilegt sé að tekjutengja leikskólagjöld og er borgarfulltrúum og stjórnendum leikskólamála tíðrætt um að gjaldþátttaka foreldra hafi minnkað, líkt og það sé neikvætt. Sú þróun hefur átt sér stað yfir það tímabil sem leikskólar hafa farið frá því að vera dagvistunarúrræði fyrir einstæðar mæður og yfir í að vera almennir heilsdagsskólar, sem er einhver mikilvægasta stoð íslensks samfélags. En hvers vegna ekki að tekjutengja gjöldin? Er það ekki réttlát leið til að láta þau borga sem geta og hlífa þeim sem verst standa? Við fyrstu sýn kann þetta að virðast framsækin nálgun, en svo er ekki. Tekjutengingar vega að almennum kerfum og færa þau frá því að veita þjónustu eftir þörfum yfir í að þjónusta þau sem geta greitt. Almenn kerfi eru alla jafna betri og hagkvæmari, á meðan tekjutengd kerfi eru kostnaðarsamari og stjórnsýsla þeirra flókin. Tekjutengingar enda nánast undantekningalaust á að verða svo viðamiklar að fullvinnandi fólk verður fyrir skerðingum og fólk á lægri tekjum og lægri millitekjum rekur sig stöðugt í tekjuþakið. Á Íslandi eru barnabætur til dæmis tekjutengdar og skerðingarmörkin með þeim hætti að fæstir fullvinnandi foreldrar eiga rétt á fullum barnabótum. Sama má segja um leikskólagjöld í Kópavogi, þar sem fullur afsláttur nær ekki til láglaunaforeldra í sambúð. Fólk á lægri millitekjum þarf að greiða full gjöld. Með þessu er þjónusta við barnafólk smám saman gerð að fátæktarhjálp, fremur en að stuðningi við börn og foreldra þeirra á viðkvæmu tímabili lífsins. Refsing fyrir aukavinnu Ungt fólk í dag býr við einhvern erfiðasta húsnæðismarkað í manna minnum. Þau eru í vandræðum með að koma sér þaki yfir höfuðið og ef það tekst, oftast með aðstoð nákominna, er greiðslubyrðin þung. Ein leið til að takast á við slíkan veruleika er að vinna aðeins meira, taka að sér aukavakt þegar færi gefst og reyna að skrapa saman aur til að borga inn á lánið eða eiga fyrir jólunum. En hvað þýðir það í tekjutengdum heimi? Það þýðir að allt í einu hækka leikskólagjöldin og barnabæturnar lækka. Hvernig á fólk þá að bjarga sér? Tekjutengingar refsa fyrir aukavinnu eða launahækkanir og ýta undir svarta atvinnustarfsemi, sem aftur veikir réttindi launafólks, bæði í nútíð og framtíð. Þær ýta undir spennu milli tekjuhópa og þá ekki síst þar sem tekjur segja bara hálfa söguna um afkomu; húsnæðiskostnaður segir hinn helminginn. Gengið gegn kjarasamningum Á síðasta ári voru gerðir kjarasamningar þar sem aðkoma ríkis og sveitarfélaga einkenndist af pólitískum vilja til að hlúa að barnafjölskyldum. Barna- og húsnæðisbætur voru hækkaðar, gjaldfrjálsum skólamáltíðum komið á og gefin fyrirheit um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Enn fremur skuldbundu sveitarfélög sig til að hækka ekki gjaldskrár úr hófi fram og hlífa sérstaklega barnafólki. Blekið var varla þornað þegar sum sveitarfélög hófu ofsahækkanir á leikskólagjöldum og nú eru slíkar tillögur á teikniborðinu hjá Reykjavíkurborg. Þessar hækkanir ganga í berhögg við kjarasamninga og draga úr því trausti sem verkalýðshreyfingin verður að geta borið til stjórnvalda. Innan VR eru fimm þúsund foreldrar leikskólabarna og VR er stærsta stéttarfélag ungs fólks á Íslandi. VR hefur mótmælt hækkunum leikskólagjalda fyrir hönd síns félagsfólks og þing Landssamband ísl. verzlunarmanna ályktaði í lok síðasta mánaðar gegn tekjutengingum leikskólagjalda. Við krefjumst þess að hagsmunir vinnandi foreldra séu teknir með í reikninginn við breytingar á starfsemi leikskóla. Tekjutengingar eru vond lausn og það er óásættanlegt að foreldrar á almennum vinnumarkaði greiði fyrir styttingu starfsfólks hjá hinu opinbera. Aðrar leiðir eru færar og VR er tilbúið til samstarfs um að vinna að þeim. Höfndur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Leikskólar Reykjavík Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á leikskólum. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru leitast við að mæta áskorunum leikskólastigsins, einkum vegna styttingar vinnuvikunnar, með því að fækka stundum sem börn dvelja í leikskóla. Til framtíðar er æskilegt að börn verji styttri tíma í leikskóla og meiri með foreldrum sínum. Slíkar breytingar verða þó að aldrei að veruleika nema stytting vinnuvikunnar nái fyllilega til almenna vinnumarkaðarins en stærstur hluti vinnandi fólks er með mun lengri viðveru í vinnu en á við um opinbera starfsmenn. Tæplega geta börn varið tíma með foreldrum sínum meðan þau síðarnefndu eru í vinnu. Flóknar gjaldskrár sem kalla á reiknivélar Sveitarfélögin fara mismunandi leiðir til að ná markmiðinu um styttri vistunartíma barna en þó virðist tilhneigingin allra helst sú að nota verðstýringar. Smám saman eru gjaldskrár leikskóla orðnar svo flóknar að þær eru illa samanburðarhæfar á milli sveitarfélaga og foreldrar eiga í stökustu vandræðum með að átta sig á gjöldum sem þeim ber að greiða. Svo miklar eru flækjurnar að útbúnar hafa verið sérstakar reiknivélar þar sem foreldrar geta fært inn ætlaðan vistunartíma og heildarlaun sín til að átta sig á upphæð leikskólagjalda. Sú hugmynd virðist hafa orðið ofan á að æskilegt sé að tekjutengja leikskólagjöld og er borgarfulltrúum og stjórnendum leikskólamála tíðrætt um að gjaldþátttaka foreldra hafi minnkað, líkt og það sé neikvætt. Sú þróun hefur átt sér stað yfir það tímabil sem leikskólar hafa farið frá því að vera dagvistunarúrræði fyrir einstæðar mæður og yfir í að vera almennir heilsdagsskólar, sem er einhver mikilvægasta stoð íslensks samfélags. En hvers vegna ekki að tekjutengja gjöldin? Er það ekki réttlát leið til að láta þau borga sem geta og hlífa þeim sem verst standa? Við fyrstu sýn kann þetta að virðast framsækin nálgun, en svo er ekki. Tekjutengingar vega að almennum kerfum og færa þau frá því að veita þjónustu eftir þörfum yfir í að þjónusta þau sem geta greitt. Almenn kerfi eru alla jafna betri og hagkvæmari, á meðan tekjutengd kerfi eru kostnaðarsamari og stjórnsýsla þeirra flókin. Tekjutengingar enda nánast undantekningalaust á að verða svo viðamiklar að fullvinnandi fólk verður fyrir skerðingum og fólk á lægri tekjum og lægri millitekjum rekur sig stöðugt í tekjuþakið. Á Íslandi eru barnabætur til dæmis tekjutengdar og skerðingarmörkin með þeim hætti að fæstir fullvinnandi foreldrar eiga rétt á fullum barnabótum. Sama má segja um leikskólagjöld í Kópavogi, þar sem fullur afsláttur nær ekki til láglaunaforeldra í sambúð. Fólk á lægri millitekjum þarf að greiða full gjöld. Með þessu er þjónusta við barnafólk smám saman gerð að fátæktarhjálp, fremur en að stuðningi við börn og foreldra þeirra á viðkvæmu tímabili lífsins. Refsing fyrir aukavinnu Ungt fólk í dag býr við einhvern erfiðasta húsnæðismarkað í manna minnum. Þau eru í vandræðum með að koma sér þaki yfir höfuðið og ef það tekst, oftast með aðstoð nákominna, er greiðslubyrðin þung. Ein leið til að takast á við slíkan veruleika er að vinna aðeins meira, taka að sér aukavakt þegar færi gefst og reyna að skrapa saman aur til að borga inn á lánið eða eiga fyrir jólunum. En hvað þýðir það í tekjutengdum heimi? Það þýðir að allt í einu hækka leikskólagjöldin og barnabæturnar lækka. Hvernig á fólk þá að bjarga sér? Tekjutengingar refsa fyrir aukavinnu eða launahækkanir og ýta undir svarta atvinnustarfsemi, sem aftur veikir réttindi launafólks, bæði í nútíð og framtíð. Þær ýta undir spennu milli tekjuhópa og þá ekki síst þar sem tekjur segja bara hálfa söguna um afkomu; húsnæðiskostnaður segir hinn helminginn. Gengið gegn kjarasamningum Á síðasta ári voru gerðir kjarasamningar þar sem aðkoma ríkis og sveitarfélaga einkenndist af pólitískum vilja til að hlúa að barnafjölskyldum. Barna- og húsnæðisbætur voru hækkaðar, gjaldfrjálsum skólamáltíðum komið á og gefin fyrirheit um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Enn fremur skuldbundu sveitarfélög sig til að hækka ekki gjaldskrár úr hófi fram og hlífa sérstaklega barnafólki. Blekið var varla þornað þegar sum sveitarfélög hófu ofsahækkanir á leikskólagjöldum og nú eru slíkar tillögur á teikniborðinu hjá Reykjavíkurborg. Þessar hækkanir ganga í berhögg við kjarasamninga og draga úr því trausti sem verkalýðshreyfingin verður að geta borið til stjórnvalda. Innan VR eru fimm þúsund foreldrar leikskólabarna og VR er stærsta stéttarfélag ungs fólks á Íslandi. VR hefur mótmælt hækkunum leikskólagjalda fyrir hönd síns félagsfólks og þing Landssamband ísl. verzlunarmanna ályktaði í lok síðasta mánaðar gegn tekjutengingum leikskólagjalda. Við krefjumst þess að hagsmunir vinnandi foreldra séu teknir með í reikninginn við breytingar á starfsemi leikskóla. Tekjutengingar eru vond lausn og það er óásættanlegt að foreldrar á almennum vinnumarkaði greiði fyrir styttingu starfsfólks hjá hinu opinbera. Aðrar leiðir eru færar og VR er tilbúið til samstarfs um að vinna að þeim. Höfndur er formaður VR.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun