Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2025 10:59 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu sátu fyrir svörum í Seðlabankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Helstu greiningaraðilar höfðu spáð því að nefndin myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Að upplestri ákvörðunarinnar og kynningu nýs rits Peningamála loknum sátu þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, fyrir svörum í Svörtuloftum. Vega á móti áhrifum umrótsins Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, reið á vaðið og spurði hvort skilja mætti framsýna leiðsögn peningastefnunefndarinnar sem svo að högg í raunhagkerfinu, sem dunið hafa á undanfarið, hefðu ekki dugað til þess að vextir yrðu lækkaðir. Í leiðsögninni sagði að það umrót sem hefði orðið á innlendum lánamarkaði væri líklegt til þess að þrengja að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila þótt raunvextir Seðlabankans hefðu lítið breyst. „Í því ljósi telur nefndin rétt að lækka vexti bankans til að vega á móti þeirri herðingu á taumhaldi sem umrótinu fylgir.“ Erfitt að svara hvað ef spurningu Ásgeir sagði erfitt að svara hvað ef spurningu fyrir hönd peningastefnunefndar en það sé þó alveg ljóst að breytingar á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu væru ein meginástæðan fyrir því að nefndin ákvað að lækka stýrivexti. „Það sem gerðist í kjölfar hans er að við erum að sjá herðingu á aðhaldi, allavega í einum kanal stefnunnar, sem snýr að heimilinum, þannig að það er ekki mjög heppilegt á þessum tímapunkti að við séum að herða aðhaldið.“ Hins vegar liggi einnig fyrir að öll áföll á framboðshlið raunhagkerfisins dragi úr hagvaxtargetu hagkerfisins og ættu því að lækka raunvaxtastigið í kerfinu. „Við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur fram og hvernig spilast úr þessu. Það er alveg ljóst að ef hagvaxtargeta hagkerfisins er að minnka þá þarf minna raunvaxtaaðhald til að ná verðbólgujafnvægi. En á sama tíma erum við að horfa á það að verðbólguvæntingar eru fastar í fjórum prósentum og það er áhyggjuefni fyrir okkur. Sá möguleiki er fyrir hendi að verðhækkanir haldi áfram þrátt fyrir samdrátt í kerfinu.“ Spurning hvernig stéttarfélögin sjái framtíðina fyrir sér Þá hafi nefndin verulegar áhyggjur af því að laun hækki um átta prósent á ári og spurningin sé hvort sú hækkun ætli að halda áfram. „Maður veltir þá fyrir sér hvernig verkalýðsfélögin í þessu landi sjái fyrir sér framtíðina. Það er eitthvað sem við veltum fyrir okkur og vitum ekki hvernig fer. Það er þannig núna að þessi áföll hafa ekki komið fram í tölum, nema að einhverju leyti í því að gengið hefur aðlagast.“ Lánskjör hafi snarversnað Þórarinn greip þá orðið og sagði alveg ljóst í hans huga að vaxtaákvörðunin núna hafi snúist um vaxtadóminn. Áföll í raunhagkerfinu snúist frekar um hraðann á vaxtalækkunum fram á við. „Þessi breyting sem varð með þessum dómi rifjaði upp fyrir mér orð Johns Maynard Keynes á sínum tíma, sem sagði Þegar staðreyndirnar breytast, þá breyti ég um skoðun. Hvað gerir þú, herra minn? Staðreyndin er sú í mínum huga að lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað. Fjármálaskilyrði heimilanna hafa versnað verulega, ekki bara vaxtakjörin sjálf heldur lánstíminn sem er í boði, afurðirnar sem eru í boði, sem hefur minnkað snarlega. Þannig að að óbreyttum raunvöxtum okkar þá hafa raunvaxtakjör sem heimildin standa frammi fyrir, sem sagt á hinum enda miðlunarferlisins, hækkað. Það felur í sér peningalega herðingu, sem ég held að sé ekki mjög æskileg.“ Vaxtamálið Neytendur Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Helstu greiningaraðilar höfðu spáð því að nefndin myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Að upplestri ákvörðunarinnar og kynningu nýs rits Peningamála loknum sátu þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, fyrir svörum í Svörtuloftum. Vega á móti áhrifum umrótsins Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, reið á vaðið og spurði hvort skilja mætti framsýna leiðsögn peningastefnunefndarinnar sem svo að högg í raunhagkerfinu, sem dunið hafa á undanfarið, hefðu ekki dugað til þess að vextir yrðu lækkaðir. Í leiðsögninni sagði að það umrót sem hefði orðið á innlendum lánamarkaði væri líklegt til þess að þrengja að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila þótt raunvextir Seðlabankans hefðu lítið breyst. „Í því ljósi telur nefndin rétt að lækka vexti bankans til að vega á móti þeirri herðingu á taumhaldi sem umrótinu fylgir.“ Erfitt að svara hvað ef spurningu Ásgeir sagði erfitt að svara hvað ef spurningu fyrir hönd peningastefnunefndar en það sé þó alveg ljóst að breytingar á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu væru ein meginástæðan fyrir því að nefndin ákvað að lækka stýrivexti. „Það sem gerðist í kjölfar hans er að við erum að sjá herðingu á aðhaldi, allavega í einum kanal stefnunnar, sem snýr að heimilinum, þannig að það er ekki mjög heppilegt á þessum tímapunkti að við séum að herða aðhaldið.“ Hins vegar liggi einnig fyrir að öll áföll á framboðshlið raunhagkerfisins dragi úr hagvaxtargetu hagkerfisins og ættu því að lækka raunvaxtastigið í kerfinu. „Við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur fram og hvernig spilast úr þessu. Það er alveg ljóst að ef hagvaxtargeta hagkerfisins er að minnka þá þarf minna raunvaxtaaðhald til að ná verðbólgujafnvægi. En á sama tíma erum við að horfa á það að verðbólguvæntingar eru fastar í fjórum prósentum og það er áhyggjuefni fyrir okkur. Sá möguleiki er fyrir hendi að verðhækkanir haldi áfram þrátt fyrir samdrátt í kerfinu.“ Spurning hvernig stéttarfélögin sjái framtíðina fyrir sér Þá hafi nefndin verulegar áhyggjur af því að laun hækki um átta prósent á ári og spurningin sé hvort sú hækkun ætli að halda áfram. „Maður veltir þá fyrir sér hvernig verkalýðsfélögin í þessu landi sjái fyrir sér framtíðina. Það er eitthvað sem við veltum fyrir okkur og vitum ekki hvernig fer. Það er þannig núna að þessi áföll hafa ekki komið fram í tölum, nema að einhverju leyti í því að gengið hefur aðlagast.“ Lánskjör hafi snarversnað Þórarinn greip þá orðið og sagði alveg ljóst í hans huga að vaxtaákvörðunin núna hafi snúist um vaxtadóminn. Áföll í raunhagkerfinu snúist frekar um hraðann á vaxtalækkunum fram á við. „Þessi breyting sem varð með þessum dómi rifjaði upp fyrir mér orð Johns Maynard Keynes á sínum tíma, sem sagði Þegar staðreyndirnar breytast, þá breyti ég um skoðun. Hvað gerir þú, herra minn? Staðreyndin er sú í mínum huga að lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað. Fjármálaskilyrði heimilanna hafa versnað verulega, ekki bara vaxtakjörin sjálf heldur lánstíminn sem er í boði, afurðirnar sem eru í boði, sem hefur minnkað snarlega. Þannig að að óbreyttum raunvöxtum okkar þá hafa raunvaxtakjör sem heimildin standa frammi fyrir, sem sagt á hinum enda miðlunarferlisins, hækkað. Það felur í sér peningalega herðingu, sem ég held að sé ekki mjög æskileg.“
Vaxtamálið Neytendur Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira