Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 23:45 Lögreglan hvetur foreldra til að ræða við börn sín og fylgjast með samfélagsmiðlum þeirra og líðan þeirra. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira