Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 13:07 Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira