Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2025 19:40 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja frumvarpið fram vegna yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar um að skoða að taka upp viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu á ný. Vilja þingmennirnir að æðstu stjórnendur og aðstoðarmenn ráðherra, sem sinna hagsmunagæslu fyrir hönd Íslands í samningaviðræðum við erlend ríki, bandalög þeirra og alþjóðastofnanir, megi ekki þiggja embætti á vegum þessara erlendu aðila í átján mánuði eftir að þeir láta af störfum í Stjórnarráðinu. Freistnivandinn nægur fyrir Guðlaugur Þór Þórðarson, einn flutningsmanna, segir stjórnmála- og embættismenn hafa mikla hagsmuni af því að Ísland gangi í ESB. „Það liggur alveg fyrir að ef svo illa vildi til, sem ég vona að verði nú aldrei, að við myndum ganga inn. Þá yrði að manna hundruð starfa sem skattgreiðendur greiða fyrir. En það er alveg ljóst að þeir sem ganga fyrir í þau störf eru stjórnmálamenn, fyrrverandi stjórnmálamenn og embættismenn. Freistnivandinn er alveg nægur fyrir þó það verði nú ekki þannig að þegar fólk er búið að setjast niður og gæta hagsmuna Íslands að það stökkvi í störfin strax á eftir,“ segir Guðlaugur Þór. Slæm dæmi erlendis frá Sambærilegar reglur þekkist í mörgum nágranna- og vinaþjóðum. Í greinargerð frumvarpsins segir að til séu nýleg dæmi þar sem fyrrverandi ráðamenn vestrænna ríkja hafa sætt gagnrýni vegna persónulegra ákvarðana eftir að hafa látið af embætti. „Þetta eru reglur sem eru annars staðar af ástæðu. Því fólk hefur séð slæm dæmi. Þess vegna er þetta mál fram komið. Auðvitað væri eðlilegt að ríkisstjórn sem vill ganga inn væri að hugsa á þessum nótum en svo er ekki. Þess vegna hefur Diljá Mist og við hin ákveðið að koma fram með þetta frumvarp,“ segir Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Sjá meira
Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja frumvarpið fram vegna yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar um að skoða að taka upp viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu á ný. Vilja þingmennirnir að æðstu stjórnendur og aðstoðarmenn ráðherra, sem sinna hagsmunagæslu fyrir hönd Íslands í samningaviðræðum við erlend ríki, bandalög þeirra og alþjóðastofnanir, megi ekki þiggja embætti á vegum þessara erlendu aðila í átján mánuði eftir að þeir láta af störfum í Stjórnarráðinu. Freistnivandinn nægur fyrir Guðlaugur Þór Þórðarson, einn flutningsmanna, segir stjórnmála- og embættismenn hafa mikla hagsmuni af því að Ísland gangi í ESB. „Það liggur alveg fyrir að ef svo illa vildi til, sem ég vona að verði nú aldrei, að við myndum ganga inn. Þá yrði að manna hundruð starfa sem skattgreiðendur greiða fyrir. En það er alveg ljóst að þeir sem ganga fyrir í þau störf eru stjórnmálamenn, fyrrverandi stjórnmálamenn og embættismenn. Freistnivandinn er alveg nægur fyrir þó það verði nú ekki þannig að þegar fólk er búið að setjast niður og gæta hagsmuna Íslands að það stökkvi í störfin strax á eftir,“ segir Guðlaugur Þór. Slæm dæmi erlendis frá Sambærilegar reglur þekkist í mörgum nágranna- og vinaþjóðum. Í greinargerð frumvarpsins segir að til séu nýleg dæmi þar sem fyrrverandi ráðamenn vestrænna ríkja hafa sætt gagnrýni vegna persónulegra ákvarðana eftir að hafa látið af embætti. „Þetta eru reglur sem eru annars staðar af ástæðu. Því fólk hefur séð slæm dæmi. Þess vegna er þetta mál fram komið. Auðvitað væri eðlilegt að ríkisstjórn sem vill ganga inn væri að hugsa á þessum nótum en svo er ekki. Þess vegna hefur Diljá Mist og við hin ákveðið að koma fram með þetta frumvarp,“ segir Guðlaugur Þór.
Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Sjá meira