Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 23:59 Frumvörp ráðherranna eru komin í gegnum fyrstu umræðu. Samsett Fjórum frumvörpum til laga var vísað til nefndar í kjölfar fyrstu umræðu á þingfundi Alþingis í dag. Þar á meðal er frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð og frumvarp menntamálaráðherra um síma í grunnskólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um brottfararstöð þar sem lagt er til að setja á laggirnar brottfararstöð fyrir útlendinga sem til dæmis neita að gefa upp hverjir þeir eru, hafi ekki sinnt tilkynningarskyldu eða skyldu til dvalar á ákveðnum stað eða endanleg ákvörðun hefur verið tekin um brottvísun og tilgangur frelsissviptingarinnar sé að flytja viðkomandi úr landi. Frumvarpið hlaut nokkra gagnrýni þegar drög þess voru lögð fram í samráðsgátt þar sem ýmis mannréttindasamtök sögðu stöðina líkjast fangelsi og væri bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Eftir að umsagnirnar bárust var frumvarpið lagt fyrir þingið og vakti það athygli að þá var talað um starfsfólk brottfararstöðvar í stað fangaverði líkt og í drögunum. Þorbjörg Sigríður sagði þó enga eðlisbreytingu verða á störfum starfsfólksins. Einnig er vert að taka fram að í drögum frumvarpsins var sérstaklega tekið fram að vistmenn mættu taka á móti fjölmiðlafólki og koma í viðtal, með leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í frumvarpinu sjálfu hefur sú setning verið tekin út og heimild vistmannsins, að því virðist, rýmkuð en þar stendur að vistmenn eigi rétt á að taka á móti gestum, hringja símtöl og eiga í bréfasendingum, eins og aðstæður leyfa. Frumvarpið var til umræðu á þinginu í dag í rúmar tvær klukkustundir en að umræðunum loknum var samþykkt að frumvarpið gengi til allsherjar- og menntamálanefndar. Símafríið einu skrefi nær Fyrsta umræða um frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, var einnig á dagskrá. Frumvarpið er um breytingu á lögum um grunnskóla, sérstaklega hvað varðar notkun síma og snjalltækja. Lagt er til að ráðherrann fái skýrari heimildir til að kveða á um notkun síma og snjalltækja í grunnskólum landsins en að auki í frístundastarfi. Markmiðið sé að samræma reglur skólanna, búa til betra umhverfi fyrir nemendur og stuðla að ábyrgri nethegðun. Í viðtali í byrjun október sagði Guðmundur að ekki væri um símabann að ræða heldur símafrí. Tekið er fram í geinargerð frumvarpsins að ekki sé ætlað að banna eða útiloka tækni heldur stuðla að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Frumvarpinu var einnig vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir að þingmennirnir ræddu það í um þrjár og hálfa klukkustund. Bæti ójafnvægi á raforkumarkaði og stafrænir sýslumenn Einnig var frumvarpi Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að ójafnvægi hafi myndast á milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði þar sem framleiðsla hafi ekki haldið í við vaxandi umsvif í samfélaginu. Liður í því að bæta stöðuna sé að endurskoða lögin, en það mun fara fram í tveimur skrefum og er frumvarpið það fyrra. Annað frumvarp dómsmálaráðherra bætist einnig við á verkefnalista allsherjar- og menntamálanefndar en það fjallar um stafræna og rafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum. Með frumvarpinu er ætlunin að bæta starfræna þjónustu hins opinbera og að með því megi efla þjónustu sýslumannsembættanna. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Grunnskólar Símanotkun barna Börn og uppeldi Loftslagsmál Orkumál Stafræn þróun Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um brottfararstöð þar sem lagt er til að setja á laggirnar brottfararstöð fyrir útlendinga sem til dæmis neita að gefa upp hverjir þeir eru, hafi ekki sinnt tilkynningarskyldu eða skyldu til dvalar á ákveðnum stað eða endanleg ákvörðun hefur verið tekin um brottvísun og tilgangur frelsissviptingarinnar sé að flytja viðkomandi úr landi. Frumvarpið hlaut nokkra gagnrýni þegar drög þess voru lögð fram í samráðsgátt þar sem ýmis mannréttindasamtök sögðu stöðina líkjast fangelsi og væri bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Eftir að umsagnirnar bárust var frumvarpið lagt fyrir þingið og vakti það athygli að þá var talað um starfsfólk brottfararstöðvar í stað fangaverði líkt og í drögunum. Þorbjörg Sigríður sagði þó enga eðlisbreytingu verða á störfum starfsfólksins. Einnig er vert að taka fram að í drögum frumvarpsins var sérstaklega tekið fram að vistmenn mættu taka á móti fjölmiðlafólki og koma í viðtal, með leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í frumvarpinu sjálfu hefur sú setning verið tekin út og heimild vistmannsins, að því virðist, rýmkuð en þar stendur að vistmenn eigi rétt á að taka á móti gestum, hringja símtöl og eiga í bréfasendingum, eins og aðstæður leyfa. Frumvarpið var til umræðu á þinginu í dag í rúmar tvær klukkustundir en að umræðunum loknum var samþykkt að frumvarpið gengi til allsherjar- og menntamálanefndar. Símafríið einu skrefi nær Fyrsta umræða um frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, var einnig á dagskrá. Frumvarpið er um breytingu á lögum um grunnskóla, sérstaklega hvað varðar notkun síma og snjalltækja. Lagt er til að ráðherrann fái skýrari heimildir til að kveða á um notkun síma og snjalltækja í grunnskólum landsins en að auki í frístundastarfi. Markmiðið sé að samræma reglur skólanna, búa til betra umhverfi fyrir nemendur og stuðla að ábyrgri nethegðun. Í viðtali í byrjun október sagði Guðmundur að ekki væri um símabann að ræða heldur símafrí. Tekið er fram í geinargerð frumvarpsins að ekki sé ætlað að banna eða útiloka tækni heldur stuðla að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Frumvarpinu var einnig vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir að þingmennirnir ræddu það í um þrjár og hálfa klukkustund. Bæti ójafnvægi á raforkumarkaði og stafrænir sýslumenn Einnig var frumvarpi Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að ójafnvægi hafi myndast á milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði þar sem framleiðsla hafi ekki haldið í við vaxandi umsvif í samfélaginu. Liður í því að bæta stöðuna sé að endurskoða lögin, en það mun fara fram í tveimur skrefum og er frumvarpið það fyrra. Annað frumvarp dómsmálaráðherra bætist einnig við á verkefnalista allsherjar- og menntamálanefndar en það fjallar um stafræna og rafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum. Með frumvarpinu er ætlunin að bæta starfræna þjónustu hins opinbera og að með því megi efla þjónustu sýslumannsembættanna.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Grunnskólar Símanotkun barna Börn og uppeldi Loftslagsmál Orkumál Stafræn þróun Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira