Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Aron Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2025 10:32 Reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson hefur lengi vel staðið vaktina í marki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. vísir/Anton Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram og handboltasérfræðingur segir góða frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í seinni leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum þaggað niður í efasemdarröddum þess efnis hvort hann ætti að fara með liðinu á EM í janúar. Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira