Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir, Gunnsteinn R. Ómarsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigfús Benóný Harðarson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifa 3. nóvember 2025 10:31 - til samstarfs um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn Það var ánægjulegt að lesa grein meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss á dögunum þar sem sett er fram prýðilega rökstudd og metnaðarfull hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Nýjan tón kveður við í umræðunni sem er að kallað sé eftir samstöðu um þetta mikilvæga samfélagsmál og minnihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss tekur heilshugar undir það. Við viljum hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Við í minnihlutanum deilum þeirri skoðun að uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn sé bæði tímabær og nauðsynleg. Þorlákshöfn er stærsti þéttbýliskjarni á Suðurlandi þar sem slíkt heimili er ekki fyrir hendi, og með ört vaxandi íbúafjölda er ljóst að þörfin fer sívaxandi. Auk þess er Þorlákshöfn staðsett miðsvæðis á suðvesturhorni landsins og getur þjónustað stórt svæði með góðu móti og því kjörinn kostur til slíkar uppbyggingar.Í grein meirihlutans er skorað á þingmenn kjördæmisins að styðja við verkefnið og það er vissulega mikilvægt. Ekki er síður mikilvægt er að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi, sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu máli og svo mörgum öðrum. Slík samvinna myndi styrkja verkefnið gagnvart samtalinu við ríkisvaldið og skapa breiðari stuðning. Í opinberri stjórnsýslu eru hins vegar verkferlar sem verður að virða og rétt leið í þessu verkefni er að bæjaryfirvöld nái samtali við ráðherra málaflokksins áður en áskorun til þingmanna er sett fram. Þetta samtal hefur ekki farið fram og verður að eiga sér stað hið fyrsta. Samstarf er lykill að árangri Því miður hefur þróunin verið sú undanfarin kjörtímabil að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi hefur ekki sýnt mikinn samstarfsvilja, hvorki gagnvart minnihlutanum í bæjarstjórn sveitarfélagsins né samstarfssveitarfélögum innan SASS. Nú gefst tækifæri til að snúa við blaðinu og leggja grunn að nýjum vinnubrögðum þar sem traust og gagnkvæm virðing ráða för.Samstarf er ekki veikleiki, samstarf er styrkur sem byggir upp samfélög. Uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn er verkefni sem krefst samstöðu, ekki sundrungar. Tími til að byggja saman Kjörnir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar sveitarfélagsins Ölfuss eru tilbúnir til samstarfs. Við viljum leggja okkar af mörkum til að Þorlákshöfn fái loksins hjúkrunarheimili sem íbúar sveitarfélagsins og nærsveita eiga skilið. Með samvinnu allra, þ.m.t. bæjarstjórnar, sveitarfélaga á Suðurlandi og þingmanna getum við gert þetta að veruleika.Þetta er ekki verkefni einnar hreyfingar, þetta er verkefni samfélagsins alls. Berglind Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Gunnsteinn R. Ómarsson, varabæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Hrönn Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Sigfús Benóný Harðarson, varabæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Hjúkrunarheimili Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
- til samstarfs um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn Það var ánægjulegt að lesa grein meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss á dögunum þar sem sett er fram prýðilega rökstudd og metnaðarfull hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Nýjan tón kveður við í umræðunni sem er að kallað sé eftir samstöðu um þetta mikilvæga samfélagsmál og minnihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss tekur heilshugar undir það. Við viljum hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Við í minnihlutanum deilum þeirri skoðun að uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn sé bæði tímabær og nauðsynleg. Þorlákshöfn er stærsti þéttbýliskjarni á Suðurlandi þar sem slíkt heimili er ekki fyrir hendi, og með ört vaxandi íbúafjölda er ljóst að þörfin fer sívaxandi. Auk þess er Þorlákshöfn staðsett miðsvæðis á suðvesturhorni landsins og getur þjónustað stórt svæði með góðu móti og því kjörinn kostur til slíkar uppbyggingar.Í grein meirihlutans er skorað á þingmenn kjördæmisins að styðja við verkefnið og það er vissulega mikilvægt. Ekki er síður mikilvægt er að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi, sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu máli og svo mörgum öðrum. Slík samvinna myndi styrkja verkefnið gagnvart samtalinu við ríkisvaldið og skapa breiðari stuðning. Í opinberri stjórnsýslu eru hins vegar verkferlar sem verður að virða og rétt leið í þessu verkefni er að bæjaryfirvöld nái samtali við ráðherra málaflokksins áður en áskorun til þingmanna er sett fram. Þetta samtal hefur ekki farið fram og verður að eiga sér stað hið fyrsta. Samstarf er lykill að árangri Því miður hefur þróunin verið sú undanfarin kjörtímabil að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi hefur ekki sýnt mikinn samstarfsvilja, hvorki gagnvart minnihlutanum í bæjarstjórn sveitarfélagsins né samstarfssveitarfélögum innan SASS. Nú gefst tækifæri til að snúa við blaðinu og leggja grunn að nýjum vinnubrögðum þar sem traust og gagnkvæm virðing ráða för.Samstarf er ekki veikleiki, samstarf er styrkur sem byggir upp samfélög. Uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn er verkefni sem krefst samstöðu, ekki sundrungar. Tími til að byggja saman Kjörnir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar sveitarfélagsins Ölfuss eru tilbúnir til samstarfs. Við viljum leggja okkar af mörkum til að Þorlákshöfn fái loksins hjúkrunarheimili sem íbúar sveitarfélagsins og nærsveita eiga skilið. Með samvinnu allra, þ.m.t. bæjarstjórnar, sveitarfélaga á Suðurlandi og þingmanna getum við gert þetta að veruleika.Þetta er ekki verkefni einnar hreyfingar, þetta er verkefni samfélagsins alls. Berglind Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Gunnsteinn R. Ómarsson, varabæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Hrönn Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Sigfús Benóný Harðarson, varabæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun