Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson, Haukur Magnússon, Kristján Vigfússon og Margrét Manda Jónsdóttir skrifa 31. október 2025 11:30 Það er sunnudagsmorgun á fjölbýlasta svæði landsins. Fólk er að reyna að hvíla sig og slaka á. Börnin hafa verið með haustpestirnar og eru slöpp. Kl. 22.32 kvöldið áður fór eitthvað fljúgandi ferlíki yfir stórt íbúahverfi og tefur þar af leiðandi háttatíma fram yfir kl. 23.00. Ekki vitum við hvort þetta hafi verið einkaflugvél, sjúkraflugvél eða áætlunarflug en lætin voru allavegana yfirþyrmandi svona seint að kvöldi. Ekkert sást á FlightRadar þannig að mögulega var þetta fljúgandi furðuhlutur, enda algjör tímaskekkja að vera að beina öðru yfir fjölmenna byggð á þessum tíma. Svo vaknar öll fjölskyldan við að moldríkur eigandi Martin's Famous Pastry Shoppe drunar einkaþotu yfir tugþúsundum manna kl. 08.11. Við hefðum kosið frekari hvíld og næði á hvíldardeginum en Martin þarf líklega að komast heim til Pennsylvaníu til að baka eftir djammið í Reykjavík. Tveimur mínútum síðar fer áætlunarflug í loftið frá Akureyri og þó að fólk sé almennt ekki á móti því að Akureyringar fari heim til sín verður þetta yfirþyrmandi í bland við allt annað sem á eftir kemur. Fleiri vélar fara af stað með hávaða og látum um morguninn, þar á meðal einhver auðmaður sem ætlar til austurstrandar Skotlands kl. 09.18. Það er skiljanlegt því þar er mjög fallegt á þessum tíma árs, og örugglega virði þess að fórna hvíld og næði Reykvíkinga, Kópavogsbúa, Garðbæinga og Hafnfirðinga fyrir einn auðmann á einkaþotu. Að reka flugvöll í miðri höfuðborg er örugglega vandasamt verk, þar sem stjórnendur þurfa reglulega að meta hvers virði lýðheilsa borgaranna er gagnvart hagsmunum milljarðamæringa sem ferðast um á einkaþotum og þyrlum. Það væri samt vel þegið ef við fengjum stundum grið, þó ekki væri nema á sunnudögum fyrir hádegi, eða á kvöldin þegar börn og þreyttir fara að sofa. Nóg er að taka burtu friðinn á góðviðrisdögum, í afmælum, í jarðarförum, skólastofum, sjósundi, leikvöllum og í göngutúrum. Okkur hefur verið sagt að Reykjavíkurflugvöllur verði að vera á þessum stað og einungis þarna vegna þess að það væri svo mikilvægt fyrir veikt og slasað fólk af landsbyggðinni. Og auðvitað skiptir máli að landsmenn allir hafi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. En rúmu ári eftir að íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð, og eftir fundi með sex ráðherrum, þremur borgar-og sveitarstjórum, tveimur heilbrigðiseftirlitum og ISAVIA hefur enginn þeirra getað útskýrt fyrir okkur hvers vegna mikilvægt er að hafa mjög háværa og allra hættulegustu flugumferð sem völ er á yfir fjölmennustu íbúabyggð landsins. Stutt er síðan að nefhjól féll á Austurvöll og nýlegt atvik við þar sem tvær kennsluvélar lentu nærri því í árekstri við Kársnes, sýnir svart á hvítu hve litlu má muna áður en hörmung á sér stað. Ef verr hefði farið, hefðum við verið að ræða lífshættuleg slys í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Ef skoðaður ef fjöldi alvarlegra atvika sem hefur orðið í kringum völlinn undanfarin tíu ár, frá flugumferðarstjórum að horfa á enska boltann, fólki að labba inn á flugbrautir og misbrestur hjá þjónustuaðilum einkaþota að tilkynna alvarleg atvik vaknar upp sú spurning hver hefur eftirlit og ábyrgð með vellinum? Eftir fundi okkar með stjórnvöldum virðist enginn vilja halda á heitu kartöflunni, og rekstraraðilinn hefur eftirlit með sjálfu sér. Vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda fyrr og nú er staðan þannig að erlendir auðmenn og erlend fyrirtæki nota Reykjavíkurflugvöll sem sinn prívat leikvöll og valda gríðarlegri mengun og heilsuspillandi hávaða fyrir okkur sem hér búum. Að auki borga þau lítið fyrir afnot af dýrmætasta landi þjóðarinnar. Það þarf ekki að tæma budduna fyrir Parka né EasyPark í miðbænum ef maður kemur á þotu eða þyrlu. Þyrluferðir með erlenda ferðamenn í útsýnisflug yfir þéttbýli, þar sem farið er yfir íbúðarhverfi, sundlaugar, leiksvæði barna og sjúkrahús, skapa ónauðsynlegan hávaða, loftmengun og hættu fyrir íbúa. Engin reglugerð er til staðar um útsýnisflug yfir þéttbýli þrátt fyrir að áhrif þess á heilsu og lífsgæði séu vel þekkt, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum eins og börnum og sjúklingum. Til að tryggja velferð og öryggi allra landsmanna þurfa stjórnvöld að forgangsraða flugi sem fer um Reykjavíkurflugvöll og setja skýr mörk við allri óþarfa flugumferð. Við hvetjum stjórnvöld til að grípa tafarlaust til aðgerða og: Endurskoða reglur um nýtingu Reykjavíkurflugvallar með áherslu á öryggi og heilsu þannig að allt þyrluflug sem er ekki sjúkra-eða björgunarflug fari út fyrir borgarmörkin. Að einkaþotum og einkaflugvélum verði skylt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Og að staðið verði við samninga um að kennsluflug verði fært út fyrir þéttbýlið. Setja skýr mörk á útsýnis- og einkaþotuflug yfir þéttbýli og náttúruperlum um land allt. Það skýtur skökku við að vera með ítarlegar umferðarreglur fyrir bifreiðar í þéttbýli, í dreifbýli og á hálendinu, en eigi maður þyrlu eða flugvél geti maður flogið hvert sem er, yfir hvern sem er, hvenær sem er. Tryggja að sjúkraflug, áætlunarflug innanlands og Landhelgisgæslan séu forgangstegundir flugs á Reykjavíkuflugvelli. Að aðrar tegundir flugs geti aðeins notast við völlinn í neyðar-og undantekningartilvikum. Okkur var sagt að Reykjavíkurflugvöllur yrði að vera þarna og einungis þarna til að tryggja öryggi landsmanna. Það er hinsvegar erfitt að sjá af hverju það að Martin milljarðamæringur geti lagt einkaþotunni sinni fyrir gjafaverð á verðmætasta landsvæði Íslands og komist þannig örlítið fyrr heim í bakaríið sitt skiptir máli fyrir íslenskan almenning. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er sunnudagsmorgun á fjölbýlasta svæði landsins. Fólk er að reyna að hvíla sig og slaka á. Börnin hafa verið með haustpestirnar og eru slöpp. Kl. 22.32 kvöldið áður fór eitthvað fljúgandi ferlíki yfir stórt íbúahverfi og tefur þar af leiðandi háttatíma fram yfir kl. 23.00. Ekki vitum við hvort þetta hafi verið einkaflugvél, sjúkraflugvél eða áætlunarflug en lætin voru allavegana yfirþyrmandi svona seint að kvöldi. Ekkert sást á FlightRadar þannig að mögulega var þetta fljúgandi furðuhlutur, enda algjör tímaskekkja að vera að beina öðru yfir fjölmenna byggð á þessum tíma. Svo vaknar öll fjölskyldan við að moldríkur eigandi Martin's Famous Pastry Shoppe drunar einkaþotu yfir tugþúsundum manna kl. 08.11. Við hefðum kosið frekari hvíld og næði á hvíldardeginum en Martin þarf líklega að komast heim til Pennsylvaníu til að baka eftir djammið í Reykjavík. Tveimur mínútum síðar fer áætlunarflug í loftið frá Akureyri og þó að fólk sé almennt ekki á móti því að Akureyringar fari heim til sín verður þetta yfirþyrmandi í bland við allt annað sem á eftir kemur. Fleiri vélar fara af stað með hávaða og látum um morguninn, þar á meðal einhver auðmaður sem ætlar til austurstrandar Skotlands kl. 09.18. Það er skiljanlegt því þar er mjög fallegt á þessum tíma árs, og örugglega virði þess að fórna hvíld og næði Reykvíkinga, Kópavogsbúa, Garðbæinga og Hafnfirðinga fyrir einn auðmann á einkaþotu. Að reka flugvöll í miðri höfuðborg er örugglega vandasamt verk, þar sem stjórnendur þurfa reglulega að meta hvers virði lýðheilsa borgaranna er gagnvart hagsmunum milljarðamæringa sem ferðast um á einkaþotum og þyrlum. Það væri samt vel þegið ef við fengjum stundum grið, þó ekki væri nema á sunnudögum fyrir hádegi, eða á kvöldin þegar börn og þreyttir fara að sofa. Nóg er að taka burtu friðinn á góðviðrisdögum, í afmælum, í jarðarförum, skólastofum, sjósundi, leikvöllum og í göngutúrum. Okkur hefur verið sagt að Reykjavíkurflugvöllur verði að vera á þessum stað og einungis þarna vegna þess að það væri svo mikilvægt fyrir veikt og slasað fólk af landsbyggðinni. Og auðvitað skiptir máli að landsmenn allir hafi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. En rúmu ári eftir að íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð, og eftir fundi með sex ráðherrum, þremur borgar-og sveitarstjórum, tveimur heilbrigðiseftirlitum og ISAVIA hefur enginn þeirra getað útskýrt fyrir okkur hvers vegna mikilvægt er að hafa mjög háværa og allra hættulegustu flugumferð sem völ er á yfir fjölmennustu íbúabyggð landsins. Stutt er síðan að nefhjól féll á Austurvöll og nýlegt atvik við þar sem tvær kennsluvélar lentu nærri því í árekstri við Kársnes, sýnir svart á hvítu hve litlu má muna áður en hörmung á sér stað. Ef verr hefði farið, hefðum við verið að ræða lífshættuleg slys í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Ef skoðaður ef fjöldi alvarlegra atvika sem hefur orðið í kringum völlinn undanfarin tíu ár, frá flugumferðarstjórum að horfa á enska boltann, fólki að labba inn á flugbrautir og misbrestur hjá þjónustuaðilum einkaþota að tilkynna alvarleg atvik vaknar upp sú spurning hver hefur eftirlit og ábyrgð með vellinum? Eftir fundi okkar með stjórnvöldum virðist enginn vilja halda á heitu kartöflunni, og rekstraraðilinn hefur eftirlit með sjálfu sér. Vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda fyrr og nú er staðan þannig að erlendir auðmenn og erlend fyrirtæki nota Reykjavíkurflugvöll sem sinn prívat leikvöll og valda gríðarlegri mengun og heilsuspillandi hávaða fyrir okkur sem hér búum. Að auki borga þau lítið fyrir afnot af dýrmætasta landi þjóðarinnar. Það þarf ekki að tæma budduna fyrir Parka né EasyPark í miðbænum ef maður kemur á þotu eða þyrlu. Þyrluferðir með erlenda ferðamenn í útsýnisflug yfir þéttbýli, þar sem farið er yfir íbúðarhverfi, sundlaugar, leiksvæði barna og sjúkrahús, skapa ónauðsynlegan hávaða, loftmengun og hættu fyrir íbúa. Engin reglugerð er til staðar um útsýnisflug yfir þéttbýli þrátt fyrir að áhrif þess á heilsu og lífsgæði séu vel þekkt, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum eins og börnum og sjúklingum. Til að tryggja velferð og öryggi allra landsmanna þurfa stjórnvöld að forgangsraða flugi sem fer um Reykjavíkurflugvöll og setja skýr mörk við allri óþarfa flugumferð. Við hvetjum stjórnvöld til að grípa tafarlaust til aðgerða og: Endurskoða reglur um nýtingu Reykjavíkurflugvallar með áherslu á öryggi og heilsu þannig að allt þyrluflug sem er ekki sjúkra-eða björgunarflug fari út fyrir borgarmörkin. Að einkaþotum og einkaflugvélum verði skylt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Og að staðið verði við samninga um að kennsluflug verði fært út fyrir þéttbýlið. Setja skýr mörk á útsýnis- og einkaþotuflug yfir þéttbýli og náttúruperlum um land allt. Það skýtur skökku við að vera með ítarlegar umferðarreglur fyrir bifreiðar í þéttbýli, í dreifbýli og á hálendinu, en eigi maður þyrlu eða flugvél geti maður flogið hvert sem er, yfir hvern sem er, hvenær sem er. Tryggja að sjúkraflug, áætlunarflug innanlands og Landhelgisgæslan séu forgangstegundir flugs á Reykjavíkuflugvelli. Að aðrar tegundir flugs geti aðeins notast við völlinn í neyðar-og undantekningartilvikum. Okkur var sagt að Reykjavíkurflugvöllur yrði að vera þarna og einungis þarna til að tryggja öryggi landsmanna. Það er hinsvegar erfitt að sjá af hverju það að Martin milljarðamæringur geti lagt einkaþotunni sinni fyrir gjafaverð á verðmætasta landsvæði Íslands og komist þannig örlítið fyrr heim í bakaríið sitt skiptir máli fyrir íslenskan almenning. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun