Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Agnar Már Másson skrifar 26. október 2025 13:33 Timothy Mellon stóð undir kostnaði auglýsinga hjá bæði Trump og Kennedy. Nú borgar hann laun hermanna meðan ríkisstofnanir liggja í lamasessi. Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti að taka við 130 milljón dala gjöf frá ónafngreindum einkaaðila, sem nota á til að greiða laun hermanna. Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði „föðurlandsvin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunarinnar. Hver sá vinur er hefur þó ekki komið í ljós, fyrr en nú. Velunnari hersins reyndist vera Timothy Mellon, milljarðamæringur og einn fjársterkasti stuðningsmaður Trumps, samkvæmt heimildum New York Times, en styrkurinn var gefinn í nafnleynd. „Hann vill ekkert umtal,“ hafði Trump sagt á föstudag þegar blaðamenn ræddu við hann í vikunni um peningagjöfina. „Hann vill helst ekki að nafn sitt sé nefnt, sem er nokkuð óvenjulegt í þeim heimi sem ég kem úr og í stjórnmálum. Maður vill að nafn manns sé nefnt.“ Eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins Hvíta húsið neitaði að tjá sig um málið og New York Times kveðst ekki hafa náð í Mellon. Mellon er erfingi gríðarmikilla auðæfa þar sem langafi hans, Thomas Mellon, stofnaði Mellon Bank árið 1870 sem nú heitir Mellon Financial Corporation. Í fyrra lagði hann 50 milljónir dala (6,1 ma.kr.) í kosningasjóði til stuðnings Donald Trump. Afi hans, Andrew Merton, var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mellon hefur afar nýlega orðið að virkum stuðningsmanni Repúblikanaflokksins. Auðjöfurinn þykir fremur hlédrægur þrátt fyrir að verja miklu fé í að styðja stjórmálasamtök. Hann var einn helsti stuðningsmaður Roberts F. Kennedy heilbrigðisráðherra þegar hann var í kosningabaráttu til forseta. Varnarmálaráðuneytið ítrekar í svari til NYT að það hafi þegið fjárhæðina sem gjöf. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum á stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti að taka við 130 milljón dala gjöf frá ónafngreindum einkaaðila, sem nota á til að greiða laun hermanna. Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði „föðurlandsvin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunarinnar. Hver sá vinur er hefur þó ekki komið í ljós, fyrr en nú. Velunnari hersins reyndist vera Timothy Mellon, milljarðamæringur og einn fjársterkasti stuðningsmaður Trumps, samkvæmt heimildum New York Times, en styrkurinn var gefinn í nafnleynd. „Hann vill ekkert umtal,“ hafði Trump sagt á föstudag þegar blaðamenn ræddu við hann í vikunni um peningagjöfina. „Hann vill helst ekki að nafn sitt sé nefnt, sem er nokkuð óvenjulegt í þeim heimi sem ég kem úr og í stjórnmálum. Maður vill að nafn manns sé nefnt.“ Eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins Hvíta húsið neitaði að tjá sig um málið og New York Times kveðst ekki hafa náð í Mellon. Mellon er erfingi gríðarmikilla auðæfa þar sem langafi hans, Thomas Mellon, stofnaði Mellon Bank árið 1870 sem nú heitir Mellon Financial Corporation. Í fyrra lagði hann 50 milljónir dala (6,1 ma.kr.) í kosningasjóði til stuðnings Donald Trump. Afi hans, Andrew Merton, var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mellon hefur afar nýlega orðið að virkum stuðningsmanni Repúblikanaflokksins. Auðjöfurinn þykir fremur hlédrægur þrátt fyrir að verja miklu fé í að styðja stjórmálasamtök. Hann var einn helsti stuðningsmaður Roberts F. Kennedy heilbrigðisráðherra þegar hann var í kosningabaráttu til forseta. Varnarmálaráðuneytið ítrekar í svari til NYT að það hafi þegið fjárhæðina sem gjöf. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum á stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent