Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2025 12:07 Franskir lögregluþjónar að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Nokkrum klukkustundum eftir að bíræfnir ræningjar rændu gífurlega dýrmætum kórónum og skartgripum Louvre-safninu á sunnudaginn létu aðrir þjófar greipar sópa á öðru safni í Frakklandi. Um tvö þúsund gull- og silfurmyntum var stolið af safni sem tileinkað er heimspekingnum Denis Diderot í Landres í Frakklandi. Samkvæmt frétt BBC eru myntirnar metnar á um níutíu þúsund evrur. Það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Safnið var lokað á mánudeginum og komst ekki upp um glæpinn fyrr en á þriðjudaginn, þegar starfsmenn mættu aftur til vinnu. Þá komu starfsmennirnir að brotnum sýningarkössum og hringdu strax í lögregluna. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að svo virðist sem þjófarnir hafi vitað hvað þeir væru að gera og valið myntirnar sem þeir tóku af mikilli þekkingu. Auk ránsins í Louvre, þá brutust glæpamenn einnig inn í náttúrufræðisafn Parísar í síðasta mánuði og stálu þar sex gullmolum sem metnir eru á um eina og hálfa milljón evra. Það samsvarar um 212,8 milljónum króna. Kínverskur maður var handtekinn í Barcelona í síðasta vegna þessa ráns en hann er sagður hafa reynt að selja nýbrætt gull. Þá var tveimur kínverskum postulínsdiskum og vasa stolið af safni í Limoges í síðasta mánuði. Þeir munir eru metnir á 6,55 milljónir evra. Það samsvarar um 930 milljónum króna. Munirnir hafa ekki fundist og enginn hefur verið handtekinn. Frakkland Erlend sakamál Söfn Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC eru myntirnar metnar á um níutíu þúsund evrur. Það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Safnið var lokað á mánudeginum og komst ekki upp um glæpinn fyrr en á þriðjudaginn, þegar starfsmenn mættu aftur til vinnu. Þá komu starfsmennirnir að brotnum sýningarkössum og hringdu strax í lögregluna. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að svo virðist sem þjófarnir hafi vitað hvað þeir væru að gera og valið myntirnar sem þeir tóku af mikilli þekkingu. Auk ránsins í Louvre, þá brutust glæpamenn einnig inn í náttúrufræðisafn Parísar í síðasta mánuði og stálu þar sex gullmolum sem metnir eru á um eina og hálfa milljón evra. Það samsvarar um 212,8 milljónum króna. Kínverskur maður var handtekinn í Barcelona í síðasta vegna þessa ráns en hann er sagður hafa reynt að selja nýbrætt gull. Þá var tveimur kínverskum postulínsdiskum og vasa stolið af safni í Limoges í síðasta mánuði. Þeir munir eru metnir á 6,55 milljónir evra. Það samsvarar um 930 milljónum króna. Munirnir hafa ekki fundist og enginn hefur verið handtekinn.
Frakkland Erlend sakamál Söfn Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira