Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. október 2025 11:08 Afnám tekjuskatts fyrir foreldra var eitt af kosningamálum Karol Nawrocki í vor. EPA Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur skrifað undir lög sem gera tveggja barna foreldra undir ákveðnu frítekjumarki undanþegna tekjuskatti. Markmiðið er að stemma stigu við sögulegri lægð í fæðingartíðni og örva pólska hagkerfið. Karol Nawrocki, sem var kjörinn forseti Póllands í júní, lagði frumvarpið fram í ágúst síðastliðnum og voru lögin samþykkt á fimmtudaginn í síðustu viku. Frítekjumarkið hækkar verulega Með lögunum hækkar frítekjumark Pólverja úr 30.000 pólskum zloty á ári (um einni milljón íslenskra að núvirði), í 140.000 zloty (4,7 milljónir íslenskra) á ári, ef þeir eiga tvö eða fleiri börn. Lágmarkslaun í Póllandi eru um 55.992 zloty á ári, sem samsvara tæplega 1,9 milljónum íslenskra króna. Frítekjumark pólskra hjóna verður með breytingunum 280.000 zloty á ári, en skattaafslátturinn verður í gildi þar til barnið nær 18 ára aldri, eða til 25 ára aldurs ef barnið er tekjulaust og í skóla. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun pólsk fjölskylda með meðaltekjur græða um þúsund zloty á mánuði eftir breytingarnar, sem samsvara um 33 þúsund íslenskum krónum að núvirði. Fyrsta tekjuskattsþrepið í Póllandi er tólf prósent, en það gildir um árstekjur allt að 120.000 zloty. Fyrir tekjur hærri en 120.000 zloty greiða Pólverjar 32 prósenta skatt. Mikil ánægja í könnunum „Tekjuskattsafslátturinn fyrir foreldra er ekki bara kosningaloforð mitt, heldur er það skylda mín að tryggja áframhaldandi tilvist Póllands og sjálfstæði pólsku þjóðarinnar,“ sagði Nawrocki um málið. Samkvæmt umfjöllun Euronews voru um 76 prósent Pólverja ánægðir með áformin, og aðeins 16 prósent lýstu mikilli andstöðu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var 11. september. Fæðingatíðni pólskra kvenna mældist 1,099 börn á hverja konu árið 2024 og er ein sú lægsta í heiminum. Pólland Skattar og tollar Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Karol Nawrocki, sem var kjörinn forseti Póllands í júní, lagði frumvarpið fram í ágúst síðastliðnum og voru lögin samþykkt á fimmtudaginn í síðustu viku. Frítekjumarkið hækkar verulega Með lögunum hækkar frítekjumark Pólverja úr 30.000 pólskum zloty á ári (um einni milljón íslenskra að núvirði), í 140.000 zloty (4,7 milljónir íslenskra) á ári, ef þeir eiga tvö eða fleiri börn. Lágmarkslaun í Póllandi eru um 55.992 zloty á ári, sem samsvara tæplega 1,9 milljónum íslenskra króna. Frítekjumark pólskra hjóna verður með breytingunum 280.000 zloty á ári, en skattaafslátturinn verður í gildi þar til barnið nær 18 ára aldri, eða til 25 ára aldurs ef barnið er tekjulaust og í skóla. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun pólsk fjölskylda með meðaltekjur græða um þúsund zloty á mánuði eftir breytingarnar, sem samsvara um 33 þúsund íslenskum krónum að núvirði. Fyrsta tekjuskattsþrepið í Póllandi er tólf prósent, en það gildir um árstekjur allt að 120.000 zloty. Fyrir tekjur hærri en 120.000 zloty greiða Pólverjar 32 prósenta skatt. Mikil ánægja í könnunum „Tekjuskattsafslátturinn fyrir foreldra er ekki bara kosningaloforð mitt, heldur er það skylda mín að tryggja áframhaldandi tilvist Póllands og sjálfstæði pólsku þjóðarinnar,“ sagði Nawrocki um málið. Samkvæmt umfjöllun Euronews voru um 76 prósent Pólverja ánægðir með áformin, og aðeins 16 prósent lýstu mikilli andstöðu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var 11. september. Fæðingatíðni pólskra kvenna mældist 1,099 börn á hverja konu árið 2024 og er ein sú lægsta í heiminum.
Pólland Skattar og tollar Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34